Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Blekið varvart þornaðá nýjasta
vopnahlés-
samkomulaginu í
Úkraínudeilunni þegar búið var
að rjúfa það. Aðskilnaðarsinnar
gripu tækifærið sem vopna-
hléið veitti til þess að tryggja
stöðu sína í borginni Debalt-
seve, sem samkvæmt sam-
komulaginu átti að vera hinum
megin víglínunnar. Engu að
síður héldu leiðtogar Evrópu-
sambandsins í vonina um að
farið yrði eftir helstu skil-
málum vopnahlésins, og um
helgina voru þreifingar til
fangaskipta, auk þess sem lýst
var yfir að flutningur þunga-
vopna frá víglínunni ætti að
hefjast í vikunni. Bardagar
hafa tafið það og enn er óljóst
hvernig fer.
Það er orðið nokkuð ljóst að
aðskilnaðarsinnar telja sig lítt
bundna af samkomulaginu og
herma nýjustu fregnir að mikill
liðssafnaður eigi sér nú stað
rétt við hafnarborgina Mariu-
pol á strönd Svartahafsins, en
hún er nú á valdi Úkraínu-
stjórnar. Telur stjórnarherinn
líklegt að næsta sókn aðskiln-
aðarsinna muni hefjast þar, en
væntanlega yrði slík aðgerð til
þess að grafa endanlega vonir
um að Minsk-samkomulagið
geti orðið nokkur grunnur að
sátt.
En hvernig munu þá vestur-
veldin bregðast við? John
Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur þegar
talað um að beita verði Rússa
frekari efnahagsþvingunum, og
Donald Tusk, forseti Evrópu-
ráðsins, hefur sagst ætla að
ræða við forystu Evrópusam-
bandsins um það til
hvaða aðgerða sé
hægt að grípa. Fátt
virðist hins vegar
benda til þess að
refsiaðgerðirnar hafi nokkurn
fælingarmátt gagnvart Rússum
eða hinum rússneskumælandi
aðskilnaðarsinnum.
Það flækir stöðuna nokkuð
að gjaldmiðill Úkraínu er nú í
frjálsu falli og fátt virðist geta
komið í veg fyrir að efnahagur-
inn bíði töluverðan hnekki,
þrátt fyrir að Bandaríkin, Evr-
ópusambandið, Alþjóðabankinn
og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hafi veitt landinu fjárhags-
aðstoð. Sú aðstoð mun stoða lítt
á meðan styrjaldarástand ríkir
í austurhluta landsins.
Útlitið er því verulega dökkt.
Höfuðsmiðir nýjasta vopna-
hlésins, þau Merkel Þýska-
landskanslari og Hollande
Frakklandsforseti, lögðu á það
áherslu í aðdragandanum, að
vopnahléið væri síðasti mögu-
leikinn til þess að afstýra stríði,
líkt og Hollande orðaði það. Að
óbreyttu virðist sem sá mögu-
leiki kunni að verða að engu.
Vladimir Pútín, forseti Rúss-
lands, lýsti því að vísu yfir í við-
tali á mánudag að hann hefði
ekki áhuga á stríði og að hann
teldi möguleika á að ástandið í
Úkraínu yrði smám saman eðli-
legt. Pútín hefur, þrátt fyrir að
neita aðkomu að átökunum,
mest um það að segja hvort
vopnahléið heldur og friður
næst á ný á svæðinu. Orð hans
um friðarhorfur ættu því að
vega þungt, en í ljósi reynsl-
unnar er líklegt að margir vilji
bíða og sjá gjörðir fylgja þess-
um orðum áður en þau eru að
fullu tekin trúanleg.
Ár liðið frá upphafi
Úkraínudeilunnar}
Vopnahlé í Úkraínu
fjarri því að tryggja frið
HjálmarSveinsson,
formaður um-
hverfis- og skipu-
lagsráðs Reykja-
víkur, sagði á
dögunum að til
greina kæmi, vegna lélegs við-
halds á götum borgarinnar, að
breyta forgangsröðun í þágu
gatnakerfisins.
Bent var á það á þessum
stað að í ljósi áherslna núver-
andi meirihluta borgarinnar
væri þetta ekki mjög trúverð-
ugt og nú taka svör Dags B.
Eggertssonar borgarstjóra af
öll tvímæli um það. Dagur
hafnar því að röng forgangs-
röðun í umferðarmálum eigi
þátt í hve lélegar göturnar í
Reykjavík eru orðnar. Kostn-
aðarsamar gatna-
þrengingar til að
hindra för einka-
bílsins séu ekki
röng forgangs-
röðun heldur spari
þær gatnakerfið
með því að ýta fólki úr bílum
sínum yfir í strætó og á reið-
hjól.
Þetta er út af fyrir sig sjón-
armið, að leiðin til að bæta
göturnar sé að þvinga fólk til
að hætta að nota bílana sína.
