Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 35
lýsingatæki, að almenningur vissi ná- lega ekkert um, hvað var að gerast, eða var í vændum. Um miðja öldina voru menn hins opinbera lífs teknir að ótt- ast þessa dulbúnu harðstjóra svo mjög, að þeir þorðu ekki að kalla yfir sig reiði þeirra, og sérhver sem fyrir henni varð, var svo miskunnarlaust ataður auri bæði í ræðu og riti, að jafnvel al- þýða manna, sem í öndverðu hafði hlustað á mál þeirra af áfjáðum áhuga, sneri við þeim baki og forðaðist þá, í þeirri sljóu skoðun, að eftir allt saman væru þeir hættulegir. Á þennan hátt var þjóðunum hvað eftir annað att saman, ávallt í nafni „frelsisins", til gersamlegrar eyðileggingar og glötun- ar sjálfra sín og þannig notaðar til þess að leiða yfir sig fullkomna áþján. Þannig var hinu skammlífa, blóðuga al- heims einræðisríki komið á. Það var fyrst þegar mennirnir reyndu það, sem sannleikurinn opinberaðist þeim, og þeir risu upp. Og þannig hlýtur það að hafa verið vilji Guðs, kæri sagnfræð- ingar ársins 2051, „því að af guðlegri eðlishvöt efast hugir manna um þann háska, sem enn er ekki orðinn að veru- leika“.“ Hér læt ég þá þessum þætti lokið. Ég veit, að þér hugleiðið málið, og ég er ekki alveg viss um nema svo geti farið, að þér sjáið í þessari afstöðu bæði ,,skynsemd“ og „kristindóm", áður en yfir lýkur. NIÐURLAGSORÐ. Þá hefi ég, að ég held, tekið til með- ferðar öll þau atriði í bréfi yðar, sem verulegu máli skipta, og ég vona að ég hafi sett skoðanir mínar svo skýrt fram, að þér skiljið þær til fulls. Hins vænti ég ekki, að rök mín breyti í neinu fyrir- fram sannfæringum yðar, það getur sjálfsagt enginn nema Guð einn. Niðurstaða þessara bréfaskrifta, sem fara nú að slaga hátt upp í bréfavið- skipti þeirra Eisenhowers og Bulgan- ins, virðist mér sú, að viðhorf okkar til allra þessara mála séu svo gjörólík, að við getum ekki ræðst við um þau með nokkrum árangri. Ég var einu sinni svipaðrar skoðunar og þér eruð nú. En sú skoðun fullnægði mér engan veginn. Sú skoðun leiddi til vantrúar á gildi Heilagrar ritningar, því að ein bók getur ekki verið hvort tveggja í senn: óskeilcult Guðs orð og ómerkileg- ur tilbúningur eða missagnir og helgi- sagnir, sem ekkert er að marka. Hún leiddi einnig til þess að ég fór að líta á Krist sem mann, á borð við þau stór- menni, sem við lærum um í mannkyns- sögunni, og afskrifaði hann alveg sem Guðs eingetinn son og þá auðvitað einnig sem Drottin og Frelsara. Og hún leiddi til þess, að ég hneigðist að marx- isma og efnishyggju og fór að trúa á heimskuvísindi nútímans og mannbóta- stefnu efnishyggjunnar, sem er nei- kvæð í innsta eðli sínu, þar sem hún byggir ekki á Guði og lögmálum hans. Það þýðir ekkert að játa Frelsarann og fórnarstarf hans í orði, en halda því jafnframt fram, að ekkert sé að marka það, sem hann hefir sagt og gert. Það þýðir ekkert að segja það í öðru orð- inu, að Biblían sé Guðs orð, þar sem Guð tali við þann, sem leitar, en halda því svo fram, að alla spádóma Drottins — orð Guðs sjálfs — sé ekkert að marka, og að þeir muni aldrei rætast, nema þá óeiginlega og einhvers staðar annars staðar en hér. Sjáið þér ekki, að slíkur málflutningur hlýtur að eyði- leggja alla Guðstrú og er þegar búinn að því? DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.