Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 39
18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ég tel mjög mikilvægt að fá konur inn í tölvuheiminn. Tölvunarfræði er of mikilvæg til að vera látin körlum eftir. Karen Spärck Jones (1935-2007), prófessor í tölvunarfræði við Cambridge. Facebook kynnti í vikunni samstarf við stofnun í Bandaríkjunum sem einbeitir sér að því að reyna að finna börn sem hefur verið rænt. Þjónustan kallast Amber Alerts og hefur verið bætt inn í fréttaveitu 185 milljón notenda í Bandaríkjunum. Þetta samstarf Face- book við National Center for Missing and Exploited Children vekur athygli en með því að bæta Amber Alerts við fréttaveitu sína tekur Facebook virkari þátt í að að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við notendur sína. Í samtölum við fjölmiðla í Bandaríkjunum segja for- svarsmenn samtakanna sem standa að Amber Alerts að stigið hafi verið stórt skref með því að fá Facebook til að birta þessar upplýsingar, enda hafi samfélagsmið- illinn meiri útbreiðslu en t.d. sjónvarp og dagblöð. Til- kynningar um börn sem eru týnd eða hefur verið rænt nái því til fleira fólks en áður. Tæknin er nýtt til að auka líkur á að börnin sem lýst er eftir finnist. Það er gert með því að senda myndir og upplýsingar um týnd börn sérstaklega til notenda á til- teknum leitarsvæðum, þar sem talið er að börnin séu líklegust til að finnast. Samkvæmt frétt TechNews- World hafa 700 börn fundist með aðstoð Amber Alerts á síðustu 16 árum. Vonast er til að með því að bæta Facebook við dreifikerfi tilkynninganna verði hægt að bjarga enn fleiri börnum. FACEBOOK NOTAÐ Í ÞÁGU SAMFÉLAGSINS Lýst eftir týndum börnum Nú hefur Facebook tekið upp Amber Alerts og talið er að aðrir samfélagsmiðlar gætu fylgt í kjölfarið. Þýðingarforritið Google Translate sem þýðir texta sem notandi skrifar inn er fáanlegt fyrir snjallsíma og var uppfært verulega nú í vikunni. Tveim frábærum val- kostum var bætt við og virkar forritið nú þannig að hægt er að beina myndavélinni með forritinu að texta sem þýð- ir hann yfir á eigið móðurmál. Í framandi löndum getur verið snúið að skilja götuskilti eða ýmsa texta og skila- boð. Þá er bara að taka fram símann og beina honum að textanum sem smáforritið þýðir síðan beint upp. Smáfor- ritið hentaði einungis Android-símum fyrst um sinn en nú geta eigendur iPhone-síma einnig nýtt sér forritið. Eftir uppfærslu er ekki þörf fyrir nettengingu til þess að nýta sér forritið eins og áður sem sparar ferðamanninum peninga sem hefðu farið í þráðlausa netið. Á ferðalögum verður á vegi manns fjölbreytt flóra fólks af ólíkum uppruna og ekki allir sem geta skipt yfir í ensku til að eiga samræður. Þetta getur oft verið skondið að reyna að einfalda mál sitt í þaula og nota líkamann til að útskýra nánar en á sama tíma örlítið þreytandi. Þarna hefur smáforritið aðra nýjung sem leysir vandamálið. Notandi smellir einfaldlega á samskiptahnapp í forritinu og velur þau tungumál sem aðilarnir tala. Google Trans- late tekur síðan upp það sem báðir aðilar hafa að segja og yfirfærir það á tungumál hins, upphátt. Í bili eru 36 tungumál í boði fyrir þessa tvo valkosti en Google stefnir á að bæta það enn frekar. SPJALLAÐU VIÐ ERLENT FÓLK MEÐ SÍMANUM Með þýðingarforriti Google geta aðilar með sitthvort tungumálið talað saman í gegnum smáforritið í símanum. Þýðir texta beint upp með myndavélinni Hver man ekki eftir litlu tölvudýrunum sem börn og ung- lingar báru með sér um allan bæ? Leikurinn naut gríðarlega vinsælda meðal barna og unglinga á tíunda áratug síðustu aldar. Gamla græjan að þessu sinni er þetta smáa tæki sem passaði inn í litla lófa. Í tækinu var spilaður tölvuleikur sem gekk út á það að halda lífi í litlu gæludýri, hundi, ketti eða jafnvel lítilli risaeðlu í tölvutæku formi. Tölvugæludýrin komu sér ágætlega fyrir foreldra í ljósi þess að nú þögnuðu bænir barna um alvörugæludýr. Margir höfðu þó efasemdir um ágæti tækisins á sínum tíma og var því velt upp hvort æskilegt væri að kenna börnum að ala upp tölvudýr í stað þess að læra að axla raunverulega ábyrgð á alvörugæludýri. Tölvudýrin höfðu margskonar kosti en þau gátu ýmist sýnt gleði og ánægju með húsbónda sinn eða volað og vælt ef þeim var ekki sinnt. Eins höfðu þau hægðir og þá þurfti að þrífa upp eftir þau, en aðeins með takkasmelli, ekki poka og tusku. Dýrin gátu líka drepist úr t.d. næringarleysi eða óhamingju. Ekki var þó öll von úti ef slíkt kom upp á og einfaldlega hægt að ýta á lítinn takka aftan á tækinu sem endurræsti tölvudýrið. Þá fæddist nýtt gæludýr með öðruvísi persónu- leika og þarfir. GAMLA GRÆJAN Tölvudýr sem skítur og sprænir 15% afsláttur POLARM400úr Heilsudagaverð:29.490.- Einkaþjálfarinn þinn Heilsudagar Valdar vörur á 15% afslætti til 31. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.