Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 12
* Góður og gegn Dalamaður sagði að þegar hannætti leið í Dali og sæi Baulu, þá fyndist honumhann vera nánast kominn heim. Reynir Ingibjartsson í Skessuhorni Landið og miðin 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 UM ALLT LAND AKUREYRI Bæjarbúar geta sótt sér grófan sand til hálkuvarna á nokkrum stöðum í bænum en Sand sunnan R arframkvæmdamiðstöðin er til húsa og við grenndarstöðv norðan v Ráðhúsið, við Bónus í Naustahverfi, í Sunnuhlíð og við Skautahöllina. NESKAUPSTAÐUR Stefnt er að þv sumarið 2016, allt að 160 börn. GRUNDARFJÖRÐUR Grundarfjarðarbær hefur ákveðið að efna á ný til ljósmyndasamkeppni á þessu ári, í sjötta sinn. Vel hefur þótt takast til og bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur myndir sínar birtar. Myndefni samkeppninnar í ár er Gestir og gangandi og myndirnar verða að gnan sveitarféla smarka. Samkepvera teknar in pnin stendur til 30. september 2015 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar, 50.000, 30.000 og 20.000 kr. HVOLSVÖLLUR Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhv krónur að gjöf úr Minningarsjóði G upphæðin notuð til afþ r vistmenn. Sjóðfyri Lágafelli í Austur-L eru Sólveig E B miðju á sýningu sinni í Safnahúsi lki á öllum aldri er boðið að k ál undir leiðsögn, ókeypis. „K ykkar, vatnslitina, tilheyran Kol og teiknipappír er á s sérstaklega hvattir til að k áhugasamir um að teikna! Þessi heiður kom okkur mikið áóvart, það er ábyggilegt.Ómar Garðarsson og Gísli Valtýsson hjá Eyjafréttum komu til okkar tveimur dögum áður en þetta var gert opinbert, okkur hafði nú aldrei dottið í hug að þessi heiður ætti eftir að falla okkur í skaut. Já, já, auðvitað erum við stolt, en ég held að ástæðan sé fyrst og fremst velgengni barnanna okkar sjö,“ seg- ir Sjöfn Kolbrún Benonýsdóttir í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir út- nefndu í byrjun ársins hjónin Sjöfn Kolbrúnu og Gísla Matthías Sig- marsson og fjölskyldu sem Eyja- menn ársins 2014. „Þegar við höfum valið Eyjamann ársins undanfarin ár höfum við gjarnan litið yfir feril viðkomandi til lengri tíma, enda gerast góðir hlutir hægt. Líka höf- um við stundum litið á Eyjamann ársins sem eins konar samnefnara, þann sem stendur í stafni sinnar skútu með áhöfn sér við hlið. Þann- ig er því farið í ár. Eyjamenn ársins eru alþýðufólk sem í ár eru reyndar karlmaður og kona og eru hjón; sem hafa gefið Eyjunum mikið, lagt af mörkum sjö börn, sem öll utan eitt búa í Eyjum og reka hér sér- lega myndarleg fyrirtæki. Eina barn þeirra hjóna sem ekki býr í Eyjum er hins vegar tengt Eyjunum órjúf- anlegum böndum og sinnir störfum á höfuðborgarsvæðinu fyrir fyrir- tæki sem hann á hlut í ásamt tveim- ur bræðra sinna hér í Eyjum,“ sagði Ómar Garðarsson ritstjóri, þegar formlega var tilkynnt um val- ið. Þau Sjöfn Kolbrún og Gísli Matt- hías eru bæði 77 ára. Gísli Matthías var sjómaður mestalla sína starfs- ævi og rak útgerð til margra ára. „Ég var svo með bókhaldið fyrir út- gerðina. Þegar krakkarnir voru sofnaðir, fór ég gjarnan í bílskúrinn, felldi net og fleira sem þurfti að gera fyrir