Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
„Nú er mjólkin alveg búin hjá okk-
ur, líka það sem við áttum í frysti,“
sagði Linda Guðmundsdóttir, úti-
bússtjóri Kaupfélags Steingríms-
fjarðar í Norðurfirði, þegar rætt
var við hana fyrir hádegi í gær.
Fluginu var aflýst í gær og því
varð bið á að mjólk, grænmeti og
nýmeti bærust norður í Árnes-
hrepp, að póstinum ógleymdum.
Linda var þá að hamast við að
moka snjó af planinu við kaup-
félagið og bensínstöðina, en dregið
hafði í skafla um nóttina. Hún
sagði að áhlaupið í vikunni hefði
verið talsvert, en þó ekki eins
slæmt og fólk hefði reiknað með.
Mokað var innan sveitar í gær, en
oft hefur verið meiri snjór í Árnes-
hreppi.
„Tíðin hefur verið leiðinleg í
vetur og flug oft fallið niður þess
vegna,“ segir Linda. „Nokkrum
sinnum hefur vantað mjólk og
grænmeti, en enginn skortur verið
á öðrum vörum. Ég á yfirleitt
mjólk og rjóma í frysti og svo G-
mjólk og kaffirjóma, þannig að það
er alltaf hægt að bjarga sér. Þegar
veðrið er svona er ósköp lítið við
því að gera þó svo að mjólkin klár-
ist,“ segir Linda. Opið er í kaup-
félaginu eftir hádegi fjóra daga
vikunnar, en vörur hefur hún ekki
fengið frá því í vikubyrjun.
Linda er frá Finnbogastöðum og
dvelur nú veturlangt í Árneshreppi
í fyrsta skipti í tæplega 20 ár, eða
frá því að hún var 14 ára. Þá fór
hún að heiman til að ljúka grunn-
skólanámi. Mörg sumur hefur hún
dvalið heima í sveitinni og öll vor
til að aðstoða við sauðburð.
Sex börn eru í skólanum að
Finnbogastöðum og kennir Linda
tónmennt og rekur einnig lítinn
tónlistarskóla þar sem börn og
fullorðnir geta mætt í einka-
kennslu. Hún segir að tveir eldri
íbúar hafi viljað læra á hljóðfæri
og gripið tækifærið þegar það
gafst í vetur.
Lítið við því að gera
þótt mjólkin klárist
Ljósmynd/Elín Agla
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Frá áramótum hafa flugsam-
göngur gengið erfiðlega norður í
Árneshrepp á Ströndum og oft
hefur þurft að fresta eða aflýsa
flugi. Ásgeir Örn Þorsteinsson,
markaðsstjóri Ernis, segir að frá
áramótum hafi
tíðarfarið ver-
ið einstaklega
erfitt. Í gær
þurfti að
fresta flugi til
dagsins í dag
þar sem
bremuskilyrði
voru ófull-
nægjandi á
flugvellinum á
Gjögri.
Ásgeir segir að í vetur hafi
þessu flugi verið sinnt með flug-
vél frá Mýflugi með sæti fyrir
átta farþega. Í vikunni hafi komið
upp millibilsástand og Mýflug
geti ekki sinnt þessu flugi út vet-
urinn. Því hafi verið leitað ann-
arra leiða og niðurstaðan sé sú að
þessu flugi verði að mestu sinnt
með 19 farþega vélum Ernis á
næstunni. Verið er að gera flug-
vél sem Ernir á, og er sambæri-
leg þeirri sem Mýflug notaði, til-
búna í þetta verkefni.
„Við munum reyna að nota
þessar stærri vélar okkar á næst-
unni eins og framast er kostur og
aðstæður leyfa, en þá þurfa
bremsuaðstæður að vera í góðu
lagi,“ segir Ásgeir. Aðspurður
hvort til hafi staðið að nota eins
hreyfils vélar í flug á Gjögur til
að brúa bilið, segir Ásgeir að
ýmsir möguleikar hafi verið skoð-
aðir. Eins hreyfils vélar, sem að-
eins séu notaðar í sjónflugi, séu
ekki góður kostur.
Fyrir neðan allar hellur
„Samgöngur hingað eru fyrir
neðan allar hellur,“ segir Eva
Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árnes-
hrepps og hótelhaldari í Djúpa-
vík. Hún segir að vegna veðurs
hafi flug oft verið fellt niður í vet-
ur, en einnig hafi flug fallið niður
vegna þess að flugvélarnar hafi
verið uppteknar í öðrum verk-
efnum. Hún segir að heyrst hafi
að nota eigi eins hreyfils vélar í
verkefnið á næstu vikum og segir
slíkt með öllu óboðlegt.
Þá gagnrýnir hún einnig að
ekki skuli mokað landleiðina í Ár-
neshrepp á tímabilinu frá 5. jan-
úar til 20. mars. Í vetur hafi ekki
verið mikill snjór á leiðinni þó svo
að bætt hafi í í vikunni.
Erfitt með samgöngur
norður í Árneshrepp
Flugi oft frest-
að eða fellt niður
Mokað 20. mars
Frá Gjögurflugvelli.
Frumvarp um smásölu áfengis var
afgreitt úr allsherjar- og mennta-
málanefnd Alþingis í gær og fer nú
til 2. umræðu á þingi. Þrátt fyrir að
meirihluti hafi verið fyrir því að af-
greiða frumvarpið úr nefndinni
stóðu aðeins þrír nefndarmenn af
níu að meirihlutaálitinu og þar af að-
eins tveir aðalmenn. Páll Valur
Björnsson, þingmaður Bjartrar
framtíðar sem situr í nefndinni,
hafði áður lýst því yfir að hann
myndi sitja hjá við afgreiðslu máls-
ins í nefndinni. Hann breytti þeirri
afstöðu sinni á fundi nefndarinnar í
gær og greiddi at-
kvæði með því að
frumvarpið hlyti
þinglega meðferð.
