Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 57
18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Þeir Pjetur Stefánsson og Þór Sigmundsson opna á laugardag klukkan 15 sýn- ingu á verkum sínum í sal Ís- lenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu, hafnarmegin. Þetta er fjórða samsýning þeirra á átta árum. 2 Myndlistarkonan Moniku Grzymala, sem þekkt er fyrir innsetningar sínar, verður með fyrirlestur og listamannaspjall á lokadegi sýning- arinnar Myndunar í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi, á sunnudag klukk- an 15. Myndun er samsýning sjö listamanna frá ýmsum löndum. 4 Sýningin „Senn er sólarlag“, með teikningum eftir Krist- in G. Jóhannsson, er opin í Mjólkurbúðinni í Kaupvangs- stræti á Akureyri um helgina, kl. 14- 18, og þá næstu. Kristinn hefur hald- ið fjölda sýninga gegnum árin. 5 Hin marglofaða sýning Hættuför í Huliðsdal eftir Sölku Guðmundsdóttur, sem leikhópurinn Soðið svið setti upp í samvinnu við Þjóðleik- húsið, er sýnd í Kúlunni á sunnudag klukkan 16. Þetta er sannkölluð æv- intýrasýning fyrir alla í fjölskyldunni sem óhætt er að mæla með. 3 Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndlistarkona verður með forvitnilega myndlistar- og víd- eóverksmiðju fyrir alla fjöl- skylduna á Heimilislegum sunnudögum á Kex hosteli við Skúlagötu á sunnu- dag. Allir geta tekið þátt í að gera víd- eóverk undir leiðsögn listakonunnar. MÆLT MEÐ 1 gengið eftir ættum við Íslendingar nú safn sem væri sambærilegt við Sonju Heine- safnið í Noregi sem dregur til sín mikinn fjölda ferðamanna á ári hverju.“ Einar Pekka Hákonarson? Nú hringir síminn á þessum merkisdegi. Það eru útlönd, nánar tiltekið Hákon, eldri sonur afmælisbarnsins, sem búsettur er í Noregi. Einar tekur við góðum kveðjum en upplýsir son sinn síðan um að hann sé í miðju viðtali og biður hann að hringja síðar. Nokkur ár eru síðan Hákon flutti utan og unir hann hag sínum vel. Faðir hans á ekki von á því að hann skili sér heim aftur. Nú á Hákon líka von á erfingja með finnskri konu. „Honum hlýtur að vera ljóst hvað barnið á að heita verði það drengur,“ segir Einar sposkur á svip. „Fái hann þá á annað borð einhverju um það ráðið.“ Mögulega gæti þurft að miðla málum. Hljómar Einar Pekka Hákonarson nokkuð illa? Yngri sonur Einars, Hjálmar, er á stjákli á Kjarvalsstöðum en hann er föður sínum oftar en ekki innan handar við sýningahald. Hjálmar er kvikmyndagerðarmaður og fram- lag hans til sýningarinnar nú eru fjögur stutt myndbönd sem helguð eru jafnmörgum málverkum á sýningunni. Myndbönd þessi má sjá á vef Morgunblaðsins, mbl.is. Nú berst talið einmitt að Morgunblaðinu og fjölmiðlum almennt. „Það er áhyggjuefni að umfjöllun um menningu og listir hefur dottið niður í fjölmiðlum hin seinni ár, meðal annars í því góða blaði Morgunblaðinu, sem var flaggskip þeirrar umfjöllunar í áratugi. Af þessum sökum nær umræðan ekki flugi í samfélaginu. Það er helst í Víðsjá á Rás 1 en gallinn við þá umræðu er að hún er mjög einhliða og ákaflega vinstrisinnuð,“ segir Einar. Lesa sig í gegnum þróunina En þá að sýningunni sjálfri sem hlotið hefur nafnið Púls tímans. Í kynningu Listasafns Reykjavíkur segir: „Málverkin á yfirlitssýn- ingu Einars Hákonarsonar (f. 1945) ná yfir rúmlega 50 ára feril listamannsins allt frá æsku- og skólaverkum og til ársins 2014. Verkin eru valin með það fyrir augum að sýningargestir geti með tiltölulega auðveld- um hætti lesið sig í gegnum þróunina sem átt hefur sér stað í verkum hans. Skipulagi og uppsetningu sýningarinnar er einnig ætl- að að hjálpa til við þann lestur. Yfirskrift sýningarinnar Púls tímans er jafnframt heiti á einu verki á sýningunni og vísar sömuleiðis til vilja listamannsins til að hafa fingurinn á púlsi tímans.“ Einar upplýsir að elstu verkin á sýning- unni séu frá því hann var ellefu ára. Þá koma myndir frá námsárum hans í Hand- íðaskólanum og Svíþjóð sem sumar hverjar hafa verið geymdar í plasti allar götur síðan. „Ég strekkti þær upp fyrir þessa sýningu og þá kom í ljós að þær eru í lagi. Ég var sann- færður um að þær væru allar ónýtar,“ segir Einar. Þarna eru líka myndir frá fyrstu einkasýn- ingu hans í Bogasalnum 1968. „Fljótlega eft- ir það fara mín verk að taka á sig nýja mynd. Verða eins og spegill af þjóðlífinu. Í þeim skilningi hafa þau að geyma viðburði og ekki síður andrúmsloft liðinna tíma. Það hefur aldrei verið djúpt á ádeilunni hjá mér og stundum prédika ég, eins og í verkinu „Í kringum gullkálfinn“ sem er ádeila á góð- ærið meðan það stóð sem allra hæst. Í mörgum verka minna er líka heilmikil lands- byggðarpólitík, meira að segja verkum sem ég málaði meðan ég bjó ennþá hérna í bæn- um.“ Út yfir gröf og dauða Sýningarstjóri er Ingiberg Magnússon sem heilsar nú einmitt upp á okkur. Þeir félagar hafa gengið saman langan veg í listinni og ráku um skeið myndlistarskólann Myndsýn snemma á áttunda áratugnum. „Blessaður vertu, á tímabili máttum við ekki detta í’ða saman án þess að stofna fyrirtæki,“ segir Ingiberg og slær sér á lær. Þeir hlæja. „Ég er einum og hálfum mánuði eldri en Einar og hef haft gaman af því að kalla hann strákinn og jafnvel krakkann upp á síðkast- ið. Ætli ég verði ekki að hætta því í dag,“ bætir Ingiberg við. Einar er alltaf að mála og hefur engin áform um að slá af. „Málverkið er mín ástríða og hefur enst alla ævina. Ætli það komi ekki til með að fylgja mér út yfir gröf og dauða,“ segir hann hlæjandi. „Persónu- lega finnst mér ég hafa verið að toppa fer- ilinn síðustu árin. Það tengist örugglega bú- setu minni en ég hef búið á Hólmavík á áttunda ár. Hólmavík er besti staður í heimi til að mála á og þar á ég góða vinnustofu sem ég byggði með eigin höndum. Það jafn- ast ekkert á við kyrrðina og víðfeðmið norð- ur á Ströndum. Þetta er falin paradís sem mér þykir ágætt að hafa út af fyrir mig. Þarna mun ég mála meðan heilsan leyfir.“ Einar Hákonarson við verk sitt „Skipbrotsmaðurinn“. Þar kallar málarinn meðal annars fram lífsviljann sem er öllu öðru yfirsterkari. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.