næsta róður. Við vorum saman í útgerðinni og auðvitað var vinnudagurinn oft langur, því er ekki að neita. En þetta blessaðist allt saman, fjölskyldan hefur alltaf verið óskaplega samheldin og fyrir það er ég þakklát,“ segir Sjöfn Kol- brún. Á sama stað í hálfa öld Eyjamenn ársins hafa alla tíð búið og starfað í Eyjum. „Að vísu vorum við uppi á fastalandi í nokkra mán- uði, eins og svo margir í kjölfar gossins. En við snérum heim eins fljótt og hægt var, það kom ekkert annað til greina. Við byggðum hús ung að aldri við Faxastíg og höfum búið í því nærri allan okkar búskap. Tíminn hefur flogið áfram, við höf- um víst búið hérna í nærri hálfa öld.“ Eins og fyrr segir búa sex barna þeirra hjóna í Eyjum. „Þau fluttu um tíma til Reykjavíkur í tengslum við nám og svoleiðis. Núna eru sex þeirra komin til baka, en Gísli, sem er þyrluflugmaður býr í borginni. Hann er að vísu með annan fótinn hérna og tekur þátt í markaðsstarfi fyrirtækis tveggja bræðra sinna, sem heitir Grímur kokkur. Sigurður rekur veitingastaðinn Gott og Katr- ín, eina systirin, rekur ásamt börn- um sínum veitingastaðinn Slippinn í gamla Magnahúsinu. Hvernig sem á því stendur, eru öll börnin okkar einstaklega framkvæmdasöm. Það hefur ræst vel úr þeim öllum, til allrar guðsblessunar.“ Umhverfið mótaði krakkana Sjöfn Kolbrún er ekki í vafa um að umhverfið í Vestmannaeyjum hafi mótað börn þeirra hjóna. „Já, ég er sannfærð um það. Þau voru nú ekki há í loftinu þegar þau fóru að vinna sér inn smáaur. Strákarnir og dótt- irin voru mikið á bryggjunum og fylgdust með atvinnulífinu og ef þau voru ekki þar heilluðu fjöllin og klettarnir. Það voru nú bara tveir yngstu synirnir sem fóru á leik- skóla, en þeir struku þaðan fljótlega. Þeim líkaði ekki að vera lokaðir inni og gripu því til þess ráðs að strjúka. Þeir voru samt sem áður sendir til baka og sættu sig við dvölina. Eldri krakkarnir fóru aldrei á leikskóla, enda tíðkaðist slíkt ekki í þá daga.“ Sjöfn Kolbrún hugsar sig ekki lengi um þegar hún er beðin um heilræði til ungra foreldra. „Þú lærir ekki uppeldi af bókum og þetta er enginn galdur, skal ég segja þér. Það er bara að vera alltaf til staðar, til dæmis þegar börnin koma heim úr skólanum. Mínir krakkar komu oft- ast með vini sína hingað á Faxa- stíginn, þetta var stundum eins og félagsheimili. Ég vil meina að börnin mín hafi fengið staðgott uppeldi. Númer eitt er að leyfa blessuðum ungunum að njóta sín. Við eru stolt af börnunum okkar og barnabörn- unum fer fjölgandi. Lífið hefur á vissan hátt leikið við okkur.“ EYJAMENN ÁRSINS HJÁ EYJAFRÉTTUM Ræst vel úr þeim öllum HJÓNIN SJÖFN KOLBRÚN BENONÝSDÓTTIR OG GÍSLI MATTHÍAS SIGMARSSON VORU ÚTNEFND EYJAMENN ÁRSINS 2014. SEX AF SJÖ BÖRNUM ÞEIRRA BÚA Í EYJUM. Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Gísli Matthías Sigmarsson og Sjöfn Kolbrún Benediktsdóttir hafa búið í Vestmannaeyjum nánast alla tíð. Sex börn hjónanna voru viðstödd útnefn- inguna. Frá vinstri: Sigurður, Grímur Þór, Frosti, Katrín, Sjöfn Kolbrún, Gísli, Benóný og Sigmar. Á myndina vantar soninn Gísla Matthías. Ljósmynd/Sæþór Vídó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.