Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 59
18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Höfundur bókarinnar Líf og dauði, hin sænska Karin Al- fredsson, nýtir reynslu sína af því að starfa í Afríku sem blaðamaður í skrifum sínum. Bókin fjallar um sænskan hjálp- arstarfsmann, Ellen Elg, sem reynir að aðstoða ungar konur sem fara í ólöglegar fóstureyð- ingar á vafasömum stöðum. Sumum blæðir út en öðrum er hægt að hjúkra til lífs. Frásögnin er óvægin og fjallar um konur sem búa við kúgun og skilyrði sem fæstir Vesturlandabúar þekkja nokk- uð til eða geta ímyndað sér. Formáli bókarinnar er stuttur en beittur: „Allt sem skiptir máli í þessari frásögn er satt. Allt sem minnir á raunveruleik- ann er hér birt af ásetningi.“ Barist fyrir lífinu Nýjasta bók franska rithöfundarins Michels Houelle- becqs, Soumission eða Undirgefni, kom út daginn sem íslamskir hryðjuverkamenn réðust inn á skrifstofur tímaritisins Charlie Hebdo og myrtu tólf manns. Á forsíðu þess tölublaðs tímaritsins, sem kom út þann dag, 8. janúar, var teikning af Houellebecq í tilefni af útkomu bókarinnar þar sem hann er látinn segja að 2015 muni hann missa tennurnar, 2022 muni hann halda upp á ramadan. Bókin hafði vakið mikið umtal í nokkrar vikur áður en hún kom út því að í henni komast múslimar til valda í Frakklandi. Þar lætur Houellebecq sósíalista og hægri menn fylkja sér að baki frambjóðanda múslima í kosningum til að koma í veg fyrir að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, verði forseti. Le Pen hefur sagt að bókin sé „skáldsaga sem dag einn getur orðið að veruleika“. Fyrir árásina sögðu gagnrýnendur að Houellebecq léki sér að eldinum. Daginn eftir árásina tilkynnti Houellebecq að hann hefði hætt við alla kynningu á bókinni. Viðtal við Hou- ellebecq var sent út á mánudagskvöld á sjónvarps- stöðinni Canal+. Viðtalið var tekið daginn eftir árás- ina, en útsendingu þess var frestað um nokkra daga. Þar vísar Houellebecq því á bug að bókin gæti ýtt und- ir ótta við íslam og segir að ábyrgð höfundar á afleið- ingum skáldskapar síns í raunveruleikanum sé engin. Hann láti ekki segja sér: „Þú ert frjáls, en sýndu ábyrgðarkennd.“ Málfrelsinu séu engin mörk sett. Ár- ið 2001 sagði Houellebecq í viðtali að „heimskustu trúarbrögðin eru, horfumst í augu við það, íslam“ og vakti uppnám. Houellebecq gefur lítið fyrir tilraunir öfgamanna til að eigna sér bók hans málstað sínum til framdráttar. „Sá sem getur eignað sér mig er enn ekki fæddur,“ segir hann og bætir við þegar Marine Le Pen er nefnd: „Hún ætti bara að reyna.“ Í Undirgefni er Frakkland undir stjórn Mohammeds Bens Abbes, sem er sonur kaupmanns frá Túnis og með gráðu frá elítuháskólanum École Nationale d’Ad- ministration. Hann vill líkjast Ágústusi Rómarkeisara og innleiða menningu Norður-Afríku og Tyrklands í Evrópu. Með fjárfestingu frá Mið-Austurlöndum er franskur efnahagur í blóma. Sjaríalög gilda, fjölkvæni er löglegt og konur hylja sig á almannafæri og gerast hús- mæður. Sögumaður gengur íslam á hönd til að halda stöðu sinni við Sorbonne. kbl@mbl.is Michel Houellebecq er þekktasti