Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Náðu þér í smá VITAmín í
kroppinn áTenerife
Verð frá99.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíó 24. - 31. mars.
Verð án Vildarpunkta 109.900 kr.
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Í gærmorgun þegar jarðvegsframkvæmdir hóf-
ust á lóðinni Grettisgötu 17 tókst ekki betur til
en svo, að a.m.k. fimm greinar á silfurreyninum
106 ára voru brotnar. Brynja Dögg Friðriks-
dóttir, íbúi við Grettisgötu, er ósátt við það
hvernig til hefur tekist. „Á þeim örfáu tímum frá
því framkvæmdir hófust hefur þeim tekist að
brjóta fimm eða sex greinar á silfurreyninum,“
sagði Brynja Dögg í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Mér finnst einkennilegt, eftir þá miklu
sáttavinnu sem fór fram í fyrra, til þess að leita
leiða svo silfurreynirinn fengi áfram að lifa og
dafna, að það sé enginn eftirlitsaðili á vegum
borgarinnar hérna á meðan framkvæmdirnar
standa yfir.“ agnes@mbl.is
Greinar á silfurreyninum brotnar
Morgunblaðið/Golli
Guðni Einarsson
Anna Marsibil Clausen
Framhaldsskólakennarar í ríkis-
reknum framhaldsskólum og Tækni-
skólanum felldu nýtt vinnumat. Nið-
urstaða atkvæðagreiðslu um vinnu-
matið lá fyrir í gær.
Kjarasamningar félagsmanna í
Félagi framhaldsskólakennara (FF)
og Félagi stjórnenda í framhalds-
skólum (FS) voru því lausir frá og
með gærdeginum. Þar af leiðandi
kemur ekki til launahækkana sem
framundan voru. Þetta á þó ekki við
félagsmenn FF og FS er starfa í
Verzlunarskóla Íslands og Mennta-
skóla Borgarfjarðar en þeir sam-
þykktu vinnumatið, að því er fram
kom á heimasíðu Kennarasambands
Íslands (KÍ).
„Lýðræðisleg niðurstaða er aldrei
vonbrigði,“ sagði Guðríður Arnar-
dóttir, formaður
Félags fram-
haldsskólakenn-
ara. „Það var mín
skoðun að það
voru meiri hags-
munir fólgnir í því
fyrir stéttina að
samþykkja þetta
kerfi en að hafna
því. Ég áttaði mig
alveg á því að það væru kostir og gall-
ar við kerfið og þegar við kynntum
þetta lögðum við öll spilin á borðið og
félagsmenn tóku ákvörðun útfrá því.“
Hún sagði að samninganefnd KÍ
muni koma saman á ný í næstu viku
og þá verði farið yfir stöðuna. Síðan
þurfi KÍ að eiga fund með viðsemj-
endum sínum. „Í rauninni er kjara-
samningurinn laus þar til um annað
semst svo við þurfum að búa okkur
undir samningaviðræður.“
Allsherjaratkvæðagreiðslu um
vinnumat FF og FS lauk á hádegi
í gær en hún hófst 23. febrúar s.l.
Á kjörskrá í ríkisreknum fram-
haldsskólum voru 1.566 og
greiddu 1.269 atkvæði eða 81%. Já
sögðu 560 (44,1%) og nei sögðu
672 (53%). Auðir seðlar voru 37
(2,9%).
Á kjörskrá í Tækniskólanum
voru 163 og greiddu 138 atkvæði
eða 84,7%. Já sögðu 23 (16,7%) en
nei sögðu 115 (83,3%). Enginn
seðill var auður.
Í Verzlunarskóla Íslands voru
86 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 62
eða 72,1%. Já sögðu 54 (87,1%) og
nei sögðu 6 (9,7%). Auðir seðlar
voru 2 (3,2%).
