Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Náðu þér í smá VITAmín í kroppinn áTenerife Verð frá99.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíó 24. - 31. mars. Verð án Vildarpunkta 109.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Í gærmorgun þegar jarðvegsframkvæmdir hóf- ust á lóðinni Grettisgötu 17 tókst ekki betur til en svo, að a.m.k. fimm greinar á silfurreyninum 106 ára voru brotnar. Brynja Dögg Friðriks- dóttir, íbúi við Grettisgötu, er ósátt við það hvernig til hefur tekist. „Á þeim örfáu tímum frá því framkvæmdir hófust hefur þeim tekist að brjóta fimm eða sex greinar á silfurreyninum,“ sagði Brynja Dögg í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér finnst einkennilegt, eftir þá miklu sáttavinnu sem fór fram í fyrra, til þess að leita leiða svo silfurreynirinn fengi áfram að lifa og dafna, að það sé enginn eftirlitsaðili á vegum borgarinnar hérna á meðan framkvæmdirnar standa yfir.“ agnes@mbl.is Greinar á silfurreyninum brotnar Morgunblaðið/Golli Guðni Einarsson Anna Marsibil Clausen Framhaldsskólakennarar í ríkis- reknum framhaldsskólum og Tækni- skólanum felldu nýtt vinnumat. Nið- urstaða atkvæðagreiðslu um vinnu- matið lá fyrir í gær. Kjarasamningar félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhalds- skólum (FS) voru því lausir frá og með gærdeginum. Þar af leiðandi kemur ekki til launahækkana sem framundan voru. Þetta á þó ekki við félagsmenn FF og FS er starfa í Verzlunarskóla Íslands og Mennta- skóla Borgarfjarðar en þeir sam- þykktu vinnumatið, að því er fram kom á heimasíðu Kennarasambands Íslands (KÍ). „Lýðræðisleg niðurstaða er aldrei vonbrigði,“ sagði Guðríður Arnar- dóttir, formaður Félags fram- haldsskólakenn- ara. „Það var mín skoðun að það voru meiri hags- munir fólgnir í því fyrir stéttina að samþykkja þetta kerfi en að hafna því. Ég áttaði mig alveg á því að það væru kostir og gall- ar við kerfið og þegar við kynntum þetta lögðum við öll spilin á borðið og félagsmenn tóku ákvörðun útfrá því.“ Hún sagði að samninganefnd KÍ muni koma saman á ný í næstu viku og þá verði farið yfir stöðuna. Síðan þurfi KÍ að eiga fund með viðsemj- endum sínum. „Í rauninni er kjara- samningurinn laus þar til um annað semst svo við þurfum að búa okkur undir samningaviðræður.“ Allsherjaratkvæðagreiðslu um vinnumat FF og FS lauk á hádegi í gær en hún hófst 23. febrúar s.l. Á kjörskrá í ríkisreknum fram- haldsskólum voru 1.566 og greiddu 1.269 atkvæði eða 81%. Já sögðu 560 (44,1%) og nei sögðu 672 (53%). Auðir seðlar voru 37 (2,9%). Á kjörskrá í Tækniskólanum voru 163 og greiddu 138 atkvæði eða 84,7%. Já sögðu 23 (16,7%) en nei sögðu 115 (83,3%). Enginn seðill var auður. Í Verzlunarskóla Íslands voru 86 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 62 eða 72,1%. Já sögðu 54 (87,1%) og nei sögðu 6 (9,7%). Auðir seðlar voru 2 (3,2%). Í Menntaskóla Borgarfjarðar voru 11 á kjörskrá og greiddu þeir allir atkvæði. Já sögðu 10 (90,9%) og einn sagði nei (9,1%), Flestir felldu matið  Kennarar í ríkisreknum framhaldsskólum og í Tækniskól- anum horfa nú fram á nýjar kjaraviðræður um vinnumat Guðríður Arnardóttir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði ekki heimild til að senda Gísla Frey Valdórssyni, fyrrum