Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Á morgun, sunnudag, mun Helga Arnalds hjá leikhópnum 10 fingrum opna ljósmyndasýn- ingu á Tjarnarbarnum, bar Tjarnarbíós. Á sýningunni verða myndir sem varpa ljósi á vinnuaðferðina sem notuð var við gerð sýn- ingarinnar „Lífið – stórskemmtilegt drullu- mall“. Aðferðin sem notuð var við sköpun sýn- ingarinnar var óvenjuleg. Í stað þess að vinna hana út frá fyrirfram gefnu innihaldi, sögu eða handriti var frásögnin látin fæðast út úr efniviðnum, það er moldinni. Vegna mikilla vinsælda hefur verið bætt við þremur aukasýningum á verkinu, þeirri fyrstu á morgun klukkan 13 og síðan tvo næstu sunnudaga. Eftir sýninguna á morgun munu leikarar og leikstjóri ræða við gesti og svara spurningum úr sal. SÝNING HELGU ARNALDS DRULLUMALL Við sköpun verksins Lífið – stórskemmtilegt drullumall, var spunnið út frá moldinni. Jóhann og Steef ásamt Dísunum sem koma fram, Bryndísi, Eydísi, Herdísi og Bryndísi. „Litríkir tónar“ er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, klukkan 15.15. Þá mun kvart- ettinn Dísurnar, skipaður Eydísi Franzdótt- ur óbóleikara, Bryndísi Pálsdóttur fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víólu- leikara og Bryndísi Björgvinsdóttur selló- leikara, ásamt Steef van Oosterhout slag- verksleikara, frumflytja nýtt verk eftir Jóhann G. Jóhannsson auk þess að flytja tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Rauta- vaara og Nino Rota. Verk Jóhanns og Snorra Sigfúsar voru samin sérstaklega fyrir flytjendurna, það fyrrnefnda í fyrra en hitt árið 2008. TÓNLEIKAR Í 15:15 SYRPU DÍSUR OG STEEF Á morgun, sunnudag, koma Hallveig Rúnars- dóttir sópran og Gerrit Schuil píanóleikari fram á tónleikum í Hannesar- holti. Á efnisskránni eru lög eftir Hugo Wolf við ljóð eftir Eduard Mörike. Tónleikarnir eru hluti af röðinni „Ljóðasöngur í Hannesarholti“ sem safnið stendur fyrir í samvinnu við Gerrit Schuil, en alls verða sex tónleikar í röðinni í vetur. Flytjendur hafa bæði getið sér gott orð fyrir flutning sinn á söngljóðum og á fleiri sviðum, Gerrit fékk til að mynda Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins fyrir flutning sinn og Ágústs Ólafssonar á ljóða- flokkum Schuberts árið 2010. Hallveig hlaut svo hin sömu verðlaun sem söngkona ársins í sígildri og samtímatónlist árið 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. TÓNLEIKAR Í HANNESARHOLTI LÖG EFTIR WOLF Hallveig Rúnarsdóttir Menning H ann hefur náð landi, líkt og skipbrotsmaðurinn í þrjátíu ára gömlu málverki hans. Með brimskaflinn á herðum sér eftir langt sund í ísköld- um sjónum. Synd væri að segja að Einar Hákonarson hefði verið dálæti myndlist- arelítu þessa lands undanfarna tvo áratugi enda hefur á köflum sviðið undan tungu hans og pensildráttum. Einar hefur aldrei gefið afslátt af skoðunum sínum og staðfastri trú á málverkið. Hann vísar iðulega fregnum af andláti þess alfarið á bug, þvert á móti sé málverkið óðum að ná vopnum sínum á ný og muni lifa. Um ókomna tíð. „Ég hef reynt að láta ekki stöðva mig. Mín sannfæring er ekki til sölu!“ segir Einar þegar fundum okkar ber saman á Kjarvals- stöðum, þar sem hann sýnir nú aftur eftir 21 árs hlé. Í millitíðinni hafa verk hans hvorki fengið inni á Listasafni Reykjavíkur né Listasafni Íslands. Ein birtingarmynd þess að málverkið hefur ekki átt upp á pallborðið hér um slóðir um býsna langt skeið. Mynd- list af öðrum toga hefur átt sviðið. „Auðvitað er ég ánægður með að sýna loksins í almennilegum sýningarsal aftur,“ segir Einar en tilefnið er ekki lítið, hann fagnar sjötugsafmæli sínu einmitt þennan dag sem viðtalið er tekið, 14. janúar. „Og það sem meira er, ég skynja í loftinu breyt- ingar. Ég hef lengi haldið því fram að mál- verkið myndi koma aftur upp af fullum þunga eins og hefur verið að gerast í lönd- unum allt í kringum okkur. Listasafn Reykjavíkur tekur nú þátt í þeirri þróun með þessari sýningu á mínum verkum og tveimur öðrum sýningum á næstunni; þeirri sem tekur við af mér hér á Kjarvalsstöðum og annarri í Hafnarhúsinu. Menn eru að sjá ljósið á ný.“ Um leið og allt er list er ekkert list Og það á kostnað hugmyndalistarinnar sem Einar spáði raunar aldrei löngum lífdögum. „Ég hef bent lengi á að hugmyndalistin yrði ekki langlíf. Alveg frá skólastjóratíð minni í Myndlista- og handíðaskólanum og öll lætin urðu út af nýlistadeildinni. Ég sá ekki ástæðu til að hafa sérstaka deild utan um þá stefnu enda myndi hún á endanum víkja. Það er að gerast núna, hugmyndalistin er á undanhaldi. Vandi hugmyndalistarinnar er sá að allt er orðið list, alls kyns athafnir. Og um leið og allt er list er ekkert list. Það seg- ir sig sjálft. Myndast hefur tómarúm og við þær aðstæður verður þörf fyrir málverkið á ný. Hugmyndalistin er öll. Það má fara að setja krossinn á leiðið.