Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 44

Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 ✝ Lilja Rögn-valdsdóttir fæddist í Dæli í Skíðadal 20. janúar 1918. Hún lést á dvalarheimilinu Dalbæ 23. janúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Árnadóttir, f. 28. júní 1888, d. 23. ágúst 1982, frá Dæli í Skíðadal og Rögnvaldur Tímoteus Þórðarson, f. 15. nóv- ember 1882, d. 26. mars 1967, frá Hnjúki í Skíðadal. Systkini Lilju: Árni Marinó Rögnvaldsson, f. 5. febrúar 1909, d. 23. september 2004, Guðlaug Halldóra Rögnvaldsdóttir, f. 22. nóvember 1910, d. 24. september 1980, Jón Kristinn Rögnvalds- son, f. 26. janúar 1913, d. 4. októ- ber 1999, Gunnar Kristmann Rögnvaldsson, f. 16. september 1. Súsanna, f. 1946, maki Júlíus Tryggvi Steingrímsson. Börn þeirra eru Sigrún og Björn Ingv- ar. Barnabörn þeirra eru sex. 2. Rögnvaldur Skíði, f. 1949, maki Guðríður Ólafsdóttir. Börn þeirra eru Lilja Berglind og Ólafur Helgi. Barnabörn þeirra eru sex. 3. Kristinn Atli, f. 1950, maki Halla Soffía Karlsdóttir. Börn þeirra eru Karl Ingi og Björn Snær. Barnbörn þeirra eru tvö. 4. Sólborg, f. 1955, maki Sigurður Sveinn Alfreðsson. Börn þeirra eru Jón Ingi og Sús- anna. Barnabörn þeirra eru tvö. 5. Soffía Ingibjörg, f. 1962, maki Teitur Gylfason. Börn þeirra eru Nanna og Embla Ýr. Þau eiga eitt barnabarn. Lilja ólst upp í Dæli í Skíðadal. Hún var í vinnumennsku í Reyk- holti í Borgarfirði í einn vetur. Lilja var einn vetur í kvenna- skólanum á Laugalandi. Árið 1945 giftist Lilja Friðbirni, þau bjuggu á Hóli í Svarfaðardal frá 1945 til 1974. Árið 1974 fluttust þau til Dalvíkur og vann Lilja við ýmis störf. Útför hennar fer fram í Dal- víkurkirkju í dag, 28. febrúar 2015, kl. 13.30. 1915, Þórdís Rögn- valdsdóttir, f. 5 maí 1920, d. 29. október 2014, Rögnvaldur Rögnvaldsson, f. 29. júní 1923, d. 7. nóv- ember 1988, Snorri Þór Rögnvaldsson, f. 2 júlí 1926, d. 13. febrúar 2008, Hörð- ur Rögnvaldsson, f. 5. október 1928, Ár- mann Rögnvalds- son, f. 12. maí 1931, Auður Rögn- valdsdóttir, f. 22. september 1934. Fóstursystir Jóhanna Hall- grímsdóttir, f. 7. júlí 1899, d. 1. janúar 1975. Eiginmaður Lilju var Frið- björn Adólf Zophoníasson, f. 22. desember 1918, d. 27. júní 1986, frá Hóli í Svarfaðardal, for- eldrar hans voru Zophonías Jónsson og Súsanna Guðmunds- dóttir sem bæði eru látin. Börn Lilju og Friðbjörns eru: Okkur systur langar að minn- ast móður okkar með nokkrum orðum. Þegar við hugsum til mömmu okkar, Lilju Rögnvalds- dóttur, þá rifjast upp margar góð- ar minningar. Mömmu okkar þótti mjög gam- an að syngja og dansa og má segja að hún hafi verið að dansa fram í andlátið því oft tók hún dansspor eftir göngunum á Dalbæ. Á Dalbæ er stundum spilað á harmónikku fyrir gamla fólkið og var dansinn vínarkrus í miklu uppáhaldi hjá mömmu. Hún var alltaf ótrúlega létt á fæti og meira að segja eftir að hún veiktist reyndi hún enn að slá taktinn. Þegar hausta tók þótti henni gaman að fara til berja. Mamma var mjög fljót að tína ber, við syst- ur vissum ávallt þegar mamma henti sér niður á þúfu að þá væri hún komin í ber og hún var ekki mjög kát þegar hún sá okkur syst- ur nálgast hennar umráðasvæði. Mamma átti hjólhýsi sem var staðsett í skógarreitnum við Dæli. