Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 38

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 38
lögðu hann í eyði. ísraelsþjóðin er í dag dreifð um allan heim. ísrael hefir þjáðst meira en nokkur önnur þjóð. Ég hika ekki við að endurtaka: Það voru ekki Babyloníumenn, sem felldu ísrael fyrir rúmum 2000 árum. Syndin hafði haft sín banvænu áhrif fyrir komu þeirra. Babylon. Á dögum Hammúrabís, tvö þúsund árum fyrir Krist, var Babylon mesta stórveldið í Asíu. Á dögum Nebúkad- nesars drottnaði babylonska ríkið yfir þúsundum ferkílómetra lands. Höfuð- borgin var í nágrenni Eden og var heimsfræg fyrir skraut og snilldarverk, sem enn í dag vekja undrun vísinda- manna. Ekkert jafnaðist á við hallir og turna Babylonar. Hengigarðar borg- arinnar heyra til hinum sjö furðuverk- um fornaldarinnar. Það var talið að Babylon mundi drottna til heimsloka, en svo byrjaði syndin að hafa sín ban- vænu áhrif. — Örlagaríka júnínótt, er drykkjuveizla undir stjórn hins unga konungs þeirra, Belzasar, stóð sem hæst, breytti medó-persiski herinn far- vegi Evrat-fljótsins og gerði innrás í borgina, undir hina voldugu borgar- múra. Þá nótt féll Babylon, og reis aldrei úr rústum. Ég endurtek: Það voru ekki Medó-Persar, sem felldu Ba- bylon. Syndin eyddi henni fyrir komu óvinahersins með ofurvaldi sínu á yfir- stétt borgarinnar. Hellas. Undir stjórn Alexanders mikla varð Hellas — Grikkland — mesta stórveldi sinnar tíðar. Á morgni goðafræðinnar, dögum Hómers, hófst nýtt menningar- skeið í hellenska ríkjasambandinu. Víð- frægar eru orusturnar við Maraþon og Salamis, og ljóminn, sem Perikles og Sókrates vörpuðu á samtíð sína. Engin þjóðmenning hefir nokkru sinni borið slíka birtu né náð þvílíkum þroska. íþróttir Hellena voru heimsfrægar. — Á tvítugsaldri tók Alexander mikli við yfirstjórn hersins, og geystist eins og vígahnöttur austur yfir löndin, sem áður var stjórnað af Egiptum, Assyríu- mönnum, Babyloníubúum og Persum. Eftir aðeins örfá ár lá „allur heimur- inn“ fyrir fótum hans. Eftir dauða Alexanders hnignaði listum og menn- ingin tók að rotna. Synd og siðspilling gagnsýrði þjóðlífið. Þótt ýmislegt ann- að flýtti fyrir falli ríkisins, var höfuð- orsökin fyrir ósigri þess og hinni auð- mýkjandi undirgefni við rómverska veldið, að syndin hafði sýkt siðferðis- grundvöll þjóðfélagsins. Hellas var þess ekki umkomið að verja sig á erfiðleika- tímum. Róm. Stærsta borg jarðar, miðpunktur sögunnar, fyrir þúsund árum drottn- andi heimsveldi, „Borgin eilífa“, með hálfri annarri milljón íbúa og miðstöð voldugasta ríkis, sem sagan greinir, grundvallað á sjö hæðum af sterkri og hraustri þjóð jarðyrkjumanna — slík var Róm. — í bók sinni: Rise and Fall of the Roman Empire, telur Gibbon fimm samvirkar orsakir fyrir upplausn þessarar voldugu þjóðmenningar: 1) Hraða og stöðuga afturför og spillt heimilislíf. 2) Vitfirrta skemmtana- fíkn. 3) Uppbyggingu tröllaukinna ytri varna, meðan hinn raunverulegi óvinur bjó um sig inni fyrir. 4) Hrörnun í þjóðlífinu. 5) Vaxandi trúleysi. Ná- kvæmlega þetta sama leiddi eld og brennistein yfir Sódómu og Gómorru, olli eyðingu Pompei og studdi að hruni 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.