Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 55
inu. Ég hef varið sl. tuttugu árum innan leik- húsheimsins og auðvitað er ég afurð fortíðar minnar. Þessi reynsla hefur vitanlega áhrif á áhugasvið mitt, samskipti mín við annað fólk og vinnuna mína. Ég er heillaður af mann- eskjunni og heillast af samskiptum fólks og ég er sannfærður um að mannleg samskipti séu sérlega góð leið til að miðla norrænu sam- starfi. Leiktextar eru mikilvægur hluti af leikhús- inu. Þegar ég starfaði hjá DR las ég ógrynni af handritum og kynntist mörgum leik- skáldum og rithöfundum á öllum aldri. Í því starfi mínu öðlaðist ég dýrmæta reynslu í því að lesa handrit og geta rökstutt hvaða verk voru valin til framleiðslu og hver ekki. Á sama tíma jókst virðing mín í garð höfunda mjög mikið, því rithöfundarstarfið er mjög einmana- legt starf en á sama tíma spennandi. Hjarta Norræna hússins er bókasafnið og textar eru miðlægir í þessu húsi. Mér fyndist spennandi ef hægt væri að gera meira af því að miðla textum á margvíslegri hátt. Þetta helst aftur vel í hendur við íslenska menningu, því hér eru bæði mjög margir sem skrifa og ennþá fleiri sem lesa sér til yndis og ánægju. Ég ímynda mér að bókmenntir í víðum skilningi gegni eftir sem áður mikilvægu hlutverki í þessu húsi,“ segir Harder og bendir á að það styrki einnig Norræna húsið sem bókmennta- hús að það hýsir skrifstofur barna- og ung- lingabókmenntaverðlauna sem og bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, en sú breyting tók gildi sl. haust. „Ég fagnaði því ákaft þegar þessi ákvörðun var tekin, því þetta styrkir tengslin við bókmenntirnar.“ Þú ert menntaður leikari og hefur sjálfur starfað sem listamaður á milli þess sem þú hefur tekist á við krefjandi stjórnunarstörf. Fer þetta vel saman? „Innra með mér hefur alltaf verið ákveðin togstreita milli þess að vera skapandi lista- maður annars vegar og skipuleggjandi hins vegar. Allt frá unga aldri hefur mér fundist mikilvægt að taka virkan þátt í samfélaginu og skipulagningu þess samtímis því sem ég hef haft gaman af því að setja upp leiksýn- ingar og spila tónlist,“ segir Harder sem lærði bæði á þverflautu og saxófón. „Þverflautan hafði að lokum betur, því mér fannst svo gam- an að spila kammermúsík. Mér finnst því ekki leiðinlegt að salur Norræna hússins hentar sérdeilis vel til flutnings á kammertónlist,“ segir Harder og tekur fram að sig langi til að nýta salinn betur til tónlistarflutnings. „Þegar ég kláraði menntaskólann langaði mig að mennta mig sem leikari, en óttaðist að vera ekki nógu góður. Mig dreymdi líka um að ferðast og datt í hug að sniðugt gæti verið að verða sendiherra því þá gæti maður unnið við það að ferðast um heiminn í vinnuskyni. Ég hringdi því í utanríkisráðuneytið og spurði hvernig maður yrði sendiherra. Sá sem svar- aði símanum hló góðlátlega að mér og út- skýrði síðan að flestir sendiherrar væru fyrr- verandi stjórnmálamenn en aðrir væru lögfræðimenntaðir,“ segir Harder sem las í framhaldinu lögfræði í eitt ár áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni. Þá lá leiðin til Parísar þar sem hann lærði hjá Philippe Gau- lier og Monicu Pagneux um árs skeið. „Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun að helga mig leiklistinni á sínum tíma. Árið í París var stór- kostlegur tími því þar fékk ég tækifæri til að vera í læri ásamt ungu fólki frá öllum heims- ins hornum. Um tvítugt sótti ég um ýmsa leiklistarskóla í Englandi og komst inn í Drama Centre London (DCL) sem á þeim tíma var draumaskólinn minn. Ég valdi þenn- an skóla af því að ég hafði heyrt að hann væri erfiðastur og gerði mestu kröfurnar til nem- enda sinna, auk þess sem útskrifaðir nemar skólans plumuðu sig í framhaldinu mjög vel,“ segir Harder og rifjar upp að veran í DCL hafi verið sér mjög lærdómsrík. Drullaðu þér til Danmerkur „Öll nálgunin hjá Philippe Gaulier var mjög húmanísk og námið einkenndist af leik og áherslu á góða samvinnu. Þessu var þveröfugt farið í DCL því þar var sýnin á manneskjuna nánast fasísk og nemendur barðir áfram af óttanum við mistök. Við vorum stöðugt minnt á það að þeim sem stæðu sig ekki nógu vel yrði vísað úr námi og mistök væru til merkis um illt innræti nemenda. Við lifðum því í sí- felldum ótta og daglega mátti sjá grátandi nemendur sem höfðu fengið að vita þeir væru