Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 13
18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Fyrst verður ráðist í talsverðar end- urbætur á húsnæðinu, þannig að hótelið uppfylli enn frekar kröfur gesta, iðn- aðarmennirnir eru væntanlegir á allra næstu dögum, þannig að það er strax í upphafi í nokkur horn að líta hjá mér,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson, veit- ingamaður á Akureyri. Félagið Sólfjörð hótels, sem er í eigu Sigurðar, keypti fyrr í vikunni Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði í austanverðum Eyjafirði. Sigurður hefur um árabil rekið matsölustaði á Akureyri og þekkir nokkuð vel til í ferðaþjónustu. „Hótelið stendur á fallegum stað, aðeins 15 kílómetra frá Akureyri. Gisting er í tveimur húsum og eru herbergin rúmlega þrjátíu, öll eru þau með baðherbergi og helstu þægindum. Veislusalur er fyrir um 100 manns í sæti og ekki skemmir fyrir að stór verönd er við annað húsið, þar sem gestir geta notið útsýnisins. Auk þess er hérna heitur pottur, þannig að gestir geta örugglega slappað af eftir amstur dagsins.“ Bókanir lofa góðu Sigurður segir að kaupin hafi verið í und- irbúningi í nokkurn tíma. „Já, já, ég var búinn að velta þessu fyr- ir mér í dágóða stund og ákvað að láta slag standa á endanum. Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og ég er bjart- sýnn á framtíðina. Sveitahótelið í Svein- bjarnargerði er nokkuð vel þekkt og bók- anir sumarsins lofa góðu, auk þess sem ég er líklega ágætlega tengdur innan ferða- þjónustunnar og annarrar skyldrar starf- semi. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á Norðurlandi á undan- förnum árum, þannig að reksturinn leggst vel í mig.“ Matur úr héraði „Já, við ætlum að leggja sérstaka áherslu á mat úr héraði. Á svæðinu eru starfandi öflug matvælafyrirtæki, bæði á sviði land- búnaðar og sjávarútvegs. Markmiðið verð- ur að gestir njóti þess besta sem svæðið hefur á boðstólum,“ segir Sigurður Karl Jóhannsson. UPPBYGGING FERÐAÞJÓNUSTU Á NORÐURLANDI Nýr eigandi hótelsins í Sveinbjarnargerði Á SVEITAHÓTELINU VERÐUR LÖGÐ ÁHERSLA Á MAT ÚR HÉRAÐI. NÝR EIGANDI ER BJARTSÝNN OG SEGIR BÓKANIR SUMARSINS FRAMUNDAN LOFA GÓÐU. Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári og ég er bjartsýnn á framtíðina,“ segir Sigurður Karl Jó- hannsson, sem í vikunni keypti Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði. Ljósmynd/Karl Eskil Pálsson Alls 20.801 tonni af bolfiskafla var landað á Dalvík á síðasta ári. Aukningin milli ára var 21%. Næst- aflahæsta höfn á landinu var Grindavík, með um 42 þúsund tonn, en þó 4,1% samdrátt frá árinu 2013. Dalvík Gera á uppskurð á skólastarfi í Bláskógabyggð. Skólar í sveitarfélaginu hafa verið samreknir síðustu ár, þ.e. grunn- skóli í Reykholti í Biskupstungum og samrekinn leik- og grunnskóli að Laugarvatni. Verða framvegis tvær stofnanir. Laugarvatn Nýlega var íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum árið 2014 kynntur og var fótboltakonan Heiðdís Sigurjóns- dóttir valin. Heiðdís þótti standa sig vel í sumar sem fyrirliði meistara- flokksliðs Hattar. Hún lék fimm leiki með U19 landsliði Íslands. Í öðrum greinum voru eftirtaldir vald- ir: Guðjón Hilmarsson er blakmaður ársins, Kristinn Már Hjaltason fimleikamaður ársins, Atli Pálmar Snorrason var valinn maður ársins í frjálsum íþróttum og Hreinn Gunn- ar Birgisson í körfubolta. Á samkomunni á Egilsstöðum voru það Björn Ingimarsson, bæjar- stjóri Fljótsdalshéraðs, og Davíð Þór Sigurðarsson sem afhentu verðlaun- in. Við þetta tilefni voru starfsmerki Hattar veitt í þriðja sinn en þau hljóta einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma. Hafsteinn Jónasson fékk starfsmerki fyrir vinnu sína í þágu Hattar, svo sem formaður aðal- stjórnar og á vettvangi körfubolta- deildar. Þá fékk Elín Sigríður Ein- arsdóttir starfsmerki fyrir vinnu og stjórnarsetu en hún hefur meðal annars verið formaður fimleika- og skíðadeilda og virk í foreldrastarfi. EGILSSTAÐIR Davíð Þór, til vinstri, og Björn hægra megin og milli þeirra starfsmerkishaf- arnir Hafsteinn og Elín. Ljósmynd/Jón Tryggvason Heiðdís best í Hetti Bókamarkaður 2015 Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður 27. febrúar til 15. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 6. febrúar nk., í síma 511 8020 eða á netfangið fibut@fibut.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.