Slíkt sjónarmið á þó ekki
heima í æðstu stjórn borgar-
innar. Þar ættu kjörnir
fulltrúar og embættismenn að
leitast við að þjóna borgar-
búum og greiða götu þeirra í
stað þess að þvinga þá til að
breyta um ferðamáta.
Borgarstjóri
afhjúpar sig með
afstöðunni til
umferðarmála}
Þvingunaraðgerðir borgarinnar Í
íslenskri orðabók handa skólum og al-
menningi, annarri útgáfu Menningar-
sjóðs 1983, má finna eftirfarandi skýr-
ingu við orðið gifta: „2 gifta, -i s 1 gefa
til eiginkonu: hann gifti honum dóttur
sína.“
„Er konan gefin, eða gefur hún sig?“ spurði
hópur kvenréttindakvenna ritstjóra væntan-
legrar Íslandssögu í maímánuði 1972.
Ung var ég gefin Njáli, segir í Njáls sögu og
talið merki um göfuglyndi Bergþóru að hún
kaus að þiggja ekki grið en láta frekar lífið með
Njáli eiginmanni sínum. Látum lyndiseinkunn
Bergþóru liggja á milli hluta í þessum pistli, það
sem stakk í augum þegar ég las þessa frásögn
fyrir á fimmta áratug er að Bergþóra var gefin
Njáli.
Í fyrirlestri Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um
hagi og réttindi kvenna, sem hún flutti í Reykjavík 30. des-
ember 1887 og gaf út ári síðar kenndi hún kristnitökunni
um það sem hún kallaði niðurlægingu kvenna. Sú skýring
er vissulega ekki tæmandi, en því verður ekki neitað að
hugmyndin um konur sem eign karlmanna var og er býsna
lífseig í samfélögum fyrir botni Miðjarðarhafs, hvaða nafni
sem þau kalla guð, sinn og með útbreiðslu trúarinnar ber-
ast siðirnir: „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú
skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt,
uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á.“
Þetta er meðal þess sem mér flaug í hug þegar ég horfði
á frönsk-ísraelsku kvikmyndina Gett, sem sýnd er á
Skreiðarkvikmyndahátíðinni í Regnboganum
um þessar mundir. Í myndinni segir frá Vivi-
ane Amsalem sem hefur óskað hefur eftir
skilnaði frá eiginmanni sínum Simon. Hún var
gefin honum fimmtán ára gömul en áttaði sig
fljótlega á því að Simon væri ekki rétti maður-
inn þó að það hafi tekið hana áratugi að óska
eftir skilnaði. Hængurinn er að Simon vill ekki
skilja við Viviane og undirliggjandi er í ísraels-
kum lögum að eiginkonan er eign eiginmanns-
ins. Fyrir vikið er hægðarleikur fyrir eigin-
menn að skilja við eiginkonur sínar en annað
upp á teningnum vilji kona skilja við mann
sinn.
Gett, sem orðið þýðir víst skilnaður á hebr-
esku, er ekki heimildarmynd og ekki byggð
nema að hluta á tiltekinni fyrirmynd. Það
breytir því ekki að myndin er sönn, – svona er
málum háttað því samkvæmt sáttmálanum, torah, getur
eiginkona sótt um skilnað, en fær ekki nema eiginmaður-
inn samþykki það.
Áður en þú stekkur upp á nef þér, kæri lesandi, þá veit
ég það vel að með tímanum hefur siðmenningin slípað
mestu kvenfyrirlitninguna úr því afbrigði kristinnar trúar
sem útbreiddast er hér. Það er þó enn nokkuð í land að hún
sé horfin með öllu, sem birtist einna helst í ofbeldi gegn
konum sem þær eru beittar af fyrrverandi og núverandi
sambýlismönnum; heiðursglæpum sem eiga sér sam-
svörun í heiðursglæpum Mið-Austurlanda og reyndar víð-
ar. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Er konan gefin, eða gefur hún sig?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Helsta markmið samstarfsMjólkursamsölunnar ogMatís um rannsóknir ámysu er að nýta hráefni
úr henni til að búa til etanól til fram-
leiðslu á áfengi eða eldsneyti eða til
notkunar í iðnaði. Mjólkurvodki er
þekkt áfengi í fáeinum löndum.
Samningur sem Matís og MS
gerðu í síðasta mánuði snýst um að
afla þekkingar og gera rannsóknir á
hefðbundnu skyri í þeim tilgangi að
afla alþjóðlegrar viðurkenningar á
því sem sérstæðrar íslenskrar vöru.
Rannsóknir á mysunni eru ekki síður
áhugaverðar enda möguleikar á að
auka mjög verðmæti hráefnisins sem
er að hluta til fargað í dag.