ekki nógu góðir. Nemendur þorðu ekki að ræða ótta sinn og vanlíðan hverjir við aðra. Við áttum stöðugt að sanna ágæti okkar og að við værum nógu sterk,“ segir Harder og nefn- ir tvö atvik sem enn sitji í sér. „Ég man eftir einum balletttíma þegar stúlkan við hliðina á mér slasaði sig og féll æpandi af kvölum í gólfið. Kennarinn hélt kennslunni áfram og ekkert okkar þorði að hjálpa henni. Eftir tíu mínútur hjálpuðu tveir samnemendur henni og voru fyrir vikið skammaðir heiftarlega af kennaranum sem var brjálaður yfir því að þeir hefðu truflað kennsluna. Ég man að ég hugsaði á sínum tíma að þetta væri brjálæði og að ég gæti ekki samþykkt svona meðhöndlun á mann- eskjum. Í annað skipti flaug fugl inn um op- inn gluggann á kennslustofunni. Fuglinn flögraði rétt fyrir ofan höfuðin á okkur, en við sátum öll bein í baki og einblíndum á rektor skólans sem hélt fyrirlestur um sýn Frie- drichs Nietzsche á harmleikinn. Ekkert okkar þorði að horfa á fuglinn. Þetta var fullkomlega absúrd, því leikhús fjallar um líf og það að geta brugðist við aðstæðum. Ég gjóaði aug- unum til fuglsins og velti fyrir mér hvort ég gæti opnað glugga til að hjálpa honum að komast út og þá rauk rektor til mín, greip mig hálstaki og hristi mig ákaft meðan hann sagði mér að ef ég væri kominn til Englands til þess eins að skoða fugla skyldi ég bara drulla mér aftur til Danmerkur,“ segir Har- der sem sagði skilið við skólann eftir aðeins eina önn. Lifði á núðlusúpu „Rektor skólans vissi um ákvörðun mína og bauðst til að hjálpa mér að komast í annan skóla þar sem honum fannst ég hæfileika- ríkur. Skilyrðið var að ég mátti hvorki segja samnemendum mínum né kennurum frá því að ég hygðist hætta. Ég stóð við það þar til daginn áður en ég átti að hætta, en þá nefndi ég við bekkjarfélaga minn að daginn eftir væri síðasti dagur minn og því myndum við ekki hittast aftur eftir jólafrí. Þegar ég mætti í skólann daginn eftir yrti enginn á mig og fólk horfði í gegnum mig. Þetta var eins og að segja skilið við sértrúarsöfnuð,“ segir Harder og rifjar upp að það hafi tekið sig langan tíma að vinna úr þessari lífsreynslu. „Þetta hvíldi á mér í mörg ár á eftir. En þetta veitti mér samtímis ótrúlega góða inn- sýn í hvernig fasisminn virkar. Allir nem- endur skólans lifðu í von um að líf þeirra yrði gott ef þeim tækist bara að standa sig og allir voru tilbúnir til að ganga mjög langt og fórna miklu til að láta draum sinn rætast. Þörfin og vonin um að tilheyra sigurliðinu getur gert það að verkum að maður setur mikilvægari manngildi til hliðar og er jafnvel tilbúinn að horfa í gegnum fingur sér með ofbeldi í garð þeirra sem ekki standast kröfurnar.“ Sem fyrr segir útskrifaðist Harder í fram- haldinu sem leikari frá LAMDA og vann sem leikari í tvö ár í Bretlandi. Árið 1993 leik- stýrði hann sinni fyrstu leiksýningu í Kaup- mannahöfn en þar var um að ræða Lokaðar dyr eftir Jean-Paul Sartre sem sett var upp í leikhúsi sem nefndist Københavneren. „Á þeim tíma þekkti ég enga leikara í Danmörku nema Sidse Babett Knudsen [sem lesendur muna vafalítið eftir úr Höllinni þar sem hún leikur Birgitte Nyborg] vegna þess að hún var í leiklistarnámi í París á sama tíma og ég. Þremur dögum fyrir frumsýningu höfðum við ekki selt einn einasta miða, því enginn þekkti okkur. Þá hjólaði ég milli allra dagblaða á Kaupmannahafnarsvæðinu og bauð gagnrýn- endum blaðanna á frumsýningu enda lofaði ég dúndurflottri sýningu. Það komu alls tíu gagn- rýnendur á sýninguna og við fengum glimr- andi dóma þannig að allir miðar seldust í framhaldinu upp. Þetta var ótrúlegt. Framan af ferlinum lifði ég iðulega á núðlu- súpu til þess að láta enda ná saman. Á sein- ustu árum hef ég hins vegar verið mjög hepp- inn og verið ráðinn til starfa hjá nokkrum af stærstu menningarstofnunum Danmerkur. Í þeim stöðum hef ég haft úr meiri fjármunum að spila, en líka tekist á við mjög mikla ábyrgð. Ég hef verið ótrúlega heppinn á ferl- inum og fengið tækifæri til að takast á við marga ólíka hluti í samvinnu við frábært sam- starfsfólk,“ segir Harder sem horfir björtum augum til veru sinnar á Íslandi. Morgunblaðið/Þórður * Innra með mér hefuralltaf verið ákveðintogstreita milli þess að vera skapandi listamaður annars vegar og skipu- leggjandi hins vegar. 18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.