Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta
var 22,8 milljarðar króna á síðasta
ári, sem er svipuð afkoma og árið á
undan þegar hagnaðurinn var 23,1
milljarður króna. Arðsemi eigin
fjár var 12,8% á árinu 2014 og hef-
ur farið lækkandi í samanburði við
14,7% árið 2013 og 17,2% árið 2012.
Eigið fé bankans hækkaði yfir árið
um 18,2 milljarða króna og var í
árslok 185,5 milljarðar króna. Eig-
infjárhlutfall bankans var 29,6% í
samanburði við 28,4% í lok ársins á
undan.
Rekstrarkostnaður lækkar
Hreinar vaxtatekjur hafa lækkað
á milli ára um 4,7%. Þær voru 27,1
milljarður króna í samanburði við
28,4 milljarða árið 2013. Vaxtamun-
ur var 3% í samanburði við 3,4%
árið á undan og búast stjórnendur
bankans við því að vaxtamunur
verði í kringum það stig til lengri
tíma. Hreinar þóknanatekjur
hækkuðu um 10% á milli ára, þær
voru 11,5 milljarðar króna á árinu í
samanburði við 10,4 milljarða árið á
undan. Hækkunin er að mestu rak-
in til viðskiptabankasviðs og dótt-
urfélaga bankans.
Rekstrarkostnaður var 26,4 millj-
arðar og lækkaði um tæpa 2,5
milljarða frá árinu á undan þegar
kostnaðurinn var 28,9 milljarðar
króna. Kostnaðarhlutfall bankans
var 57,7% og er svipað og var árið
á undan þegar hlutfallið var 58,5%,
þ.e.a.s. rekstrarkostnaður sem hlut-
fall af tekjum að undanskildum
bankaskatti og einskiptiskostnaði.
Markmið stjórnenda er að ná
kostnaðarhlutfalli undir 55%.
Bankaskattur á síðasta ári nam 2,4
milljörðum króna.
Hlutfall vanskila umfram 90 daga
hefur lækkað nokkuð, það var 2,5%
í samanburði við 4% árið 2013.
Heildareignir bankans voru metnar
911 milljarðar króna í árslok og
hafa þær hækkað um 45 milljarða
frá árinu á undan þegar þær voru
866 milljarðar króna. Ný lán á
árinu námu 165 milljörðum króna
sem er um 80% aukning frá árinu á
undan og er mesti útlánavöxtur frá
stofnun bankans.
Útibú Íslandsbanka eru 18 tals-
ins og 1.206 starfsmenn eru innan
samstæðunnar. Stjórnarmönnum
var fækkað úr 9 í 7 á árinu og voru
stjórnarlaun 48,4 milljónir króna.
Forstjóri og átta framkvæmda-
stjórar fengu 264,5 milljónir króna
í laun og árangurstengdar
greiðslur.
Starfsmönnum fækkað
Í tilkynningu frá Íslandsbanka er
haft eftir Birnu Einarsdóttur
bankastjóra að árið 2014 hafi verið
gott ár í rekstri Íslandsbanka. „Við
höfum unnið markvisst að því að
styrkja grunnreksturinn með
kostnaðaraðhaldi og tekjuvexti.
Hagræðingaraðgerðir hafa skilað
árangri en kostnaður af reglulegri
starfsemi lækkaði um 2% milli ára,
sem er um 4% raunlækkun. Meðal
aðgerða sem gripið hefur verið til
eru sameiningar útibúa, endurnýj-
un samninga við birgja auk þess
sem starfsmönnum hefur fækkað
um 240 frá nóvember 2011.“
Þá segir Birna að góður árangur
hafi náðst í að auka fjölbreytni í
fjármögnun bankans og að hann sé
nú stærsti útgefandi sértryggðra
skuldabréfa hér á landi.
Hagnaður Íslandsbanka um
23 milljarðar annað árið í röð
80% aukning í nýjum útlánum Hagræðingaraðgerðir hafa skilað sér
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsbanki Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að árið 2014 hafi verið
gott ár í rekstri Íslandsbanka með kostnaðaraðhaldi og vexti í tekjum.
Hagnaður Arion banka nam 28,7
milljörðum króna á síðasta ári, en
var við 12,7 milljarðar króna á árinu
á undan. Arðsemi eigin fjár var
18,6% en hún var 9,2% árið 2013.
Hagnaður af aflagðri starfsemi
nam 6,8 milljörðum króna og er
stærstur hluti hans tilkominn af sölu
á 18,8% hlut í HB Granda. Fyrir átti
Arion banki 31% hlut og var eign-
arhlutur bankans í HB Granda flutt-
ur undir verðbréfaeign í kjölfar
skráningar félagsins í apríl og tekur
virðisbreytingum undir hreinum
fjármunartekjum, en þær námu 6,5
milljörðum króna á árinu 2014.
