Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 7
DAGRENNING
1. TOLUBLAÐ
13. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
JAN.-APRÍL 1958
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Simi 1-11-96
Ég gat um það i siðasta hefti Dagrenningar að ég hefði verið ákveð-
inn í að láta þann árgang verða liinn síðasta frá minni hendi, því aðstœður
rnínar leyfðu tcepast að lialdið yrði áfram. En þegar á átti að herða lét ég
undan margvislegri áleitni um að gefa ritið út eitt árið enn, þó það, vegna
lasleika mins siðan um áramót, sé síðbúnara en vera átti.
Það sem þó ef til vill hefir ráðið mestu um að ég læt ekki af þvi verða
að hœtta nú, eru þær opinberu árásir á þær kenningar, sem Dagrenning
hefir flutt á undanförnum árum, sem nokkuð hefur borið á, bæði í fyrra
og nú i ár. Slíkum árásum er, af mörgum ástæðum, ógerlegt að láta ósvarað,
enda er liklegast að þær hafi nú fyrst birzt, af því ætlað var að litið yrði um
varnir, þegar Dagrenning væri hætt að koma út, því að hún er eina ritið, sem
haldið hefir fram sanngildi spádóma Bibliunnar og þeirri skoðun að vestræn-
ar þjóðir séu „hinn týndi ísrael". Andstæðingar þessarar skoðunar hafa látið
sér nægja til þessa að leggja kollhúfur, þegar málið bar á góma, eða telja
það ekki umræðuvert, þvi það raskaði fyrirfram viðteknum skoðunum þeirra
og „visindalegum“ niðurstöðum viðurkenndra kenningakerfa.
Nú fyrir skemmstu birtust i einu þessara málgagna, „Kristilegu viku-
blaði", tvær greinar, sem heita „Sannleikurinn um Júda og ísrael", þar
sem hver villan annarri verri er borin á borð fyrir lesendurna og niður-
staðan er auðvitað eftir þvi. Þar segir m. a. i lokin: „Allt tal um týndar
ættkvislir og endurfundnar i Bretum eða íslendingum er þvi þvaður eitt
og hugarburður, sem ekki fær staðizt skýran vitnisburð Guðs orðs.“ —
í næsta liefti Dagrenningar mun þessi furðulega ritsmið blaðs þessa
tekin til athugunar og verður sýnt fram á hvernig ýmist gengið er fram
hjá eða rangsnúið skýrri frásögn Ritningarinnar til þess að geta komizt
að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Þar eru áreiðanlega ekki á ferðinni
menn, sem leita sannleikans af innri þörf, eða vilja að þvi vinna að hann
DAGRENNING 1