Í Menntaskóla Borgarfjarðar
voru 11 á kjörskrá og greiddu þeir
allir atkvæði. Já sögðu 10 (90,9%)
og einn sagði nei (9,1%),
Flestir felldu matið
Kennarar í ríkisreknum framhaldsskólum og í Tækniskól-
anum horfa nú fram á nýjar kjaraviðræður um vinnumat
Guðríður
Arnardóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
hafði ekki heimild til að senda Gísla
Frey Valdórssyni, fyrrum aðstoðar-
manni innanríkisráðherra, greinar-
gerð um nígeríska hælisleitandann
Tony Omos. Að sama skapi hafði
Gísli ekki heimild til að óska eftir
greinargerðinni. Sigríður var þá lög-
reglustjóri á Suðurnesjunum. Í úr-
skurði Persónuverndar, sem enn
hefur ekki verið birtur en vefmiðill-
inn Kjarninn hefur undir höndum,
segir: „Miðlun lögreglunnar á Suð-
urnesjum á skýrsludrögum með per-
sónuupplýsingum um Tony Omos,
Evelyn Glory Joseph og fleiri ein-
staklinga til innanríkisráðuneytisins
hinn 20. nóvember 2013, sem og
beiðni ráðuneytisins þar að lútandi,
studdist ekki við viðhlítandi heim-
ild.“
Telur sig ekki hafa brotið lög
Sigríður telur sig ekki hafa brotið
lög. Samkvæmt úrskurði Persónu-
verndar var móttaka aðstoðar-
mannsins á skýrsludrögunum liður í
starfsemi ráðuneytisins og er það
ábyrgðaraðili á þeirri vinnslu sem í
móttöku draganna fólst. Það hafi því
verið ráðuneytisins að tryggja að
rétt yrði farið með skjalið. Það hafi
verið mat lögreglunnar á Suðurnesj-
um að lagaleg heimild væri til staðar
fyrir miðlun skýrsludraganna. Sig-
ríður telur því að hún hafi sem send-
andi ekki vitað né getað tryggt að
beiðnin frá ráðuneytinu hafi stuðst
við viðhlítandi heimild. bmo@mbl.is
Miðlun upplýsinga ekki
studd viðhlítandi heimild
Morgunblaðið/Eggert
Hafði ekki heimild Sigríður Björk
telur sig ekki hafa brotið lög.
Ekki mátti óska
eftir gögnunum
Engin glóð sást á gosstöðvunum í
Holuhrauni þegar flogið var í þyrlu
yfir svæðið í gær. Á vefsíðu Veður-
stofu Íslands segir að svo virðist sem
kvikuflæði sé lokið. Ný og heit kvika
kemur því ekki lengur upp um gíga í
Holuhrauni. Gasmengun berst þó
enn frá gosstöðvunum. Dregið hefur
úr skjálftavirkni í Bárðarbungu og
ekki hefur mælst skjálfti yfir M3 að
stærð síðan 21. febrúar sl. GPS-
mælingar við Vatnajökul sýna
áframhaldandi hægar færslur í átt
að Bárðarbungu sem bendir til þess
að enn flæði kvika undir eldsstöð-
inni. Vísindamannaráð Almanna-
varna mun hittast í dag og fara yfir
framhaldið.
Glóð ekki
sjáanleg
Of snemmt að
segja gosinu lokið
Morgunblaðið/RAX
Eldgos Svo virðist sem kvikuflæði
sé lokið í Holuhrauni.
vinnumati fram-
haldsskólakenn-
ara.
„Við vorum að
samþykkja að
taka upp breytta
starfshætti í
kringum vinn-
una okkar,“
sagði Ólafur.
„Vinnumati
grunnskólakenn-
ara var ætlað að ná utan um
vinnuframlag kennara og dreifa
vinnuálaginu jafnar á kennarahóp-
inn. Innleiðing vinnumatsins hefst
frá og með næsta hausti og verður
unnið að því í eitt ár. Þá tekur við
nýr samningur og þá verður hægt
að laga það sem betur má fara.“
gudni@mbl.is
Meirihluti félagsmanna í Félagi
grunnskólakennara (FG) sem tóku
þátt í atkvæðagreiðslu um nýtt
vinnumat samþykkti að taka það
upp. Atkvæðagreiðslunni lauk í
gær en hún stóð í rúma viku.
Á kjörskrá voru 4.453 og at-
kvæði greiddu 2.942 eða 66,1%. Já
sögðu 1.701 eða 57,8%. Nei sögðu
1.160 eða 39,4%. Auðir seðlar voru
81 eða 2,8%.
Ólafur Loftsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara, sagði
þetta þýða að grunnskólakennarar
muni fá umsamda 9,5% launa-
hækkun 1. maí, örlítil breyting
verður svo á laununum næsta
haust og síðan kemur 2% launa-
hækkun 1. janúar 2016. Hann
sagði að vinnumat grunnskóla-
kennara hefði verið gjörólíkt
Grunnskólakenn-
arar samþykktu
Gjörólíkt vinnumati framhaldsskóla-
kennara, að sögn formanns
Ólafur
Loftsson