Hann hefur þó
lýst því yfir að
hann styðji ekki
frumvarpið.
Háð skilyrðum
Frumvarpið
var lagt fyrir
þingið nú í vetur og felur í sér að
heimilt verður að selja áfengi í versl-
unum. Verður heimildin ekki bundin
við bjór og léttvín, heldur verður öll
áfengissala leyfð að ýmsum skil-
yrðum uppfylltum. Skilyrðin snúa
meðal annars að sölutímanum því
ekki verður heimilt að selja áfengi
eftir klukkan 20. Þá verður áfengið
selt í afmörkuðu rými innan verslana
og sá sem afgreiðir þarf að hafa náð
tilskildum aldri. Leyfin eru einnig
háð samþykki viðkomandi sveitarfé-
laga. Þá verða einnig gerðar kröfur
um frágang áfengis í versluninni,
svo sem lagergeymslu og örygg-
iskröfur til þess að sporna við þjófn-
aði.
Áfengisfrumvarpið úr nefnd
Páll Valur
Björnsson
Aðeins þrír þingmenn af níu standa að meirihlutaálitinu
Í Norðurfirði Gunnsteinn Gíslason og Linda við kaupfélagið í gær.
Kaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
17,1% tíundubekkinga í grunnskóla
hefur reykt rafsígarettur einhvern
tímann um ævina. Í níunda bekk er
hlutfallið 12,1% og 7% í áttunda bekk.
Þetta kemur fram í könnun Rann-
sókna og greininga við Háskólann í
Reykjavík, sem hafa gert árlega
könnun á vímuefnanotkun ungmenna
í efstu bekkjum grunnskóla frá 1999.
Könnunin var gerð 3.-5. febrúar sl. en
í ár voru ungmennin í fyrsta sinn
spurð um notkun rafsígaretta.
Að þessu sinni var einnig spurt um
svokallað tóbakslíki í fyrsta sinn. 9%
tíundubekkinga sögðust hafa notað
tóbakslíki einhvern tímann um æv-
ina, 5% níundubekkinga og 2,6% átt-
undubekkinga. Alls tóku 10.440 ung-
menni þátt í könnuninni, en það
samsvarar 83% svarhlutfalli.
Dregur úr munntóbaksnotkun
Að sögn Jóns Sigfússonar, fram-
kvæmdastjóra Rannsókna og grein-
inga, hefur dregið úr vímuefnaneyslu
ungmenna ár frá ári. Nú sé svo komið
að áfengisneysla og reykingar ung-
menna séu minni á Íslandi en í öðrum
Evrópulöndum og Bandaríkjunum.
Þetta segir Jón m.a. að þakka skipu-
lögðu íþrótta- og tómstundastarfi og
bættum samskiptum foreldra og
barna.
Sé eingöngu horft á 10. bekk, kem-
ur í ljós að árið 1997 sögðust 61% tí-
undubekkinga hafa prófað að reykja
sígarettu(r) einhvern tímann um æv-
ina. Í ár var hlutfallið 15%. Þá sögð-
ust 21% tíundubekkinga stunda dag-
legar reykingar árið 1997, en 3% nú.
Hvað varðar munntóbaksnotkun
hefur hún dregist mjög saman hjá
piltum síðustu ár, en árið 2003 sögð-
ust 31% drengja í tíundabekk hafa
prófað að nota munntóbak, en í ár var
hlutfallið 10%. Í níundabekk hefur
hlutfallið lækkað úr 19% í 7% á sama
tíma.
Hlutfall stúlkna í tíundabekk sem
hefur prófað munntóbak er nærri því
óbreytt frá 2003, þá sögðust 9% hafa
notað munntóbak einhvern tímann
um ævina, en 8% nú. Á þessu tímabili
var hlutfallið hæst árið 2012, 11%, en
lægst árið eftir, eða 4%.
Færri en 2% prófað hörð efni
Hlutfall ungmenna sem hefur próf-
að amfetamín, kókaín, E-töflur og
sveppi er í öllum tilfellum undir 2%,
en nokkuð fleiri hafa prófað hass og
marjúana.
33% tíundubekkinga segjast í dag
hafa prófað að neyta áfengis einhvern
tímann um ævina, en hlutfallið var
82% árið 1997. 5% tíundubekkinga
sögðust hafa orðið ölvuð einu sinni
eða oftar síðustu 30 daga, en 38% árið
1997.
Niðurstöður könnunarinnar verða
birtar í næstu viku.
AFP
Fikt Nærri fimmtungur 15 ára gamalla barna hefur prófað rafsígarettur.
17% hafa próf-
að rafsígarettur
Fleiri tíundubekkingar hafa prófað
rafrettur en venjulegar sígarettur
„Við höfðum heyrt að það væri
verið að fikta með rafsígarettur
en ég hefði haldið að þetta væri
minna,“ segir Jón um niður-
stöðurnar. „En það er eitt sem
skiptir kannski líka máli í þessu
og það er að við vitum ekki hvað
það er sem þau nota í rafsíga-
rettunum, hvort þetta er eitt-
hvað með nikótíni eða ekki,“
bætir hann við.
Hann segir erfitt að greina
hvort um hættulega þróun sé að
ræða, þar sem ekki sé vitað
hvað er í þessum rafrettum sem
krakkarnir eru að fikta með.
Jón segir að niðurstöðurnar
verði greindar niður á sveitar-
félög og skóla, en að því loknu
verði e.t.v. hægt að kanna um
hvað er að ræða.
Óvíst hvað um
er að ræða
RAFRETTUR