Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Vistfugl
alinn við kjör aðstæður
aukið rými ogútisvæði.
Hrein afurð
íslensk framleiðsla
óerfðabreytt fóður.
T
A
K
T
IK
/4
3
3
1
/f
e
b
1
5
AFP
Flugvélar í listflugi á „logandi föstudagskvöldi“ á al-
þjóðlegri flugsýningu sem haldin er á tveggja ára fresti
á Avalon-flugvelli í grennd við Melbourne í Ástralíu.
Áætlað er að um 180.000 manns hafi mætt á sýninguna
þegar hún var opin almenningi. Á sýningunni voru m.a.
flugvélar úr flugher Ástralíu og Bandaríkjanna.
Listflug á logandi föstudagskvöldi
Lögreglan í Noregi hefur handtekið
múlla Krekar, umdeildan íslamista,
eftir að hann fór lofsamlegum orðum
um árásina á byggingu háðsritsins
Charlie Hebdo í París. Lögreglan
segir að hann hafi verið í sambandi
við hryðjuverkasamtök íslamista,
Ríki íslams, og hvatt ungt fólk til að
ganga til liðs við þau í Sýrlandi og
Írak.
Krekar neitar því að hann tengist
samtökunum en kveðst standa við
orð sín um árásina á byggingu Char-
lie Hebdo vegna skopmynda blaðsins
af Múhameð spámanni. „Þeir sem
teikna skopmyndir af Múhameð
verða að deyja,“ sagði Krekar í við-
tali sem norska ríkissjónvarpið sýndi
á miðvikudaginn var. „Ég er augljós-
lega ánægður með það sem gerðist í
París,“ sagði hann og kvaðst líta á
árásarmennina sem „hetjur“. Tólf
menn biðu bana í árásinni á bygg-
ingu Charlie Hebdo og fimm til við-
bótar í tveimur öðrum skotárásum
íslamista í París í janúar.
Talinn ógna öryggi Noregs
Að sögn norska ríkisúvarpsins vill
lögreglan halda Krekar í gæsluvarð-
haldi í fjórar vikur fyrir að hvetja til
manndrápa. Krekar, réttu nafni Naj-
meddine Faraj Ahmad, er Kúrdi frá
Norður-Írak og var á meðal svo-
nefndra kvótaflóttamanna sem
komu til Noregs árið 1991. Norsk
yfirvöld fyrirskipuðu árið 2003 að
honum yrði vísað úr landi fyrir að
ógna öryggi Noregs, en ekki hefur
verið hægt að framfylgja fyrirmæl-
unum vegna laga sem banna brott-
vísun flóttamanna til landa þar sem
þeir eiga á hættu að verða teknir af
lífi. Hann var dæmdur í tveggja ára
og tíu mánaða fangelsi árið 2010 fyr-
ir að hóta Ernu Solberg forsætisráð-
herra og þremur Kúrdum lífláti.
bogi@mbl.is
Múlla Krekar handtekinn
fyrir að hvetja til drápa
Norska lögreglan bendlar hann við Ríki íslams
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þýska þingið samþykkti í gær áform
um að framlengja fjárhagsaðstoð
Evrópusambandsins við Grikkland
með miklum meirihluta atkvæða
þrátt fyrir efasemdir meðal Þjóð-
verja um að landið endurgreiði
skuldir sínar. 542 þingmenn studdu
samkomulag Grikkja og lánar-
drottna þeirra um að aðstoðin yrði
framlengd um fjóra mánuði. 32 þing-
menn greiddu atkvæði á móti því og
þrettán sátu hjá.
Nokkrir þingmenn sögðust vera
efins um samkomulagið og efa-
semdaraddir hafa hljómað í þýskum
fjölmiðlum. Til að mynda birti Bild,
söluhæsta dagblað Þýskalands, frétt
með flennifyrirsögninni „NEI!“ og
undirfyrirsögninni „Ekki fleiri millj-
arða handa fégráðugum Grikkjum!“
Talið er að margir þingmannanna
hafi talið sig eiga einskis annars úr-
kosti en að fallast á samkomulagið
þar sem upplausn evrusvæðisins
gæti reynst kostnaðarsamari fyrir
Þjóðverja en aðstoðin við Grikki og
grafið undan trausti á evrunni, að
sögn fréttaskýranda BBC.
Grikkir hlíti skilmálunum
Wolfgang Schäuble, fjármálaráð-
herra Þýskalands, viðurkenndi í
ræðu á þinginu að ekki hefði verið
auðvelt fyrir hann að fallast á sam-
komulagið um framlenginguna en
hvatti samt þingmennina til að sam-
þykkja það. „Við, og sérstaklega við
Þjóðverjar, eigum þá aðeins góða
framtíð fyrir höndum á 21. öldinni ef
evrópski samruninn ber árangur og
ef við stöndum saman í Evrópu,“
sagði hann.
