Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 36
símanum. Til þess arna brúkast ókeypis forrit í farsímann, CameraWindow, sem til er fyrir iOS og Android. Fræðilega er líka hægt að nota NFC, þ.e. leggja símann upp að myndavélinni og sjá: Síminn tengist sjálfkrafa vélinni eða sækir forritið ef það er ekki til staðar. Fræðilega segi ég vegna þess að þetta er brothætt fyrirbæri, tekst mjög vel stundum, en svo ekki eins vel í öðrum tilvikum. Þegar tenging er komin á er í sjálfu sér auðvelt að senda myndir á milli, til að mynda er nóg að smella á einn hnapp þeg- ar maður er að skoða myndir í vélinni, en það er líka flýtihnappur á hlið myndavél- arinnar til að ræsa WiFi-tenginguna á henni, en síðan þarf maður að tengjast sérstaklega í símanum. Það virkar, en er ansi klunnalegt – þetta verður væntanlega betra með tímanum. Eins og með aðrar nýlegar nettengd- ar Canon-vélar þá er hægt að senda myndir beint á samfélagsmiðla ef maður er í netsambandi á annað borð, þ.e. það þarf ekki síma ef það er opið þráðlaust net til staðar, en það þarf þá að vera í gegnum sérstaka þjónustu Canon, iMage Gateway, sem tekur við myndinni og sendir áfram. Varla þarf að taka fram að maður þarf að vera skráður hjá iMage Gateway til að geta notað þjónustuna, en það kostar ekkert. Í iMage Gateway er líka boðið upp á mynda- albúm á netinu, en skrá þarf hverja vél sérstaklega með framleiðslunúmeri til að lesa myndir af henni í albúmið. Hvað myndskeið varðar þá er hægt að taka upp Full HD vídeó með stereóhljómi. Hægt er að taka upp 30 eða 60 ramma á sekúndu í 1080p, eða 30 ramma á sek. í 720p eða VGA-upplausn. Skráarsniðið er MP4. Það fer eftir upplausninni hvað hægt er að taka upp langan tíma í einu, því vélin tekur upp í 4 GB skráarstærð í einu sem er í kringum korterið fyrir mestu gæði. Canon PowerShot G7X kostar 124.900 kr. í vefverslun Nýherja. Stærð myndflögu myndavélar er lykil-atriði, en sú vísa verður aldrei of oftkveðin að fleira skipti miklu máli, til að mynda myndvinnsluörgjörvinn og linsan, svo það helsta sé nefnt. Canon PowerShot G7X er ný af nálinni, kom á markað í sept- ember síðastliðnum, og þar fer flest saman; stór myndflaga, öflugur örgjörvi og fram- úrskarandi linsa, aukinheldur sem hún er einkar nett og meðfærileg. Það vakti mikla athygli ljósmyndara þeg- ar Sony kynnti Cyber-shot DSC-RX100 vél sína fyrir hálfu þriðja ári, enda státaði vélin sú af óvenju stórri myndflögu, 1", sem gaf 20,2 MP myndir. Engin sambærileg vél var þá til á markaði og ekki heldur þegar DSC-RX100 II kom á markað ári síðar með end- urbætta mynd- flögu með svo- nefnda BSI-myndflögu sem eykur ljósnæmi flög- unnar umtalsvert án þess að það komi nið- ur á upplausninni. DSC-RX100 III kom svo á markað sl. sumar. Því er þetta rifjað upp hér að nýja G7X- vélin er er með samskonar myndflögu og Sony DSC-RX100 III og því fyrsta vasa- vélin sem keppir beinlínis við hana. Hún er þó engin eftirherma, því Canon fer sínar leiðir eins og við var að búast. Eins og getið er er aðeins hægt að fletta skjánum á bakinu upp um 180 gráður en ekki niður eins og á sumum