Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun *SPARK design space verður með sýningu ísamstarfi við Íslenska sendiráðið í Berlín frá30. janúar til 10. apríl. Þar mun SPARK sýnaverkefnin; Líffærafræði leturs eftir SigríðiRún, Skvís eftir Sigga Eggertsson, Borg-arlandslag eftir Paolo Gianfrancesco og Prikeftir Brynjar Sigurðarson. Sýningin verður haldin í Felleshus og verður opin frá kl.10-19 á virkum dögum og um helgar kl. 11-16. SPARK sýnir í Berlín É g er fædd og uppalin í sveit rétt fyrir utan Selfoss og myndi segja að ég væri ennþá svolítið mikil sveitastelpa í mér. Albert er uppal- inn í Breiðholtinu en bjó líka í Oregon í Bandaríkjunum stóran hluta af æsku sinni. Við kynntumst á Sálarballi á Selfossi þegar ég var 18 ára og hann 22 ára svo það má segja að við höfum verið saman nánast öll okkar fullorðinsár,“ segir Lóa Dagbjört en þau hjónin fluttu nýverið í bjart og fallegt heimili í Garðabænum áasmt börnum sín- um þremur, Daníel Victor, 12 ára, Magnúsi Val, fimm ára, og Önnu Sóleyju, tveggja ára. Heimilisstíllinn er að sögn Lóu skand- inavískur með íslenskum áherslum. „Ég heillast mjög af björtum litum og einföldum hlutum. Gulur er uppáhalds- liturinn minn því hann er hlýr og bjartur og eitthvað svo glaðlegur. Við bjuggum úti í Svíþjóð og fengum mikinn innblástur það- an, allt eitthvað svo mátulegt.“ Lóu þykir mikilvægt að hafa hluti í kringum sig sem vekja góðar minningar eða tilfinningar og er afar mótfallin því að safna að sér hlutum eða húsgögnum sem eru svo dýr og fín að börnin mega ekki ganga um þau. „Þegar kemur að því að versla inn á heimilið þá verð ég að segja IKEA. Ég bara elska allt sem er prakt- ískt. Mér finnst frábært að geta keypt flotta vandaða hönnun á sanngjörnu verði. Svo er IKEA líka sænskt eins og Lindex, sem er góður kostur, ég veit hvað Svíarnir eru kröfuharðir þegar kemur að gæðum. Það er ákveðin upplifun í hvert sinn sem maður kemur inn í IKEA, jákvætt og skemmtilegt andrúmsloft. Annars er ég líka mjög hrifin af ILVA, Habitat o.fl. og ég elska að fara á handverksmarkaði og í listagallerí og hitta fólkið á bak við hlut- ina.“ Lóa sækir innblástur í Pinterest og smá- forritið Instagram. „Annars finnst mér all- ar hönnunarbækur skemmtilegar og Hús og híbýli er líka fastur liður.“ Stofan er afskaplega rúmgóð og segir Lóa gulu stofuna í miklu eftirlæti. „Hún er svo notaleg og hlýleg. Þar eru myndir sem minna mig svo sterkt á sveitina mína að ég finn nánast lykt og heyri hljóðin í sveitinni.“ Ásamt notalegum stundum saman í sjón- varpsholinu heldur fjölskyldan mikið upp á samverustundir við eldhúsborðið. „Eldhúsborðið okkar er mjög sérstakur staður því þar hittumst við öll eftir anna- saman dag og borðum saman og deilum hvert með öðru upplifunum dagsins. Ætli það sé ekki líka sjónvarpsholið. Við komum okkur gjarnan öll þar fyrir undir teppi eft- ir erilsaman dag og reynum að koma okk- ur saman um hvað við eigum að horfa á. Það endar nú oftast með því að við Albert sitjum og horfum á Línu langsokk eða Kalla á þakinu.“ Morgunblaðið/Þórður Rauða hornið í stofunni er afskaplega skemmtilega innréttað. Fallegur arinn setur svip á stofuna. HEILLAST AF BJÖRTUM LITUM OG EINFÖLDUM HLUTUM Praktík og íslensk hönnun HJÓNIN LÓA DAGBJÖRT KRISTJÁNSDÓTTIR OG ALBERT ÞÓR MAGNÚSSON, SEM EIGA OG REKA SAMAN LINDEX Á ÍSLANDI ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI, HAFA KOMIÐ SÉR OG BÖRNUM SÍNUM ÞREMUR VEL FYRIR Í FALLEGU HÚSI Í GARÐABÆ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Gula stofan er í miklu eft- irlæti enda er hún afar hlý- leg og björt. Lóa heldur mikið upp á gula litinn. Lóa Dagbjört segir heimilisstílinn einkennast af skandinavískri hönnun með íslenskum áherslum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.