Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Menning Þ etta var hressandi ganga svona í morgunsárið! Manni líður næstum eins og hetju eftir að hafa brotið sér leið gegnum veðurhaminn,“ segir Mikkel Harder þegar hann gengur inn í anddyri Norræna hússins þar sem við höfðum mælt okkur mót einn kaldan og vindasaman janúarmorgun. Harder tók við stöðu forstjóra Norræna hússins í ársbyrjun til næstu fjögurra ára. Mikkel Harder fæddist í Danmörku árið 1967. Hann nam leiklist hjá Philippe Gaulier og Monicu Pagneux í París og lauk síðan leikaraprófi frá The London Academy of Music and Dramatic Art (LAMDA). Hann hefur starfað sem leikari og leikstjóri m.a. í Danmörku, Færeyjum, Bret- landi, Frakklandi, Finnlandi og Þýskalandi, en alls hefur hann komið að rúmlega tuttugu sýningum. Árið 1994 stofnaði hann í samvinnu við Martin Tulinius og Peter Busch Jensen leikhúsið Kaleidoskop á Nørrebro í Kaup- mannahöfn og var leikhússtjóri til 2000 þegar hann gerðist yfirmaður útvarpsleikhúss Dan- marks Radio (DR) til þriggja ára. Á árunum 2004 til 2008 var hann yfirmaður leikara- deildar Konunglega leikhússins í Kaupmanna- höfn. Í framhaldinu var hann til skamms tíma stjórnandi Kvikmyndahátíða Kaupmannahafn- ar. Frá árinu 2011 hefur hann verið verk- efnastjóri hjá Miðstöð fyrir menningu og þró- un á vegum danska utanríkisráðuneytisins. Af hverju sóttir þú um stöðu sem forstjóri Norræna hússins? „Á námsárum mínum gaf það mér mjög mikið að búa erlendis og fá tækifæri til að kynnast og verða hluti af samfélaginu á annan hátt en hægt er þegar maður kemur sem ferðamaður. Eftir nokkurra ára starf í Bret- landi sneri ég til Danmerkur og hef búið þar og starfað sl. tuttugu ár. Mér fannst spenn- andi að fá tækifæri til að nýta langa starfs- reynslu mína og menntun í nýju landi. Auk þess finnst mér mjög heillandi að kynnast nýju landi alveg frá grunni, því það auðgar líf manns og víkkar sýnina. Að mínu mati eiga Norðurlandaþjóðirnar mjög margt sameiginlegt þó við séum líka býsna ólík,“ segir Harder og bendir á að lík- indin sjáist best í fjarlægð og munurinn í ná- lægð. „Í samstarfi Norðurlandanna finnst mér lykilatriði að eiga sér fundarstað þar sem við getum kynnst hvert öðru og skoðað hvað við getum lært hvert af öðru. Og Norræna húsið í Reykjavík er frábært hús til að hitta fólk og kynnast annarri menningu. Hér er frábært bókasafn og tónleikasalur sem býður stærðar sinnar vegna upp á mikla nánd milli flytjenda og áhorfenda,“ segir Harder og tekur fram að hann hafi heillast strax af Norræna húsinu þegar hann heimsótti það fyrst fyrir um 15 árum. „Þá kom ég hingað um miðjan vetur til að taka þátt í tveggja daga ráðstefnu. Ég man að ég hugsaði hversu fallegt húsið væri og að gaman væri að koma hingað aftur,“ segir Harder og tekur fram að hann hafi í haust sem leið síðan fengið tækifæri til að kynnast starfsfólkinu áður en endanlega var gengið frá ráðningunni. „Ég fann strax hversu góður andi er hér í húsinu og frábær starfsandi. Þá endanlega sannfærðist ég um að það væri rétt skref að sækja um þessa stöðu þrátt fyrir að það kalli á fjarbúð sem ég hef aldrei prófað áður til lengri tíma en nokkurra vikna í senn,“ segir Harder, en sambýlismaður hans til sl. níu ára býr í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar sem skipulagsfræðingur. Hver er