aðstoðar- manni innanríkisráðherra, greinar- gerð um nígeríska hælisleitandann Tony Omos. Að sama skapi hafði Gísli ekki heimild til að óska eftir greinargerðinni. Sigríður var þá lög- reglustjóri á Suðurnesjunum. Í úr- skurði Persónuverndar, sem enn hefur ekki verið birtur en vefmiðill- inn Kjarninn hefur undir höndum, segir: „Miðlun lögreglunnar á Suð- urnesjum á skýrsludrögum með per- sónuupplýsingum um Tony Omos, Evelyn Glory Joseph og fleiri ein- staklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi heim- ild.“ Telur sig ekki hafa brotið lög Sigríður telur sig ekki hafa brotið lög. Samkvæmt úrskurði Persónu- verndar var móttaka aðstoðar- mannsins á skýrsludrögunum liður í starfsemi ráðuneytisins og er það ábyrgðaraðili á þeirri vinnslu sem í móttöku draganna fólst. Það hafi því verið ráðuneytisins að tryggja að rétt yrði farið með skjalið. Það hafi verið mat lögreglunnar á Suðurnesj- um að lagaleg heimild væri til staðar fyrir miðlun skýrsludraganna. Sig- ríður telur því að hún hafi sem send- andi ekki vitað né getað tryggt að beiðnin frá ráðuneytinu hafi stuðst við viðhlítandi heimild. bmo@mbl.is Miðlun upplýsinga ekki studd viðhlítandi heimild Morgunblaðið/Eggert Hafði ekki heimild Sigríður Björk telur sig ekki hafa brotið lög.  Ekki mátti óska eftir gögnunum Engin glóð sást á gosstöðvunum í Holuhrauni þegar flogið var í þyrlu yfir svæðið í gær. Á vefsíðu Veður- stofu Íslands segir að svo virðist sem kvikuflæði sé lokið. Ný og heit kvika kemur því ekki lengur upp um gíga í Holuhrauni. Gasmengun berst þó enn frá gosstöðvunum. Dregið hefur úr skjálftavirkni í Bárðarbungu og ekki hefur mælst skjálfti yfir M3 að stærð síðan 21. febrúar sl. GPS- mælingar við Vatnajökul sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu sem bendir til þess að enn flæði kvika undir eldsstöð- inni. Vísindamannaráð Almanna- varna mun hittast í dag og fara yfir framhaldið. Glóð ekki sjáanleg  Of snemmt að segja gosinu lokið Morgunblaðið/RAX Eldgos Svo virðist sem kvikuflæði sé lokið í Holuhrauni. vinnumati fram- haldsskólakenn- ara. „Við vorum að samþykkja að taka upp breytta starfshætti í kringum vinn- una okkar,“ sagði Ólafur. „Vinnumati grunnskólakenn- ara var ætlað að ná utan um vinnuframlag kennara og dreifa vinnuálaginu jafnar á kennarahóp- inn. Innleiðing vinnumatsins hefst frá og með næsta hausti og verður unnið að því í eitt ár. Þá tekur við nýr samningur og þá verður hægt að laga það sem betur má fara.“ gudni@mbl.is Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um nýtt vinnumat samþykkti að taka það upp. Atkvæðagreiðslunni lauk í gær en hún stóð í rúma viku. Á kjörskrá voru 4.453 og at- kvæði greiddu 2.942 eða 66,1%. Já sögðu 1.701 eða 57,8%. Nei sögðu 1.160 eða 39,4%. Auðir seðlar voru 81 eða 2,8%. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, sagði þetta þýða að grunnskólakennarar muni fá umsamda 9,5% launa- hækkun 1. maí, örlítil breyting verður svo á laununum næsta haust og síðan kemur 2% launa- hækkun 1. janúar 2016. Hann sagði að vinnumat grunnskóla- kennara hefði verið gjörólíkt Grunnskólakenn- arar samþykktu  Gjörólíkt vinnumati framhaldsskóla- kennara, að sögn formanns Ólafur Loftsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.