sambærilegum vélum. Ekki er það galli að mínu viti, en á honum er gríðarlegur kostur sem er að hann er snertiskjár. Fyrir vikið er hægt að hafa á honum snertifókus sem hægt er að kveikja á með því að þrýsta á skjáinn og eins að slökkva á honum aftur, þ.e. ræsa sjálf- virkan fókus að nýju, með því að þrýsta aftur á sama stað. Þetta er líka hægt þegar myndskeið er tekið upp, en skjár- inn nýtist náttúrlega líka þegar maður er að skoða myndir, sýsla með stillingar eða slá inn texta svo dæmi sé tekið. Svona verða allar vélar! Hlutföllin á skjánum eru 3:2 sem er sama hlutfall og á myndflögunni (og sama hlutfall og á Canon EOS vél- unum). Vélin er merkilega lítil í ljósi tæknilegrar útfærslu hennar; 103 x 60 x 40,4 mm og 304 g að þyngd – ekki beinlínis létt, en þó passlega létt. Mér fannst fínt að taka á henni, þó hún hefði kannski mátt vera að- eins þykkari hægra megin, með smá meira gripi að framan, en þá færi hún náttúrlega ekki eins vel í vasa. Áferðin á henni er ekki alveg slétt og fyrir vikið er betra að halda á henni en ella. Líkt og flestar nýjar vasavélar er G7X með mikið innbyggt þráðlaust net og reyndar líka með NFC-snertilausnina. Þráð- lausa tengingin gefur kost á að senda myndir í síma, sækja GPS-upplýsingar og líka að stýra myndavélinni með far- SVONA VERÐA ALLAR VÉLAR ÞAÐ ER KÚNST AÐ SMÍÐA MYNDA- VÉL SEM ER Í SENN HÁTÆKNILEG MEÐ STÓRA MYNDFLÖGU OG LÍTIL, NETT OG MEÐFÆRILEG. NÝ CANON-VÉL, G7X, FELLIR ALLT Í EINN PAKKA. Speglun á Ingólfstorgi - myndin er tekin á Canon PowerShot G7X . * Eins og getið er þá er myndflagan í vélinni óvenjustór fyrir svo litla vél; 1", eða13,2 x 8,8 mm, sem gefur myndir upp á 5.472 x 3.648 díla - 20,2 Megapixel. Hún er með baklýst BSI CMOS, og býður meðal annars upp á ljósnæmi allt að ISO 12.800. Linsan er nýrrar gerðar, 8,8 - 36,8 mm, ljósopið f/1,8 - f/2,8 sem er býsna gott á ekki dýrari og ekki stærri vél. Aðdráttur er 4,2x. * Skjárinn á bakinu er 3" og hægt að setja hann upp um 180 gráður eins og getiðer um hér til hliðar, sem auðveldar eðlilega að taka sjálfsmyndir, en þó það sé ekki hægt að fletta honum niður er náttúrlega hægt að nota hann til að taka myndir yfir hindranir með því að snúa myndavélinni á hvolf og þá liggur hnappurinn til að smella af vel við þumalfingri vinstri handar. * Flassið á henni er fellt niður í efri brú hennar og á hliðinni er hnappur til aðhleypa því upp. Það gefur þokkalega birtu, en Canon gefur upp 0,5-7 metra drægni með sjálfvirkt ISO. Rafhlaðan í vélinni endist miðlungi vel, Canon gefur upp 210 mynd- ir, sem er líklega hámark, svo það getur komið sér vel að hafa aukarafhlöðu í vasanum. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Morgunblaðið/Ómar Græjur og tækni *Íþróttamerkið Nike hefur tilkynnt aðá árinu 2015 kynni það nýja, sjálf-reimaða skó, líkt og skóna úr kvik-myndinni Back to the Future III.Skórnir bera heitið Nike Air MAG.Skórnir reima sig sjálfir líkt og þeirsem Marty McFly klæddist í kvik-myndinni þegar hann ferðaðist til árs- ins 2015. Sjálfreimaðir skór frá Nike
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.