Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 45

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 45
verið háðar 10 meiriháttar styrjaldir á síðustu 80 árum í Evrópu. England hefir átt í ófriði helminginn af tíma- bilinu frá árinu 1100 e. Kr. Fimmtíu ófriðarár á móti fimmtíu friðarárum. Og síðan 1440 f. Kr. hafa verið gerðir 8000 friðarsamningar og meðalaldur þeirra orðið tvö ár. Fyrir hverju höf- um við barizt? Við höfum barizt fyrir friði! Sem stendur er eins og þjóð okkar hafi fallið í ósýnilegar þorparahendur, er ætli sér að steypa henni í glötun. (Lbr. hér.) Ef okkur verður ekki eytt með er- lendum vopnum, er allt útlit fyrir að fimmta herdeild djöfulsins eyði okkur innan frá. Það er almenn skoðun, að mikilvægir atburðir séu í nánd, — at- burðir, sem mennirnir fái ekki ráðið við. Er engrar hjálpar að vænta? Er allt vonlaust? Getum við ekkert gert? Er tortíming þjóðar okkar óumflýjanleg? Hver er von Ameríku? 1. Enginn stjórnmálaflokkur. Hvorki republikanar né demókratar geta leyst núverandi vandamál. 2. Félagslegar framfarir eru ekki lausnin. Við búum við fullkomn- asta félagsmálaskipulag í heimi, en erum þó ólöghlýðnasta þjóð undir sólunni. Félagslegar endur- bætur eru því þýðingarlausar. 3. Meiri þekking er ekki lausnin. Það er meiri og almennari þekking í lestri og skrift í Ameríku en nokkru öðru landi. Það er öruggt, að meiri fræðsla leysir ekki vanda- mál okkar. 4. Lausnina er ekki að finna hjá Sam- einuðu þjóðunum. S. þ. hafa ekki leyst mörg af vandamálum vorum. Sameinuðu þjóðirnar standa jafn ráðalausar andspænis vandamál- um heimsins og Þjóðabandalagið á sinum tíma. 5. Betri lífskjör er ekki bjargráðið. Lífskjör okkar eru tvisvar eða þrisvar sinnum betri en annarra þjóða. Svo ég noti orð Trumans forseta: „Andleg vakning er einasta von Ame- ríku. Annars er úti um okkur.“ Orð Guðs segir: „Ef lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglits míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himninum, fyrir- gefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.“ í Sálmunum segir: „Sæl er sú þjóð, er á Drottinn að Guði.“ Abraham Lincoln gaf einum undir- foringja sinna verðugt svar, sem hafði sagt: „Herra minn, biðjið Guð að vera á okkar bandi.“ „Nei, aldrei,“ sagði forsetinn, „við skulum heldur biðja um að mega vera hans megin.“ Forseti eins stærsta háskóla Vestur- heims sagði nýlega:„Bjargvættur Ame- ríku verður gamaldags vakning, svip- uð þeirri wesleyönsku. Eins og boðskap- ur John Wesleys og Georgs Whitefield bjargaði Stóra-Bretlandi frá frönsku byltingunni, þörfnumst við vakningar til að bjarga Ameríku.“ McArthur hershöfðingi gaf þessa að- vörun: „Við höfum notað síðasta tæki- færið. Ef við finnum ekki betra og rétt- látara skipulag, bíður okkar Harma- geddon. Vandamálið er í raun og veru guðfræðilegt.“ Vakna til starfs, ameríska þjóð! Ef réttlætið upphefur einhverja þjóð og hún verðskuldar velþóknun Guðs, þá þýðir syndin eyðileggingu hennar. „Sjá, DAGRENNING 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.