Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 30
Matur og drykkir *Veitingastaðurinn Jeju Island í Zhengzhou í Kína hefurtekið upp á því að bjóða fallegum viðskiptavinum uppá máltíð. Á veitingastaðnum, sem býður upp á kór-eskan mat, geta viðskiptavinir látið skanna andlit sitt ívél og ákvarðar teymi lýtalækna hvar á fegurðarskal-anum viðkomandi er. Þeir sem skora hátt fá sína mál-tíð ókeypis á Jeju Island en tilboðið gildir fram í miðj- an febrúar. Staðurinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir uppátækið og þykir skemma orðspor bæjarins. Frítt fólk fær að borða frítt Talið er að kjötsoð verði drykkur ársins 2015. Getty Images/iStockphoto ÞAÐ HEITASTA UM ÞESSAR MUNDIR ER AÐ DREKKA SOÐ Kjötsoð í staðinn fyrir kaffi? NEYTENDUR VILJA Í AUKNUM MÆLI BORÐA HEILSUSAMLEGAN MAT OG SÍFELLT FLEIRI ERU MEÐVITAÐIR UM HVAÐ ÞEIR SETJA OFAN Í SIG. BEST ÞYKIR AÐ MATURINN SÉ EINS NÁTTÚRULEGUR OG UNNT ER OG HVAÐ ER NÁTTÚRULEGRA EN AÐ DREKKA BEIN, GRÆNMETI OG JURTIR? Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is N ýtt heilsuæði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum. Tískufyrirbærið er heitur drykkur og virðist vera að fylla bolla fólks vestanhafs, sér- fræðingum til mikillar ánægju. Drykkurinn er kjötsoð og er tal- inn vera drykkur ársins 2015. Kjötsoð er, eins og flestir þekkja, bragðmikill vökvi unninn úr beinum þar til þau brotna nið- ur og síðan bragðbætt með græn- meti og jurtum. Soðið er ákveðin undirstaða í góðri matargerð og notað til að bragðbæta mat. Bein- in úr soðinu innihalda kollagen, prótín sem styður við beinabygg- ingu mannslíkamans og auk þess inniheldur það gelatín sem getur styrkt liðamótin og hentar því vel fyrir þá sem eru með gigt. Einn- ig er soðið gott fyrir meltinguna og hjálpar til við að innsigla hol- ur sem kunna að myndast í þörmunum. Þá þykir drykkurinn einnig afar umhverfisvænn, því beinin fara ekki til spillis. Íslenskt soð úr náttúrulegum hráefnum Að drekka kjötsoð er ekki nýtt af nálinni og má líklega rekja slíkar drykkjarvenjur langt aftur í tím- ann. Í dag er soð hins vegar not- að til þess að bragðbæta mat en hefur líklega fáum dottið í hug að drekka það eitt og sér, sem virð- ist þó vera að breytast. Nýtt ís- lenskt fyrirtæki, GeoFood, hefur sérhæft sig í að framleiða soð úr náttúrulegum hráefnum og eru vistvænir orkugjafar notaðir við framleiðsluna, svo sem jarðgufur. Fyrirtækið framleiðir kjúklinga- soð, nautasoð og humarsoð og er hægt að nálgast soðið í matvöru- verslunum undir nafninu Suður íslenskt eldhús. Selur kjötsoð út um gluggann á veitingastaðnum Í erlendum miðlum hafa melting- arsérfræðingar sem og aðrir lofað kjötsoð einkum vegna þess hversu góð og heilsusamleg áhrif kjötsoð hefur á líkamann. Næringarfræð- ingurinn Dawn Jackson Blatner segir í samtali við Huff- ington Post að kjötsoð hafi ýmsa kosti og geri líkamanum gott. Nokkrir staðir í New York hafa tekið upp á því að selja kjötsoð, þar á meðal hefur veitingamaðurinn Marco Canora, eigandi veitingastaðarins Brodo í East Village, opnað lúgu á sínum veitingastað þar sem gangandi vegfarendur geta staldrað við og keypt sér soð í bolla, til dæmis á leiðinni í vinnuna. Á öðrum veit- ingastað í Harlem í New York, Bone Deep and Harmony gátu viðskiptavinir keypt sér áskrift að kjötsoði og fengið sent heim eða sótt á staðinn. Eigandinn, Lya Majica, segir í viðtali við Fast Company að ástæðan fyrir uppá- tækinu hafi verið sú að fólk vildi drekka kjötsoð en fáir vildu með- höndla beinin og enn færri höfðu tíma til að útbúa soðið. Fleiri veitingamenn hafa tileinkað sér að bjóða upp á soð á matseðl- inum í Bandaríkjunum eða mat- reiða og selja í búðir. Viðskiptavinir standa í röð fyrir utan veitingastaðinn Brodo í East Village í New York, ólmir í að kaupa sér kjötsoð í bolla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.