Hreinar vaxtatekjur héldust svip-
aðar á milli ára og námu 24,2 millj-
örðum króna, en við 23,8 milljörðum
árið 2013. Vaxtamunur af meðal-
stöðu vaxtaberandi eigna nam 2,8%
á síðasta ári en var 2,9% á árinu á
undan. Þrátt fyrir áhrif minni verð-
bólgu á verðtryggðar eignir var
vaxtamunur því svipaður á milli ára,
sem bankinn segir skýrast af lægri
fjármagnskostnaði með virkari
lausafjárstýringu.
Hreinar þóknanatekjur jukust um
tæp 19% milli ára og námu 13,3
milljörðum króna á árinu 2014.
Aukningin er að sögn bankans að
mestu tilkomin vegna hærri þókn-
anatekna af greiðslukortum og af
auknum umsvifum á fjárfestingar-
bankasviði. Hrein virðisbreyting
nam 2,1 milljarði króna
Laun og launatengd gjöld hækk-
uðu um 3% á milli ára og annar
rekstrarkostnaður hækkaði um
10%.
Heildareignir Arion banka námu
933,7 milljörðum króna í árslok, eig-
ið fé var 162,2 milljarðar og eig-
infjárhlutfall bankans var 26,3%.
Stöðugleiki í rekstri
„Regluleg starfsemi bankans
gekk vel og afkoma var umfram
væntingar á öllum helstu tekjusvið-
um,“ segir Höskuldur H. Ólafsson
bankastjóri í afkomutilkynningu.
Óreglulegir liðir hafi einnig haft já-
kvæð áhrif á afkomuna og þá fyrst
og fremst sala á hlut í HB Granda
og jákvæðar virðisbreytingar.
„Við höfum gert ráð fyrir því á
undanförnum árum að vaxtamunur
bankans myndi lækka, sem hann
hefur gert um 0,6 prósentustig, úr
3,4% í 2,8%, á tveggja ára tímabili.
Því höfum við lagt áherslu á að auka
þóknanatekjur á öllum sviðum
bankans,“ segir Höskuldur. Jafn-
framt bendir hann á að áhrifa
óreglulegra liða muni gæta í minna
mæli á næstu misserum, góður stöð-
ugleiki sé í rekstri bankans og úr-
vinnsluverkefnum sem tengjast
hruninu fækki ár frá ári.
Arion skilar 28,7 milljarða hagnaði
Sala og skráning HB Granda hafði
umtalsverð áhrif á afkomu síðasta árs
Morgunblaðið/Eggert
Arion Höskuldur segir áherslu
lagða á að auka þóknanatekjur.
● Væntingavísitala Gallup hækkaði um
9,7 stig á milli mánaða og mælist nú
91,5 stig. Í greiningu Íslandsbanka segir
að svo virðist því sem brún íslenskra
neytenda sé eitthvað léttari nú en und-
anfarna mánuði. Þetta er fimmta hæsta
gildi sem hún hefur náð frá því í apríl
2008 þótt enn séu fleiri svartsýnir en
bjartsýnir á ástand og horfur í efna-
hags- og atvinnumálum.Hækkunina nú
er hægt að rekja til minnkandi svart-
sýni kvenna því væntingar karla standa
nánast í stað. Í greiningunni kemur
fram að þrátt fyrir þessa jákvæðu
hreyfingu er væntingavísitalan enn
nokkuð frá 100 stiga jafnvæginu sem
markar jafnvægi á milli bjartsýni og
svartsýni neytenda á stöðu og horfur í
efnahags- og atvinnumálum. Á síðast-
liðnum 7 árum hefur vísitalan þrívegis
náð 100 stigunum.
Dregur úr svartsýni
neytenda milli mánaða
● Fjármálaráð-
herrar evrusvæð-
isins framlengdu í
gær lánafyrir-
greiðslu gagnvart
Grikkjum um fjóra
mánuði. Var það
gert eftir að grísk
stjórnvöld lögðu
fram bindandi
áætlun um hvernig
þau hygðust
bregðast við skuldavanda ríkisins. Til-
lögurnar sem lagðar voru fram fela m.a.
í sér aukna eftirfylgni við innheimtu
skatta, niðurskurð í ríkisrekstri og
markvissari aðgerðir gegn spillingu. Til-
lögurnar ganga lengra en ríkisstjórn
Grikklands hafði áður lýst sig reiðubúna
til að skrifa upp á.
Nú þurfa löggjafarþing nokkurra
þeirra ríkja sem aðild eiga að evrunni
að leggja blessun sína yfir sam-
komulagið, þar á meðal Bundestag í
Þýskalandi, en þar verða atkvæði
greidd um samkomulagið á föstudag.
Grikkir fá lengri frest
Alexis Tsipras
forsætisráðherra.
Stuttar fréttir…
!"
!#
#
#$$
!%
$
#
%#"%
! #
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$"
$!!
!
#$
!#
!
"
%"!"
$!
"
$%"
$%"
#
!###
"$
!
%#
$!
"%!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
VERKFÆRI MEISTARANS Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899Netfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is