Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 18
N
hins alþjóðlega korrunúnisma, sem þarna beitir þessum aðferðum. Það
er nákvæm hliðstæða við aðfarirnar á Kýpur, sem í Alsír á sér stað.
Menn áfellast Frakka fyrir aðgerðir þeirra í Alsír og deilu þeirra við
Túnis. En miklu meiri ástæða er að áfellast hina, sem í nafni þjóðemis-
vakningar ganga erinda hins alþjóðlega kommúnisma, þó það heyrist sjald-
an gert.
Fyrir fáum ámm veittu Frakkar Túnisbúum sjálfstæði, og þá var því
lofað, að fullur vinskapur og margháttuð samskipti skyldu haldast með
Frökkum og Túnisbúum. Allt hefur það verið svikið af hálfu Túnismanna.
Þeir hafa leyft að hersveitir uppreisnarmanna hefðu bækistöðvar innan
landamæra Túnis og þaðan væri rekinn beinn hemaður gegn Frökkum
í Alsír. Það stoðar ekki að þræta fyrir þessar staðreyndir, því reynslan
hefir sýnt þetta og sannað. Allar tilraunir Frakka til að binda endi á
þetta ástand, með samningum og eftir venjulegum leiðum, hafa reynst
gjörsamlega árangurslausar. Öll loforð um yfirbót vom svikin samstundis,
því bak við skæmherinn stóðu bæði Egyptaland og Sovétríkin, sem vom
ofjarlar Túnis, þó hugur hefði fylgt máli hjá ráðamönnum þar. Loks
stóðust Frakkar ekki mátið lengur og gripu til árásaraðgerða á eitt af þeim
þorpum í Túnis þar sem skæmliðasveitir höfðu aðsetur. Auðvitað var þessi
„aðgerð“ framkvæmd til þess að fá endi bundinn á hið óþolandi ástand
sem þama var orðið. Um það, livort slíkt hafi verið rétt af Frökkum eða
ekki, má deila endalaust, en þegar hinda þarf endi á óviðunandi ástand,
verður eitthvað það að gera, sem um munar. Árás Frakka leiddi til
[>ess að málið var tekið fastari tökum en áður. Frakkar hyggjast nú,
annaðhvort að fá hlutlausa gæzlu á landamærum Túnis og Alsír eða
að liafa þar, Alsírmegin, autt svæði, sem uppreisnarmenn þurfi að fara
yfir ef þeir ætla sér að hafa framvegis bækistöðvar í Túnis. Nú hafa Bretar
og Bandaríkjamenn tekið að sér málamiðlun í deilu þessari en lítið útlit
er á því að sú málamiðlun beri annan árangur en þann, að lama Frakk-
land enn meir en orðið er, — slík er þeirra málamiðlun venjulega.
Enginn má skilja það svo, sem sagt liefur verið, að amast sé við því að
Alsír fái sjálfstjórn með einhverjum þeim hætti, sem skynsamlegt yrði talið.
Slíkt væri sjálfsagt, en „skæruliðarnir" koma í veg fyrir að nokkur skyn-
samleg lausn fáist á málum þessum — það er líka tilgangurinn með til-
vem þeirra og störfum.
„Franski lianinn“ er orðinn órólegur, og þá er allra veðra von í mál-
efnum Evrópu. Með „fundi æðstu manna“ verður að líkindum reynt að
draga eittlivað úr spennunni á yfirborðinu, en undir niðri mun ókyrrðin
ekki minnka. Ef til vill verður Frakkland sú púðurtunna, sem fyrst spring-
ur í loft upp.
v-------------------------------------------------------------------------->
12 DAGRENNING