“ Einar segir listasöfnin loksins hafa áttað sig á þessu en því miður virðist Listaháskóli Íslands ekki ganga í sama takti. „Það er áhyggjuefni, Listaháskóli Íslands er bara gamla nýlistadeildin. Maður sér ekki nýja málara koma fram. Hefur þú séð þá?“ Einar gerir sér fulla grein fyrir því að skoðanir hans hafi ekki alltaf komið honum vel. Um þetta tjáir hann sig í einni af nýj- ustu myndum sínum, „Þöggun“, en þar getur að líta dapurlega fígúru í fjötrum. „Þar er ég að lýsa þeirri skoðun minni að menn þori oft ekki að tjá sig af ótta við að það bitni á þeim. Þetta gerir smæð samfélagsins. Ég hef skilning á þessu en deili á það um leið.“ Hann hefur fengið sig fullsaddan af hags- munapoti í samfélaginu. „Núorðið sé ég eng- an mun á hægri og vinstri pólitík. Það fer ekki mikið fyrir pólitísku hugsjónafólki, þetta eru fyrst og fremst hagsmunagæslumenn. Fyrir vikið missir almenningur svolítið trúna á okkar þjóðfélagsgerð. Meira að segja dómskerfið, samanber það sem Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur verið að vekja athygli á að undanförnu. Hann er að tala um grafalvarlegt mál en fær engin viðbrögð. Það þorir enginn. Annað nærtækt mál er dóm- urinn um loftið hér á Kjarvalsstöðum. Réðu vensl í réttinum þeirri niðurstöðu? Svo ég tali bara opið um þetta.“ Einar leggur til að við hreinsum til í kerf- inu. Það sé orðið alltof þungt í vöfum. „Svona lítil þjóð getur ekki haft allt og kök- unni er greinilega misskipt. Það er mesta meinsemdin í okkar þjóðfélagi – græðgin.“ Reisti tjald til að sýna málverk Í þeim töluðum orðum erum við truflaðir. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, og Berghildur Erla Bernharðs- dóttir, deildarstjóri markaðs- og kynning- armála, eru mætt með veglegan blómvönd í tilefni dagsins. Óska sínum manni innilega til hamingju. „Þetta er bara að verða eins og jarðarför,“ segir Einar glettinn en notar tækifærið til að þakka viðgjörninginn. „Þið eigið heiðurinn af því að hleypa mér hér inn aftur. Þakka ykk- ur fyrir.“ Einar sat síður en svo auðum höndum meðan á „útlegðinni“ stóð. Hann hefur sýnt verk sín úti um allar trissur, í minni listasöl- um og ýmsum öðrum húsakynnum, svo sem gömlum kaffibrennslum. Í eitt skipti reisti hann meira að segja tjald í Hljómskálagarð- inum í Reykjavík. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Þá rak Einar um tíma gallerí vestur á Eiðistorgi og byggði svo auðvitað heilan listaskála í Hveragerði. „Það hefur aldrei verið mitt markmið að þóknast mark- aðinum. Hann kemur til mín hafi hann áhuga á því sem ég er að gera. Sem betur fer hefur íslenskur almenningur alltaf verið duglegur að kaupa af mér málverk. Fyrir það er ég afskaplega þakklátur.“ Sala á málverkum dróst saman eftir hrun en Einar segir land aftur að rísa. „Annars kom hrunið ekki við mig. Hafði ekkert með mig að gera.“ Rekstur Listaskálans í Hveragerði var þungur og fór hann á endanum undir ham- arinn. Þar er nú Listasafn Árnesinga til húsa. „Louisiana-safnið í Kaupmannahöfn var fyrirmyndin að Listaskálanum. Hug- myndin var að byggja á menningarferða- mennsku og við fengum um þrjátíu þúsund gesti á ári sem er mjög gott. Ég hefði viljað byggja á þessum grunni og hugnaðist mjög áhugi listaverkasafnarans Sonju Zorilla á skálanum. Hún vildi kaupa skálann og gera hann að safni undir sitt merka málverkasafn en fékk það því miður ekki. Hefði þetta MÁLSVARI MÁLVERKSINS SNÝR AFTUR Mín sannfæring er ekki til sölu! PÚLS TÍMANS KALLAST YFIRLITSSÝNING Á VERKUM EINARS HÁKONAR- SONAR SEM OPNUÐ VERÐUR Í VESTURSAL KJARVALSSTAÐA Í DAG, LAUG- ARDAG, KL. 16. ÞAR MEÐ LÝKUR EYÐIMERKURGÖNGU EINARS, SEM VARÐ SJÖTUGUR Í VIKUNNI, EN HANN HEFUR EKKI SÝNT Í LISTASÖFNUM LANDSINS Í 21 ÁR. HANN MUN MÁLA MEÐAN HEILSAN LEYFIR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Málverkið „Þöggun“ fjallar um ótta manna við að tjá skoðanir sínar. Einari þykir það synd. * Núorðið sé ég enganmun á hægri ogvinstri pólitík. Það fer ekki mikið fyrir pólitísku hugsjónafólki, þetta eru fyrst og fremst hags- munagæslumenn. Fyrir vikið missir almenningur svolítið trúna á okkar þjóðfélagsgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.