Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 34
merki kristindómsins og hinnar frjálsu menningar. Sameinuðu þjóðirnar eru ekki krist- in samkunda, heldur heiðin, sem í engu skeytir um lögmál Guðs né fyrirmæli hans í Heilagri ritningu, en byggir allt á mannlegri þekkingu og vísindum, sem eru hverful og síbreytileg. í þessu sam- bandi er rétt að minna á það, að síðan styrjöldinni lauk og Sameinuðu þjóð- irnar, undir forustu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, tóku að skipta sér af málefnum þjóðanna, hefir það gerzt, að ekki færri en 15 þjóðlönd með nálægt 800 milljónum íbúa hafa horfið inn- fyrir járntjald Sovétríkjasambandsins eða til fylgilags við þau, og að fremst í flokki þeirra þjóða, sem reyna að brjóta niður veldi Breta, Frakka og Hollendinga, stendur auðvald Banda- ríkjanna, sem oft beitir stjórn þeirra fyrir sig. Þessi afstða þeirra hefir nú lamað svo samtök frjálsra þjóða — Atlantshafsbandalagið —, að það má heita óvirkt eins og sakir standa. Ég tek það enn skýrt fram, að ég er þess fullviss, að það er ekki bandaríska þjóðin, sem vill þetta ástand, heldur önnur öfl, sem hafa sín leynilegu þræla- tök á stjórnmálalífi Bandaríkjanna og stjórnarforustunni, hvort sem það eru demokratar eða republikanar, sem með völdin fara. Og þessi „hulda hönd“ fjármálaauðvaldsins er víðar með í spilinu en í Bandaríkjunum. ★ Ég vona nú að hafa skýrt þetta sjón- armið fyrir yður svo vel, að þér skilj- ið það, og ég vona að Drottinn hjálpi yður til að átta yður á því, áður en langt um líður, að e. t. v. er það ekki fjarstæða, sem stendur á suraum kápu- síðum Dagrenningar undir fyrirsögn- inni: „Nokkrar staðreyndir, sem nauð- synlegt er að menn gleymi ekki“, þar sem segir: „Sameinuðu þjóðirnar eru tilraun hins pólitíska zíonisma og kommúnismans til að koma á heiðinni alheimsstjórn og til að útrýma til fulls kristindómi og kristinni siðmenningu, sem á höfuðvígi sitt á Vesturlöndum." Þetta þurfa þeir að skilja öllum öðrum fremur, sem hafa það hlutverk með höndum að flytja hinar kristnu kenn- ingar og annast varðveizlu kristindóms- ins með vestrænum þjóðum. ★ Ég geri varla ráð fyrir því, að orð mín og skýringar sannfæri yður um til- vist „samkundunnar“ og starfsemi hennar. En ég vil benda yður á ágæta bók um þetta efni eftir hinn heims- kunna rithöfund Douglas Reed. Bókin heitir á ensku „Far and Wide“. Síðari hluti hennar, „Behind the Scene“, hefir verið þýddur á íslenzku undir nafninu „Bak við tjaldið". Þýðinguna gerði séra Sigurður Einarsson í Holti. Vera má, ef þér lesið þá bók með at- hygli, að þér farið að hugsa um þessi efni í fullri alvöru. En það skuluð þér vita, að í því efni eins og öðrum er erfitt að þjóna sannleikanum, og alls ekki áhættulaust, því að þau öfl eru voldug, sem þarna eru að verki. Yður til fróðleiks um þetta efni tek ég hér upp lokaorðin í framannefndri bók. Þar segir svo: „En yfir djúp komandi aldar svara ég sagnfræðingi framtíðarinnar á þessa leið: „Um miðja tuttugustu öld voru öfl þau, sem samsæri höfðu gert um það, að færa í ánauð og þrældóm allar þjóð- ir hinna kristnu Vesturlanda, og eink- um hinar enskumælandi þjóðir, orðin svo gersamlega alls ráðandi um öll upp- 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.