Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Eimskip hefur samið við VHE,
Kælismiðjuna Frost og Suðurverk
um byggingu á 10.000 tonna frysti-
geymslu á athafnasvæði félagsins í
Hafnarfirði.
Byggingin er teiknuð af Önnu
Margréti Hauksdóttur hjá AVH
arkitektum en aðrir hönnuðir og
ráðgjafar eru VSB, Efla og VSÓ
Ráðgjöf.
Lokið á árinu
Í tilkynningu frá Eimskip segir
að veruleg aukning hafi orðið í
veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski
sem kalli á aukna frystigeymslu-
þjónustu. Einnig sé aukin eftir-
spurn eftir vöruhótelþjónustu fyrir
frystar neytendavörur.
Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi
geymslunnar verði tilbúinn til notk-
unar á þriðja ársfjórðungi og verk-
inu verði að fullu lokið fyrir árslok.
Auk þess er möguleiki fyrir hendi á
að stækka geymsluna í áföngum um
allt að 14.000 tonn til viðbótar.
Ný frysti-
geymsla
Eimskips rís
Fyrsti áfangi
í notkun í haust
Frystigeymsla Teikning af nýrri
frystigeymslu Eimskips.
Geir Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, af-
henti Barack Obama Bandaríkjaforseta, trúnaðarbréf
sitt í Hvíta húsinu í fyrradag. Geir var skipaður sendi-
herra í Washington frá og með seinustu áramótum.
Trúnaðarbréf er sendibréf í sérstöku formi frá þjóðhöfð-
ingja þess ríkis, sem sendiherra kemur frá, til þjóðhöfð-
ingja þess ríkis sem tekur við sendiherranum, að því er
fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins.
Afhenti Bandaríkjaforseta trúnaðarbréf
Ljósmynd/Lawrence Jackson, The White House
Sendiherra Obama, forseti Bandaríkjanna, tók vel á móti Geir Haarde þegar hann afhenti honum trúnaðarbréf sitt.
Stuðningur við ríkisstjórnina
mælist 36,4% í nýrri könnun MMR
en fylgið mældist 34,1% í síðustu
mælingu, sem lauk 29. janúar sl.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist
nú 25,5%. Næst á eftir kemur Björt
framtíð með 15% stuðning og fylgi
Samfylkingarinnar mælist nú
14,5%. Framsóknarflokkurinn
mælist með 13,1% fylgi, Vinstri
græn með 12,9% og fylgi Pírata
mælist 12,8%. Könnunin var gerð
13. til 19. febrúar og var heild-ar-
fjöldi svarenda 975 einstak-lingar,
18 ára og eldri.
36,4% segjast
styðja ríkisstjórnina
Dúkarinn Óli Már • Prentlausnir • ET EHF
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
Í kvöld miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.00 í Laugarásbíó.
Allur ágóði sýningarinnar rennur til líknarmála.
ÞÖKKUM STUÐNINGINN
LIONS KLÚBBURINN
EIR REYKJAVÍK Stangarhyl 1A 110 Reykjavík Ísland
www.rafstjorn.is
Virkni loftræstikerfa
er okkar fag!
Þingsályktunartillaga um þjóðarör-
yggisstefnu er nánast tilbúin en
ekki liggur fyrir hvenær hún verð-
ur lögð fram á
Alþingi. Þetta
kom fram í máli
Gunnars Braga
Sveinssonar ut-
anríkisráðherra í
umræðum í
þinginu í gær þar
sem hann ræddi
málið við Birg-
ittu Jónsdóttur,
þingmann Pí-
rata. Byggt yrði
á tillögum þverpólitískrar þing-
mannanefndar um mótun þjóðar-
öryggisstefnu sem skipuð var árið
2012 í tíð síðustu ríkisstjórnar.
„Ekki er gert ráð fyrir þjóðar-
öryggisdeild eða auknum vald-
heimildum lögreglu í þeirri stefnu
enda er það kannski ekki heldur til-
gangur hennar,“ sagði ráðherrann.
Þá yrði einnig stefnt að stofnun
þjóðaröryggisráðs í samræmi við
tillögur nefndarinnar.
Stofna á
þjóðar-
öryggisráð
Gunnar Bragi
Sveinsson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
forsætisráðherra
og Árni Páll
Árnason, formað-
ur Samfylkingar-
innar, tókust á
um stjórn fisk-
veiða á Alþingi í
gær. Sigmundur
sagði að mikil-
vægt væri að
leysa úr þeirri stöðu sem stjórn fisk-
veiða væri í, með ákvæði í stjórnar-
skrá um þjóðareign á auðlindum
hafsins í kringum landið. Sagði Sig-
mundur að það yrði meginstefið í
vinnu sjávarútvegsráðherra við ný
lög um stjórn fiskveiða.
Árni Páll hafði spurt um stöðuna
á þessu máli og velti því fyrir sér
hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði
neitunarvald í þeim efnum og gæti
þar með stöðvað frumvarpið. Sig-
mundur vísaði því á bug og benti á
að það sama myndi ekki endurtaka
sig nú og gerðist á síðasta kjör-
tímabili. Vísaði hann þar til tilrauna
þáverandi ríkisstjórnar til þess að
breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu
sem náðu ekki fram að ganga.
Endurtaka ekki
sama leik og
síðasta ríkisstjórn
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson