Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 50
ekkert út af bregða. Í kjölfar mikilla vin- sælda lagsins var ákveðið að gefa út mynd- band í miklum flýti. Þegar talið berst að því hrista þær allar sem ein hausinn og spara ekki stóru orðin. K: „Æðibunugangurinn var mikill og skipulagið ekkert og útkoman var gjör- samlega hörmulegt myndband. Við það bættist svo að ímynd Íslands á nákvæmlega þessum tíma var ekki góð, þar sem umræð- an um hvalveiðar var mjög hávær. Vegna þess var reynt að draga úr ímynd okkar sem Íslendinga, sem hafði alltaf verið stór hluti af sérstöðunni. Þetta tvennt ásamt samskiptaörðugleikum við breska umboðs- manninn okkar varð til þess að við náðum aldrei að taka næsta skref í Bretlandi.“ Millibilsástand Eftir að Bretlandsævintýrinu lauk var ljóst að Emilía væri á leiðinni úr bandinu og fjár- hagsstaðan í fyrirtækinu var slæm eins og á fleiri stöðum í íslensku samfélagi. „Við vissum að við værum komnar að tímamótum og þarna tókum við allar þrjár tímabundið að okkur störf í öðrum geirum en tónlist í fyrsta sinn í langan tíma. Samt held ég að við þrjár höfum allar vitað að við myndum láta reyna á samstarfið aftur. Frá ársbyrjun 2008 vorum við byrjaðar að safna peningum til að komast aftur út. Þá hafði okkur verið sagt að langsterkasti möguleik- inn okkar væri að taka þátt í breska X- Factor og við ákváðum að gera það um haustið og vorum búnar að skipuleggja ferð til Bretlands þegar örlögin gripu í taumana,“ segir Klara Bróðir Ölmu, Daði Guðmundsson, sem er búsettur í San Francisco, hafði látið Ólöfu Valsdóttur óperusöngkonu vita af því að stelpurnar vildu halda áfram að reyna fyrir sér erlendis. Ólöf hafði fengið geisladisk með tónlist þeirra og komið henni í hendurnar á nokkrum umboðsmönnum. Einn þeirra, Rip Pelley, kolféll fyrir tónlistinni og vildi heyra í þeim strax. „Við vorum staddar á hlustendaverðlaun- um FM 95,7 á laugardagskvöldi, búnar að panta flugmiða til London, til að taka þátt í breska X-Factor, þegar við fengum að vita þetta. Daginn eftir talaði ég við Pelley í síma og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Alma. Þegar ljóst var að dyr væru að opnast að stærsta tónlistarmarkaði heims settu Alma, Steinunn og Klara allt á fullt. Nú skyldi samin tónlist, þannig að þegar þær kæmu út til Los Angeles yrðu þær klárar með full- unnið efni. Hljómsveitin var nú aðeins með þrjá meðlimi í stað fjögurra og þar sem mikið vatn hafði runnið til sjávar og áherslur breyst var ljóst að það þyrfti að skipta um nafn á sveitinni. Í níu mánuði höfðu þær verið samskiptum við umboðsmanninn ytra án þess að hitta hann nokkru sinni og voru farnar að kalla hann Charlie sín á milli, með tílvísan í Char- lies Angels. Ofan á varð því nafnið The Charlies. Árið 2009 komst alvöru skriður á málin og þær fóru loks út til Los Angeles, meðal ann- ars til þess að hitta yfirmenn plötufyrirtæk- isins Hollywood Records. „Við mættum þarna skjálfandi á beinun- um, ein af okkur fárveik og uppfullar af stressi. Forstjórinn sjálfur tók á móti okkur á skrifstofunni sinni, þar sem okkur var boð- ið upp á viskí og spurðar hvort við værum ekki klárar í slaginn. Okkur var boðið að syngja á staðnum, sem við gerðum. Þrírödd- uð lög án undirleiks og í kjölfarið var okkur boðið að skrifa undir samning á staðnum. Okkur fannst við hafa himin höndum tekið og vorum alsælar. En eftir á að hyggja hefði fólkið í kringum okkur átt að ráðleggja okk- ur betur. Þegar þú færð samning á borðið áttu að fara með hann í öll önnur möguleg plötufyrirtæki og bíða með ákvörðun, í stað þess að skrifa strax undir eins og við gerð- um,“ segir Steinunn. Í litlu stúdíói með Bruno Mars En samningurinn var orðinn að veruleika og nú var ljóst að þær þyrftu að flytjast búferl- um til Bandaríkjanna og eins og þeir sem það hafa gert vita, er ekki hlaupið að slíku ferli. Það var ekki fyrr en 8. maí 2010 sem þær fluttu endanlega út, þegar loks hafði tekist að klára að hnýta lausa enda, fá dval- arleyfi og fleira í þeim dúr. Hið nýja líf byrjaði strax skrautlega. ,,Daginn sem við fluttum til Bandaríkj- anna hafði rétt nýlega gosið í Eyjafjallajökli, þannig að við þurftum að fljúga til Glasgow, þaðan til