Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 30

Dagrenning - 01.04.1958, Blaðsíða 30
hvort er Biblían Guðs orð, og þá á hún að skiljast og túlkast sem slíkt eða hún er það ekki, og þá er ekki meira mark á henni takandi en hverju öðru ófull- komnu ritverki, og þá getum við lagt hana til hliðar sem grundvöll kristinn- ar trúar og lífsskoðunar. En þessu er ekki þannig farið. Biblí- an er frá upphafi til enda Guðs orð, og þótt vér skiljum ekki rétt nema lítið brot hennar enn í dag, er það af því að speki og vísdómur Guðs er vorri speki og vísdómi svo óendanlega miklu æðri og að sá tími er enn ekki kominn, að bækur hennar verði með öllu „opn- aðar“ fyrir oss ófullkomnum mannver- um. Þér munið kannski eftir þessari setningu úr Nýja testamentinu: „Síðan lauk Hann (Kristur) upp hugskoti þeirra (þ. e. lærisveinanna), til þess að þeir skildu Htningamar.“ — Það eru fleiri en þeir, sem þess þurfa við. Af Biblíunni og ummælum Krists þar er greinilegt, að hann gerir ráð fyrir því að koma hingað aftur og stofna hér það Guðsríki, sem Biblían talar svo mikið um. Þetta breytir engu um afstöðu krist- ins manns á dauðastundinni til Frels- arans og þeirrar hjálpar og náðar, sem hann þá má vænta, það er persónulegt samband við Guð sinn og Frelsarann, óviðkomandi því Guðsríki, sem stofn- að verður við endurkomu Krists. Annað meginhlutverk ísraels — hinna tíu ættkvísla — var og er að verða ríki Guðs hér á jörðu og það er við því ríki, sem Kristur tekur og end- urreisir við síðari komu sína hingað til þessa hnattar. Hvorki hefir Drottinn né Frelsarinn svipt ísraelsþjóðina þeim fyrirheitum, sem henni voru í öndverðu gefin þar um. Drottinn hefir aftur á móti sagt fyrir, að hann mundi dreifa ísrael meðal annarra þjóða og það hefir hann gjört: Israelsþjóðin átti að týnast og gleymast sjálfri sér og öðrum um lang- an tíma. Það hefir einnig gerzt. En að lokum segist Drottinn muni safna henni saman í voldugt ríki, sem verða mun kjarninn í því Guðsríki, sem stofnað verður hér á jörðu við endurkomu Krists. BANDALÖG ENDALOKA- TÍMABILSINS. Yður er greinilega mjög illa við það, að bent sé á hina miklu líkingu, sem augljóslega er milli þeirra bandalaga, sem Esekiels spádómsbók greinir frá að verða muni til við „endalokin“, og þeirrar skiptingar þjóðanna í tvö alls- herjar bandalög, sem nú er að fara fram fyrir augum allra, sem á annað borð vilja sjá þetta. Og hneykslun yðar virðist hvað mest út af því, að ég og fleiri höfum haldið því fram, að skipt- ingin fari að verulegu leyti eftir litar- hætti, en það standi hvergi í Biblíunni, að svo muni verða. Það er eitt af því, sem þér greinilega nefnið „trúníð“ í fyrri grein yðar. En ef vér lítum á málin raunhæft eins og þau standa nú í dag, þá er það ískaldur veruleiki, þó að þér hneyksl- ist á því, að heimurinn skiptist nú þeg- ar í tvö stór bandalög, þar sem annars vegar eru aðallega hinar hvítu, vest- rænu, kristnu þjóðir, en hins vegar hin- ar austrænu, lituðu heiðnu þjóðir. Ekki hefi ég eða mínir „lærimeist- arar“ búið þessi bandalög til. Og ekkert bendir til þess, að þau liðist í sundur eða leysist upp. Síður en svo. Lítið á hið austræna bandalag, sem Rússar stjórna. í því eru flestar hinar gulu 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.