Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 22
Í janúar verður þrá fólks eftir meira meinlætalífi áberandi eftir ofgnótt des- embermánaðar með sínu veisluhaldi og smákökunarti. Áramótaheitin halda ennþá, allavega sum, og mörg eru á þá leið að það eigi að efla heilsuna og mjókka mittið. Það er vissulega heillandi tilhugsun að það sé hægt að skola mat- arsyndunum í burtu með því að fara á sa- fakúr og hreinsa líkamann með einhvers konar „detox“-meðferð. Hér verður ekki lagt mat á hvort safa- drykkja láti manni líða betur en víst er að heilbrigður líkami er fullfær um að hreinsa sig sjálfur. „Það eru tvær tegundir af afeitrun. Önnur er í lagi og hin ekki,“ segir Edz- ard Ernst, prófessor í læknisfræði við Ex- eter-háskóla í Bretlandi, í samtali við breska dagblaðið Guardian í nýlegri grein. Hann útskýrir síðan að sú sem virki sé afeitrun hjá eiturlyfjafíklum. Hann segir að ef eiturefni safnist upp á þann hátt að líkaminn geti ekki losað sig við þau sé maður líklega dauður eða í bráðri þörf fyrir læknisaðstoð. „Heilbrigður líkami er með nýru, lifur, húð og meira að segja lungu sem eru að hreinsa líkamann stöð- ugt. Það er ekki vitað um neina leið, allra síst í gegnum afeitrunarmeðferðir, sem lætur eitthvað sem virkar fullkomlega í heilbrigðum líkama starfa betur,“ segir hann. Rannsóknir lágu ekki að baki Margt í kringum sölumennsku á heilsuvör- um snýst um eiturefni í líkamanum sem þurfi að losna við. Sjaldnast er minnst á nákvæmlega hvaða efni það eru, ef svo væri ætti að vera hægt að mæla þau fyrir Getty Images/iStockphoto HEILBRIGÐUR LÍKAMI HREINSAR SIG SJÁLFUR Afeitrun er óþarfi HEILBRIGÐUR LÍKAMI ER FULLFÆR UM AÐ HREINSA SIG SJÁLFUR EN ENGU AÐ SÍÐUR HEILLA ÝMISS KONAR SAFAKÚRAR OG PILLUR LANDANN Í JANÚAR ÞEGAR ÞÖRFIN FYRIR MEINLÆTALÍF OG MJÓRRA MITTI VERÐUR KNÝJANDI EFTIR DESEMBERSUKKIÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is og eftir afeitrun til að skera úr um áhrif meðferðarinnar eða efnanna. Breskir vísindamenn í vinnu fyrir sam- tökin Sense about Science höfðu árið 2009 samband við framleiðendur fimmtán vara sem seldar voru í apótekum og mat- vöruverslunum undir for- merkjum hreinsunar og afeitrunar. Vörurnar voru allt frá pillum til drykkja og hársápa. Þegar vísindamennirnir spurðu um rann- sóknirnar sem lágu að baki auglýsingunum gat ekki einn einasti framleiðandi útskýrt hvað hann átti við með afeitrun eða greint frá því hvaða efni ættu að hreinsast út. Ernst er sér- staklega mótfallinn ristilhreinsunum. Hann segir hreint út að verið sé að misnota trúgjarnt fólk. „Þetta spilar inn á eitthvað sem við vildum öll eiga, einfalda lausn sem frelsar okkur frá syndum okkar,“ seg- ir hann. Embætti landlæknis er á sama máli, að því er kemur fram í greinargerð um „de- tox“-meðferð Jónínu Benediktsdóttur árið 2010. „Líkaminn sér að jafnaði sjálfur um að hreinsa út eiturefni. Sé haldið fram að slíkt sé hægt með því að skola neðsta hluta ristilsins þarf að sýna fram á vís- indarannsóknir sem styðja slíkt, en þær hafa ekki komið fram,“ segir þar og einn- ig: „Ristilskolun er inngrip í líkama fólks og ætti eingöngu að vera á höndum heil- brigðisstarfsfólks og eingöngu þegar rétt- mæt ábending er fyrir slíku.“ Mikilvægt að vanda valið Þar segir ennfremur: „Gildi hreyfingar og holls mataræðis er öllum kunnugt. […] Sama á við um ráðleggingar um hollt mataræði, sem byggðar eru á eðlilegum manneldissjónarmiðum. Enginn vísinda- grunnur er hins vegar fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðlilegra en að blóðsykur og kólesteról falli. Það eru svo augljós og algild sannindi að óþarfi er að rannsaka það sérstaklega.“ Það er alveg ljóst að gott mataræði hef- ur mikið að segja um heilsuna ásamt hreyfingu. Því ber að vanda valið vel en á sama tíma falla ekki fyrir öllum pillunum og kúrunum sem verið er að reyna að selja okkur, sérstaklega í janúar. Grænmetisdrykkur er góð viðbót við mataræði en það er ekki síður gott að borða grænmeti hrátt. Getty Images/iStockphoto Heilsa og hreyfing *Næringarger er óvirkt ger, sem er ekki notaðí bakstur. Það er notað sem krydd til aðbragðbæta grænmetis- og hráfæðisrétti ogþykir gefa góðan keim sem minnir á osta-eða hnetubragð. Gerið er mjög ríkt að B-vítamínum og hátt hlutfall orkunnar kemurúr próteinum. Það er oft bætt með B12, sem kemur sér vel fyrir þá sem fylgja ströngu veg- an-mataræði. Næringarger til að bragðbæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.