rithöfundur Frakka og hefur verið þýddur á flest tungumál af núlifandi höfundum landsins. Undirgefni er sjötta bók hans. AFP FRAMTÍÐARSÝN HOUELLEBECQS VELDUR ÓLGU Áhrifasaga saltarans, vegleg bók eftir Gunnlaug A. Jóns- son sem Hið íslenska bók- menntafélag gefur út, fjallar um Davíðssálma í sögu og samtíð. Gunnlaugur er pró- fessor í guðfræði og ritskýr- ingu Gamla testamentisins við Háskóla Íslands. Efni bók- ar hans er afar umfangsmikið og vitnað um víðtæk áhrif Sálmanna á flestum sviðum mannlífsins, jafnt í gyðing- dómi og kristni. Áherslan hér hvílir einkum á íslenskri sögu og tekin eru mörg dæmi um þau, til að mynda úr tónlist og kvik- myndum. Þá er þýðingasaga Saltarans rakin, allt frá Guð- brandsbiblíu til dagsins í dag. Gunnlaugur skrifar um saltarann Saltarinn og saga af ein- stökum strák NÝJAR BÆKUR VIÐAMIKIÐ VERK GUNNLAUGS A. JÓNSSONAR UM DAVÍÐSSÁLMA ER KOMIÐ ÚT. ÞÝÐINGAR Í KILJUFORMI TÍNAST NÚ Í HILLUR BÓKAVERSLANA OG MEÐAL ÞEIRRA LEYNAST MET- SÖLUBÆKUR OG MEISTARALEGAR FRUMRAUNIR. Bonita Avenue er fyrsta skáldsaga hollenska blaðamannsins og rit- stjórans Peters Buwalda. Hún segir af háskólarektornum Sigerius sem er stærðfræðisnillingur, júdómeist- ari og djassáhugamaður Líf hans er nokkurn veginn full- komið utanfrá séð. Hann á tvær uppkomnar stjúpdætur en sonur hans situr í fangelsi fyrir morð. Bonita Avenue er ágeng fjöl- skyldusaga um lygar og svik sem leiða til takmarkalausrar ógæfu. Fullkomið líf að flestu leyti Skáldsagan Undur (Wonder) sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn tróndi um tíma í efsta sæti metsölulista New York Times. Sagan segir af tíu ára stráknum Ogga sem þráir ekkert heitar en að vera venjulegur strákur og að fólk hætti að glápa á hann því hann er ekki eins og fólk er flest. Sagan er um vináttu, hugrekki og þrautseigju. Höfundur bókarinnar er R.J. Palacio en Undur er hennar fyrsta skáldsaga. Hún hafði um árabil starfað sem hönnuður og hannað fjölda bókakápa fyrir skáldsögur annarra áður en hún ákvað að skrifa sjálf bók. Kápu eigin bókar hannaði hún þó ekki sjálf. Þráir að vera venjulegur strákur BÓKSALA 7.-13. JANÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Heilsubók Röggu naglaRagnhildur Þórðardóttir 2 Íslenska fjögurRagnhildur Ricter, Sigríður Stefánsdóttir, Steingrímur Þórðarsson 3 Almanak Háskóla Íslands 2015Þorsteinn Sæmundsson 4 Bókfærsla 1Tómas Bergsson 5 Tungutak - MálsagaÁsdís Arnalds 6 Djúsbók - LemonJón Arnar Guðbrandsson/ Jón Gunnar Geirdal 7 Handbók um ritun og frágangÞórunn Blöndal 8 Danskur málfræðilykillHrefna Arnalds 9 Tíminn minn - Dagbók 2015Björg Þórhallsdóttir 10 Hvernig veit ég að ég veit!Björn Bergsson Íslenskar kiljur 1 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 2 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 3 ÓvinafagnaðurEinar Kárason 4 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir 5 MánasteinnSjón 6 OfsiEinar Kárason 7 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker 8 Gröfin á fjallinuHjört & Rosenfeldt 9 Þegar kóngur komHelgi Ingólfsson 10 SólstjakarViktor Arnar Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.