framtíðarsýn þín fyrir Norræna húsið og starfsemi þess? „Allra fyrst finnst mér mikilvægt að skilja húsið og möguleika þess í samspili við sam- félagið sem heild. Í því skyni hleypti ég í jan- úar af stað fundaröð með starfsfólkinu þar sem til umræðu og skoðunar eru tíu þemu á jafnmörgum fundum. Við skoðum t.a.m. hvernig við nýtum vinnutímann og fjármuni hússins. Að mínu mati er ekki vænlegt fyrir einhvern utanaðkomandi að storma inn og setja stefnuna án þess að skilja samhengið, söguna og möguleikana. Auk þess er ég sann- færður um að útkoman verði miklu betri ef allir starfsmenn eiga aðkomu að stefnumót- unarvinnunni,“ segir Harder og tekur fram að það sé sér ekki keppikefli að hans hugmyndir verði ofan á. Mikilvægast sé að bestu lausn- irnar komist til framkvæmda. „Hingað kemur alls kyns fólk, jafnt ein- staklingar sem komið hafa hingað reglulega í 30 ár og útlendingar sem aldrei hafa komið hingað áður. Sumir koma hingað til að ná sér í bók á bókasafninu, drekka einn kaffibolla og spjalla við góðan vin meðan aðrir koma til að skoða arkitektúr hússins og taka myndir. Enn aðrir koma til að fræðast um Norðurlöndin. Við höfum möguleika á að vísa gestum okkar á aðrar menningarstofnanir hérlendis þar sem við þekkjum samfélagið og menningarlífið vel. Við þurfum að geta opnað fleiri dyr að sam- félaginu. Markmið okkar hlýtur væntanlega að vera að sem flestir njóti veru sinnar í hús- inu og fái eitthvað út úr heimsókn sinni.“ Er fjárhagsstaða hússins góð? „Ég held að flestar menningarstofnanir hvar sem er í heiminum þurfi að berjast harkalega fyrir að fá fjármagn. Fjárhagsstaða menningarstofnana á Norðurlöndum er býsna þolanleg miðað við mörg önnur lönd. Stærstur hluti rekstrarfjár Norræna hússins kemur frá Norrænu ráðherranefndinni ýmist beint eða óbeint. Ef ráðamenn veldu að skera niður og forgangsraða fénu í önnur verkefni þá værum við í mjög erfiðri stöðu. Mér finnst því mik- ilvægt að skoða möguleika þess að afla meira sjálfsaflafjár til rekstursins bæði til að við séum ekki eins viðkvæm fyrir niðurskurði en einnig þannig að við höfum möguleika á að standa að fleiri og stærri verkefnum. Eins og staðan er í dag fer stærstur hluti rekstrar- fjárins í rekstur og viðhald hússins sem og launakostnað. Það þýðir að það er ekki mikið fé afgangs til að setja upp listasýningar í hús- inu, halda tónleika og rithöfundakvöld eða kaupa nýjar bækur fyrir bókasafnið,“ segir Harder sem stærstan hluta starfsferils síns hefur þurft að vera duglegur að afla fjár til listsköpunar. „Þegar ég tók þátt í stofnun Kaleidoskop- leikhússins áttum við enga peninga en tókst að virkja fólk með okkur til að láta dæmið ganga upp. Margir sjálfstæðir listamenn halda að fjárhagsstaðan sé alltaf miklu betri í menn- ingarstofnunum samfélagsins og þá þurfi ekki velta hverri krónu fyrir sér. En það er mis- skilningur. Það voru t.d. ekki liðnir nema þrír dagar frá því ég tók við stöðunni sem yfir- maður útvarpsleikhúss DR þegar boð kom að ofan um að skera þyrfti marktækt niður og aðeins í minni deild þurfti að skera niður um 2 milljónir danskra króna. Sá niðurskurður gerðist á minni vakt og ég var bara rétt að byrja að setja mig inn í starfið og kynnast samstarfsfólki mínu. Skyndilega átti ég að taka ákvörðun um hverja þyrfti að reka og sjálfur að reka fólk sem ég þekkti varla. Þetta