Akureyrar, þaðan til Seattle og svo til Los Angeles,“ segir Steinunn hlæjandi og rifjar það upp að þegar tekið hafi verið á móti þeim í LA til að kaupa handa þeim húsgögn hafi þær verið svo úrvinda að þær hafi vart vitað í þennan heim eða annan. En fall er fararheill og ekki leið á löngu þar til vinnan var hafin. „Við byrjuðum strax að vinna í stúdíói 10 tíma á dag eftir að hafa skrifað undir samn- ingana. Plata sem upphaflega átti bara að innihalda 4 lög varð að 10 laga plötu,“ segir Klara. Það var miklu tjaldað til og meðal annars sótt í smiðju tónlistarmanns og laga- höfundar sem menn bundu miklar vonir við. „Plötufyrirtækið fékk Bruno Mars til liðs við okkur og við fengum 6 lög frá honum og völdum tvö af þeim. Hann var á þessum tíma að selja lög inn í plötuútgáfur og þetta var einn af þeim samningum. Við eyddum nokkrum dögum í litlu stúdíói með Bruno Mars og lagateyminu hans. Það var frábær reynsla,“ segir Steinunn. Bruno Mars er í dag einn þekktasti tón- listarmaður heims og sem dæmi má nefna að einstök lög eftir hann hafa fengið meira en 600 milljón áhorf á youtube. Þarna var hann við það að taka stökkið inn í heims- frægð. „Við tókum upp lögin með honum rétt áð- ur en hann „meikaði“ það. Lagið Beautiful Girls kom út örstuttu seinna og þá var ekki aftur snúið,“ segir Alma. Erfiðleikar banka á dyrnar Það er kannski gott dæmi um hve tónlist- arbransinn er flókinn að þó að vilji væri fyr- ir því að nota tækifærið nú og stökkva á þann vinsældavagn er ekki hlaupið að því. Lögin eru til, en það er ekki hægt að gefa þau út án alls kyns leyfa sem erfitt yrði að fá. Eins vel og ævintýrið í Los Angeles byrjaði leið ekki á löngu þar til vandamál stúlknabandsins Charlies fóru að láta á sér kræla. Ólíkt því sem margir gera sér í hug- arlund er tónlistarbransinn í Los Angeles al- gjör frumskógur og það að fá plötusamning er alls ekki ávísun á að hlutirnir gangi upp, þó að auðvitað skipti það miklu máli. ,,Hollywood Records er risafyrirtæki og innan fyrirtækisins er pólitík þar sem allir eru að reyna að koma sínu efni að. Þannig getur þú lent í því að þeir sem eru að vinna með þitt efni verði kannski undir í þeirri pólitík og þá skipta hæfileikar litlu máli,“ segir Steinunn. „Hæfileikar skipta máli, en þeir eru bara brotabrot af því sem þú þarft í þeirri veg- ferð að verða vinsæll tónlistarmaður á risa- stórum markaði. Þú þarft vissulega hæfileik- ana, en þú þarft svo margt annað líka, ekki síst að hafa rétta fólkið með þér í liði,“ segir Klara. Margir tónlistarmenn þekkja þessa stöðu. Að halda að þeir hafi himin höndum tekið með því að fá plötusamning hjá stóru fyr- irtæki, en svo tekur við eyðimerkurganga þar sem ekkert gerist. Á sama tíma má listamaðurinn lítið sem ekkert gera án þess að fyrirtækið samþykki það. Það er engin ein einföld skýring á því að þær náðu ekki að taka næsta skref þarna, en það náðist ekki samstaða innan fyrirtækisins um hvaða lag ætti að gefa út fyrst og smám saman fundu þær áhugann innanhúss fjara út. Allar eru þær þó sammála um að þær hefðu náð mun lengra ef þær hefðu haft jafnöflugt teymi í kringum sig og nokkrum árum fyrr í Bretlandi. En skemmst er frá því að segja að í janúar 2011 vissu þær að tími væri til komin að reyna að losa sig undan samn- ingum og róa á ný mið. En þar sem þær voru með flugmiða, atvinnuleyfi og íbúð í Los Angeles voru þær staðráðnar í að gefa Nylon stigu nokkrum sinnum á stokk á Wembley Arena í Bretlandi. Þær hituðu upp meðal annars fyrir Westlife og Girls Aloud sem voru meðal vinsælustu poppsveita á sínum tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Stelpurnar æfðu stíft fyrir atriði sín á Wembley og var mikil vinna lögð í að gera þau sem glæsi- legust. Þær eru fyrstu Íslendingarnir sem hafa stigið nokkrum sinnum þar á svið. Morgunblaðið/ÞÖK Þegar Nylon gaf út plötuna 100% Nylon kom út bók um sögu hljómsveitarinnar á sama tíma. Hér sjást stelpurnar árita bókin sem bar sama nafn og platan. Morgunblaðið/Golli Lag hljómsveitarinnar, Sweet Dreams, náði toppsæti breska danslistans. Listinn er valinn af plötusnúðum margra af vinsælustu dansstöðum Bretlands og var mikill sigur. Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.