Hlutverk fyrir mjólkursykur
Mikið fellur til af mysu í mjólk-
ursamlögunum, einkum stóru osta-
gerðarbúunum á Norðurlandi. Áður
fór mikið af mysunni sem ekki var
hægt að nýta í sjóinn en það hefur
breyst mikið á síðustu árum. Farið er
að þykkja alla mysu og búa til úr
henni mysupróteinþykkni, sem notað
er við framleiðslu á prótein-
drykknum Hleðslu, en einnig er það
endurnýtt við ostagerð og eitthvað
fer í fóður. Út úr þessu kemur auka-
afurð sem kölluð er mjólkursykur-
vatn og vantar hlutverk fyrir, að sögn
Björns S. Gunnarssonar, vöruþróun-
arstjóra MS. „Það er þekkt fram-
leiðsla að breyta mjólkursykrinum í
vínanda en rannsóknin gengur út á
að athuga hvað er hagkvæmast og
hvernig hráefnið nýtist sem best,“
segir Björn.
Eyjólfur Reynisson, verkefna-
stjóri hjá Matís, segir unnt að nýta
mjólkursykurinn til etanólfram-
leiðslu með gerjun. „Þetta er aðeins
flóknari sykra, tvísykra, en hefð-
bundnir gersveppir vinna á en til eru
gersveppir og ensím sem nota má til
að gerja hana,“ segir Eyjólfur.
Í rannsóknarverkefninu er lögð
áhersla á að finna bestu leiðina til að
gerja vökvann. Byrjað verður á rann-
sóknarstofu en verkefnið síðan þróað
áfram. Matís og MS hafa sótt sam-
eiginlega um styrk úr Tækniþróun-
arsjóði til þriggja ára til að vinna að
rannsókninni.
Þegar gerjunaraðferðin hefur
verið fundin þarf að eima vökvann og
framleiða etanól eða vínanda. Það er
hægt að nota til blöndunar eða fram-
leiðslu áfengra drykkja, til dæmis
vodka, snafsa eða líkjöra. Til eru fyr-
irmyndir í því. Nýsjálendingar nýta
sína mysu til framleiðslu á alkóhóli,
einnig Írar. Mjólkurvodki er þekkt
afurð. Talið er að ýmis einkenni upp-
runalega hráefnisins skili sér alla leið
og nýtist í markaðssetningunni.
Eyjólfur segist ekki hafa neina
haldbæra skýringu á því hvers vegna
ekki sé framleitt meira áfengi úr
mysu og víðar en raun ber vitni. Tel-
ur hann helst að framleiðendur þurfi
að yfirstíga einhverjar tæknilegar
hindranir áður en þeir geti byrjað.
Dugar í 2 milljónir lítra
Björn hjá MS segir að hér á
landi falli til alls um 45 milljónir lítra
af mysuvökva sem nefndur er RO-
vökvi í mjólkuriðnaðinum. Hann má
nýta til að framleiða um 2 milljónir
lítra af etanóli sem getur nýst sem
grunnur í ýmsar vörur.
Eyjólfur segir eðlilegt að huga
fyrst að því að nýta etanólið til vín-
framleiðslu því þar séu mestu verð-
mætin. Einnig megi nota það til
framleiðslu á eldsneyti og nota í iðn-
aði. Vel mætti hugsa sér að nota et-
anólið sem eldsneyti á bíla Mjólkur-
samsölunnar eða í annað, á meðan
verið væri að þróa verðmætari not
fyrir afurðina.
Stefnt að framleiðslu
vínanda úr mysu
Morgunblaðið/Ómar
Ostagerð Mysa fellur til við ostagerð alls staðar í heiminum. Misjafnt er
hvernig bændum og mjólkursamlögum gengur að gera úr henni verðmæti.
Mysuprótein er talið allra pró-
teina heilnæmast. Þess vegna
er það mikið notað í heilsuvörur
ýmiskonar. Er það mest flutt
inn. Próteindrykkurinn Hleðsla
sem MS framleiðir er eina ís-
lenska varan á þessum markaði.
Björn S. Gunnarsson hjá MS
segir að hægt væri að þurrka
próteinduft og selja til fyrir-
tækja sem gætu þá notað það í
heilsudrykki og aðrar vörur. Það
kosti töluvert að koma upp sér-
stökum þurrklínum fyrir þetta
en það sé í athugun.
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir,
verkefnastjóri hjá Matís, vakti
athygli á hollustu mysupróteins
í grein sem hún skrifaði í
Bændablaðið fyrir fjórum árum.
Þar kemur fram að mysuprótein
og aðrir efnisþættir mysu eru í
vaxandi mæli notaðir til fram-
leiðslu á matvælum með sér-
staka eiginleika, til dæmis
megrunarvörur og íþrótta- og
vaxtarræktarblöndur.
Heilnæmt
prótein
MYSUPRÓTEIN FLUTT INN