var hræðileg lífsreynsla og ég átti margar andvökunætur,“ segir Harder sem ekki hefur farið varhluta af gagnrýni á störf sín. Skammaður af Ghitu Nørby Í ársbyrjun 2006 fékk hann skammir frá stór- leikkonunni Ghitu Nørby og árið 2009 kaus hann að víkja sem stjórnandi Kvikmyndahá- tíða Kaupmannahafnar eftir gagnrýni undir- manna sinna. „Ef maður tekur að sér áber- andi stjórnunarstöðu þá eru litlar líkur á því að maður verði vinsæll. Stjórnunarstöðum fylgir sú ábyrgð að velja og hafna sem skapar oft litlar vinsældir í listheiminum þar sem að- eins lítið brot listamanna kemst í gegnum nál- araugað með verk sín og hæfileika,“ segir Harder og bendir á að hann hafi fullan skiln- ing á því að Nørby var ósátt hjá Konunglega leikhúsinu á sínum tíma. „Til að gera langa sögu stutta þá þurfti að aflýsa sýningunni Indenfor murene þar sem Ghita lék eitt aðal- hlutverkanna þegar mótleikari hennar lést í búningsherbergi sínu fimm mínútum áður en önnur sýning átti að hefjast,“ segir Harder og rifjar upp að með uppfærslunni hafi átt að fagna 50 ára afmæli leikkonunnar. „Vegna veikinda þurfti í framhaldinu að aflýsa annarri uppfærslu þar sem hún átti einnig að fara með stórt hlutverk og þá beið hennar aðeins lítið aukahlutverk í þriðju uppfærslunni á af- mælisári hennar, sem henni þótti vitanlega gremjulegt og ræddi hún þessi vonbrigði sín í stóru blaðaviðtali. Þessi uppákoma kenndi mér að mikilvægt er að svara gagnrýni strax í fjölmiðlum í stað þess að freista þess að fjöl- miðlafár gangi yfir,“ segir Harder og tekur fram að hann hafi kvatt Konunglega leikhúsið sáttur tveimur árum síðar eftir lærdómsríkan tíma. „Hvað Kvikmyndahátíðina varðar var ég beðinn að taka við stjórnartaumum á nýrri hátíð sem til varð þegar stjórnmálamenn ákváðu að fjórum ólíkum kvikmyndahátíðum skyldi steypt saman í eina gegn vilja bæði fyrri stjórnenda og stjórna. Menntamála- ráðherra hét því að nýja hátíðin fengi auka- fjárveitingu upp á 10 milljónir danskra króna, sem skilaði sér aldrei. Fljótlega eftir að ég tók við stóð ég því frammi fyrir 2 milljóna króna tapi á rekstrinum og sá þann kostinn einan að skera niður launakostnað sem féll auðvitað ekki í góðan jarðveg. Í framhaldinu sakaði samstarfsfólk mitt mig um að ferðast á eigin vegum á kostnað hátíðarinnar sem var ekki rétt,“ segir Harder sem valdi þá að hætta. Þú nefnir bakgrunn þinn innan leiklistar. Max Dager, forveri þinn í starfi, hafði einnig bakgrunn í menningargeiranum og var m.a. einn af stofnendum Cirkus Cirkör, en sumarið 2013 stóð Norræna húsið fyrir stórri sirkus- listahátíð í Vatnsmýrinni. Munu notendur Norræna hússins verða varir við leiklistarbak- grunn þinn með einhverjum hætti? „Það er hreint ekki markmið mitt að breyta Norræna húsinu í leikhús. En auðvitað er maður mótaður af fortíð sinni, menntun, starfi, starfsumhverfi og samfylgdarfólki í líf- „Hjarta Norræna hússins er bókasafnið og textar eru miðlægir í þessu húsi. Mér fyndist spennandi ef hægt væri að gera meira af því að miðla textum á marg- víslegri hátt,“ segir Mikkel Harder. „Ótrúlega heppinn“ MIKKEL HARDER TÓK VIÐ STÖÐU FORSTJÓRA NORRÆNA HÚSSINS Í ÁRS- BYRJUN. HANN SEGIR SPENNANDI AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ NÝTA LANGA STARFSREYNSLU SÍNA OG MENNTUN Í NÝJU LANDI. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.