Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 19
JÓNAS GUÐMUNDSSON: „Hefir Drottinn útskúfaO lýð sinum?" Svar til hr. Sigurhjörns Eínarssonar prófessors. ■»2»'.T.%o»o»c»c»c>»c»o»cmomo»o»o»o»o»cmo»a»zmo»o»c>mnmcmc>»')mo*c>»o»ouc>mo*o»o»o»o»omo*o»o»(Momc»o»o»o»t í janúar s.l. birti Sigurbjörn Einarsson prófessor langa grein í dagblaðinu Vísi er nefndist: „Biblían, pýramídinn og Israel. Opið bréf til hr. Jónasar Guðmundssonar skrif- stofustjóra". Var til þess mælst í bréfinu að Dagrenning birti tilskrif þetta sem var mjög langt. Því miður er ekki hægt að veða við þeim tilmælum, enda ekki þegið rúm hér fyrir svargrein þegar það stóð til boða. Svarbréf mitt birtist nú hér og er óvíst að það verði birt annars staðar. »290909V0909omo9omo9omo909090909090mo909omoT.* tmomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomomo^ Kæri herra prófessor Sigurbjörn Ein- son. Bréf yðar til mín, sem þér birtuð 1 „Vísi“ dagana 27. og 29. janúar s.l., hefi ég lesið með mikilli athygli og vil hér með leitast við að svara því. Að vísu er það svo, að ég sé nú, að okkur skortir að mestu grundvöll til viðræðna, því að hvort tveggja er, að við erum varla sammála um neitt grundvallaratriði í þessari deilu okkar — en það þurfa menn að vera til þess yfirleitt að geta rökrætt nokkurt mál — og hitt, að greinilegt er af bréfi yðar, að þér viljið ekki reyna að líta á þau mál, sem okkur hefir greint á um, frá öðru sjónarmiði en því, sem þér sjálfur túlkið. Þeim sjónarmiðum hafna ég hins vegar flestum. Af greinum yðar er ljóst, að þér álít- ið yðar vísdóm og þekkingu á þeim mál- efnum, sem við deilum um, næsta full- komin, en teljið mig og aðra vera á villigötum, ef ekki eru þræddir yðar vegir og vegleysur. Það er greinilegt, að þér viljið að ég og mínir lærimeist- arar „leiti hins sanna eftir tilvísun Heil- agrar ritningar og hlíti því einu, sem stenzt dóm hennar, en hafni því, sem ekki fær staðizt," eins og þér orðið þetta sjálfur svo prýðilega, en krefjist þessa ekki af sjálfum yður. Þér virðist líta svo á, að þekking yðar í þessum efnum sé óskeikul. Ég skal taka það fram, að einmitt þetta er það, sem fyrir mér hefir vak- að með leit minni að sannleikanum, hvað þessi efni snertir, nú um nærfellt tuttugu ára skeið, og ég hefi einmitt orðið að „endurmeta“ og „afneita" fyrri skoðunum, til þess að geta veitt við- töku hinum nýja sannleika, sem Heilög ritning hefir opinberað mér. UM „TRÚNÍГ. í bréfi yðar teljið þér, að ég hafi í fyrri svargrein minni „fært orð úr DAGRENNING 1$

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.