Schäuble bætti við að í samkomu-
laginu fælist ekki að „fleiri milljörð-
um“ yrði dælt í Grikkland eða að
skilmálum aðstoðarinnar yrði
breytt, heldur væri markmiðið að „fá
meiri tíma til að ljúka farsællega“
viðræðum um framkvæmd fjárhags-
aðstoðarinnar sem samið var um árið
2012. „Grundvöllur beiðnarinnar
sem ég hef lagt fyrir þýska þingið er
loforð grísku ríkisstjórnarinnar um
að fullnægja skilmálum aðstoðarinn-
ar, án fyrirvara og án undantekn-
inga.“
Syriza, Bandalag róttækra
vinstriflokka, komst til valda í þing-
kosningum í Grikklandi 25. janúar
eftir að hafa lofað að knýja lánar-
drottnana til að breyta skilmálum
aðstoðarinnar og afskrifa stóran
hluta lánanna. Lánardrottnarnir –
Evrópusambandið, Evrópski seðla-
bankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn – höfnuðu þessu en samþykktu
að framlengja aðstoðina um fjóra
mánuði til að halda viðræðunum
áfram á grundvelli málamiðlunar-
tillagna sem gríska stjórnin lagði
fram í vikunni sem leið.
Sagði já þrátt
fyrir efasemdir
Þýska þingið
féllst á samkomu-
lag við Grikki
AFP
Óeirðir Anarkistar mótmæltu sam-
komulaginu í Aþenu í fyrrakvöld.
Sökuð um svik
» Tilslakanir nýju stjórnar-
innar í Grikklandi í viðræðun-
um við Evrópusambandið hafa
verið gagnrýndar innan
stjórnarflokksins Syriza.
» Leiðtogi Syriza, Alexis Tsip-
ras forsætisráðherra, hefur
varið tilslakanirnar en nokkrir
frammámanna flokksins hafa
sakað stjórnina um kosn-
ingasvik.
Celeste og Morné Nurse hafa
endurheimt dóttur sína, 17 árum
eftir að henni var rænt af fæðingar-
deild sjúkrahúss í Höfðaborg í
Suður-Afríku. Hin 17 ára gamla
Zephany vingaðist við stúlku sem
reyndist alsystir hennar, en þegar
faðir stúlknanna sá líkindin með
þeim hafði hann umsvifalaust sam-
band við lögreglu.
Zephany var rænt úr örmum sof-
andi móður sinnar, aðeins þremur
dögum eftir að hún fæddist. For-
eldrar hennar gáfu aldrei upp von-
ina um að sjá dóttur sína aftur, og
hafa haldið upp á afmælisdaginn
hennar í 17 ár. Zephany á þrjú
yngri systkin.
Í ljós hefur komið að stúlkan ólst
upp skammt frá heimili Nurse-
fjölskyldunnar, en grunaði aldrei
að hún tilheyrði henni. Í síðasta
mánuði hóf systir hennar, Cassidy
Nurse, nám við sama skóla og
Zephany og þær urðu vinkonur.
Þegar Morné sá hversu líkar
dóttir hans og vinkona hennar voru
hafði hann samband við lögreglu.
DNA-prófanir leiddu í ljós að Zep-
hany var dóttir hans og Celeste.
Konan sem rændi Zephany og ól
hana upp var þá fangelsuð og birt
var ákæra á hendur henni í gær.
Talið er að hún sé um 50 ára gömul
og eigi ekki önnur börn, að sögn
suðurafrískra fjölmiðla.
Celeste hitti elstu dóttur sína í
fyrsta sinn í fyrradag.
SUÐUR-AFRÍKA
Endurheimtu dóttur sína eftir 17 ár
Yfirvöld í hollenska bænum Pur-
merend hafa hvatt íbúa hans til
að vopnast regnhlífum þegar þeir
eru úti við á kvöldin vegna dular-
fullrar hrinu árása uglu sem hef-
ur hrellt bæjarbúana. Síðustu
þrjár vikur hefur uglan ráðist á
tugi íbúa bæjarins og mörg fórn-
arlambanna hafa þurft að fá að-
hlynningu á sjúkrahúsi. Á dög-
unum réðst hún til að mynda á tvo
menn sem voru á íþróttaæfingu
og sauma þurfti sex sár á höfði
annars þeirra. Íþróttafélag bæj-
arins hefur aflýst öllum æfingum
þar til öryggi
borgaranna
hefur verið
tryggt. Uglan
hefur einnig
ráðist að
minnsta kosti
fimmtán sinn-
um á íbúa
heimilis fyrir fatlað fólk í bænum.
„Það heyrist ekki í uglunni áður
en hún gerir árás,“ sagði einn
íbúanna. „Klærnar eru hvass-
beittar.“ Uglan er af tegund sem
nefnist úfur á íslensku.
HOLLAND
Þessi úfur er ekki
sökudólgurinn.
Ugla veldur skelfingu með tugum árása