Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Vonandi bara rosalega vel. Það getur brugðið til beggja vona en maður bara vonar það besta. Arnþrúður Jónsdóttir, 59 ára. Ég hef fulla trú á þeim og spái því að þeim eigi eftir að ganga mjög vel. Sigríður Hulda Jónsdóttir, 50 ára. Þeir komast örugglega í átta liða úrslit. Síðan er nú erfitt að spá. Þeir verða einhvers staðar á bilinu fjögur til sjö. Það þarf mikla velgengni og heppni til þess að lenda í fyrsta til þriðja. Vilhjálmur Bjarnason, 62 ára. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Bara mjörg vel, ég held að þeir verði vel peppaðir fyrir þetta. Þeir eru búnir að standa sig vel og týpískt að þeir taki sjötta sætið, myndi ég giska á. Elí Ingi Ingólfsson, 37 ára. Morgunblaðið/Kristinn SPURNING DAGSINS HVERNIG HELDUR ÞÚ AÐ STRÁKUNUM EIGI EFTIR AÐ GANGA Á HM Í KATAR? Það þykir fallegt að vera og verða gráhærð ef marka má hárlit skærustu stjarna Holly- wood um þessar mundir. Konur virðast í auknum mæli farnar að lita hárið á sér grátt. Hágreiðslu- konan Theodóra Mjöll segir að konur eigi að ekki að fela gráu hárin. Tíska 43 Í BLAÐINU Hver er Saga Garðarsdóttir? Leikkona með mikinn áhuga á bröndurum og því að all- ir Íslendingar fari saman í hópferð til Tortóla í janúar. Hún kann nokkur orð í esperanto, átti einu sinni kött með gláku og hlustar á sænska þjóðlagatónlist. Hún ber allt sem hún gerir undir foreldra sína og finnst þau fyndnasta fólk í heimi. Hvernig var að vera umvafin gríni nánast alla daga í Hreinum skildi? Það var yndislegt. Við töluðum mikið um tilfinningar okkar og lásum ljóð. Bólu Hjálmar var mjög vinsæll því honum fannst lífið erfitt eins og okkur en svo kom Hallgrímur Pétursson sterkur inn lengstu töku- dagana. Ertu þú með hreinan skjöld? Nei, ég hnupla reglulega úr nammibar 10-11 verslananna og skammast mín ekki fyrir það. Það er hvort eð er gert ráð fyrir ákveðinni rýrnun í verðlaginu. Og af hverju ætti bara óheið- arlegt fólk að njóta góðs af því? Bannar Snorri þér að vera í hælum eins og Tom Cruise bannaði Nicole Kidman? Já, og svo bannar hann mér að fara út á meðal fólks eftir klukk- an níu á kvöldin og fyrir klukkan tólf á daginn. Ég má heldur ekki blóta eða lesa fantasíubókmenntir. Hvað er á döfinni? Nú tekur við grín með lollurunum í Mið-Íslandi í Þjóðleikhúsinu og svo eru það grínþættirnir Drekasvæðið á Rúv. Allir unnendur vand- ræðalegs útvarps geta svo hlustað á hlaðvarpsþættina Ástin og leigumarkaðurinn sem er á Nútímanum undir Alvarpið. Morgunblaðið/Kristinn SAGA GARÐARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Vill að allir Íslendingar fari í hópferð til Tortóla Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Viskígerð er stundum nefnd hin fljótandi gullgerðarlist. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdi hönnuðinum Sruli Recht eftir til eyjunnar Islay við strendur Skotlands þar sem hann bar hönnun sína undir bruggmeistarann Jim McEwan. Viskígerð 2. hluti 52 Foringi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda á Arabíu- skaga hefur lýst yfir ábyrgð samtakanna á árásinni á rit- stjórn Charlie Hebdo. Svo virðist vera að samtökin séu að sækja í sig veðrið og að Vesturlöndum stafi enn mest hætta af al-Qaeda. Alþjóðamál 6 Ina May Gaskin, þekkt- asta ljósmóðir Bandaríkj- anna, ef ekki í heiminum, er væntanleg til landsins í næsta mánuði og heldur fyrirlestur á Hótel Sögu í byrjun febrúar. Soffía Bæringsdóttir stendur fyrir komu Gaskin til lands- ins. Heilsa 22 Saga Garðarsdóttir skaust upp á stjörnuhimin fyrir þrælskemmtilegt atriði í Kryddsíldinni á gamlársdag í fyrra. Hún er leikkona og mikill húmoristi og með ýmislegt í pípunum. Um þessar mundir fer hún með hlutverk í Hreinn skjöldur, grínþáttum á Stöð 2, ásamt Steinda jr. og Pétri Jóhanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.