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar fór að vora og hún sá fram á að geta verið í sveitinni sinni. Í reitnum var alltaf nóg við að vera og hún var iðin við hrífuna. Æði oft tók mamma með sér pönnu- kökur í reitinn sem féll í góðan jarðveg hjá yngstu afkomendun- um. Sérstaklega þótti mömmu gott að sitja í sólinni en hún var dugleg að nýta sér sólina við hvert tæki- færi. Á meðan hún bjó á Skíðabraut- inni þá átti hún yndislega ná- granna sem fylgdust vel hver með öðrum. Æði oft var fundur hjá mömmu, Þórdísi og Hillu eftir að þær voru búnar að horfa á tiltek- inn þátt í sjónvarpinu og þá var spjallað um atburði þáttarins og mögulega framvindu sögunnar. Mamma hafði unun af útivist, oft gekk hún upp til fjalla ýmist ein eða með vinkonum sínum. Við systkinin höfðum áhyggjur þegar við vissum að hún var ein á göngu. Til að tryggja að hún gæti haft samband ef eitthvað kæmi upp á var keyptur handa henni GSM- sími, sem hún harðneitaði að nota og stökk á fyrsta tækifæri sem gafst til að gefa barnabarni sínu símann. Tæknin var ekki hennar sterkasta hlið og hægt að segja að hún hafi verið með takkafælni á háu stigi. Mamma hafði á orði að það væri lífsnauðsynlegt að anda að sér útilofti ef maður ætlaði að halda heilsu. Einnig fékk hún sér lítið staup of koníaki á hverjum degi í þeim tilgangi að halda heilsu og forðast umgangspestir. Mamma var mikil handavinnu- kona og eftir hana liggur mikil og falleg handavinna. Mömmu féll sjaldan verk úr hendi og skilar hún miklu og góðu ævistarfi. Mamma gat ekki sinnt handa- vinnu sinni síðustu æviárin en hún stytti sér þá stundir við lestur. Mamma var lágvaxin, grann- vaxin kona. Hún var léttlynd og brosmild en hún hafði einnig ákveðni og skap til að koma sér áfram í lífinu. Farðu í friði, elsku mamma. Soffía, Sólborg og Súsanna. Þegar við kveðjum ömmu þá á maður í raun erfitt með að gera sér fyllilega grein fyrir því hversu miklar breytingar hafa átt sér stað á hennar 97 ára æviskeiði. Ár- ið 1918, á fæðingarári ömmu, geis- aði spænska veikin, Katla gaus og hér ríkti frostaveturinn mikli. Jan- úar 1918, fæðingarmánuður ömmu, var enda kaldasti mánuður á Íslandi á allri 20. öld. Íslending- ar voru á þessum tíma ein fátæk- asta þjóð í Evrópu. Síðan þá hefur samfélag okkar tekið gífurlegum breytingum sem er ekki síst að þakka þrotlausri vinnu þeirra kynslóða sem lifðu og störfuðu stærstan hluta síðustu aldar. Og þar lagði amma svo sannarlega sitt af mörkum enda dugnaðar- kona í alla staði. Það var alltaf gott að koma til ömmu enda mátti bóka að heitt kakó væri á boðstólnum ásamt ömmukexi auk þess sem hafra- kexið hennar var ómissandi þegar líða fór að jólum. Það var gaman að spjalla við ömmu og alltaf stutt í hláturinn. Í einni heimsókn minni til hennar sagði hún mér frá því að hún hefði verið að snúa dýnunni í rúminu sínu við. Var dýnan ansi þung og hafði það greinilega verið talsvert verk og líklega tveggja manna verk frekar en að smávax- in kona á níræðisaldri væri að glíma við þetta ein. Ekki var laust við að það læddist fram smá prakkaraglott á ömmu við frá- sögnina. Var ég látinn sverja að segja ekki nokkrum manni frá þessu. Ég vona að hún fyrirgefi mér þó ég uppljóstri leyndarmál- inu nú. Oft fékk ég það heiðurshlut- verk að gerast einkabílstjóri ömmu og sækja hana í sunnudags- matinn. Mátti ég yfirleitt hafa mig allan við að halda henni inni í bíln- um þegar komið var upp á hlað á Hóli og var varla búinn að leggja bílnum þegar amma var búin að opna bílhurðina enda ekkert hálf- kák í boði. Að rétta ömmu hjálp- arhönd við að fara í og úr bílnum var líka afþakkað pent og voru skilaboðin frá níræðri konunni skýr um að slík aðstoð væri bara fyrir gamalt fólk. Enda var amma dugleg að hreyfa sig, gekk mikið og má segja að gönguhraðinn hafi yfirleitt jaðrað við hlaupahraða. Mér er líka minnistætt að sitja inni í hjólhýsi hjá ömmu í Dæl- isreitnum, líklega fyrir vel yfir 20 árum. Elsta langömmubarn ömmu var þá einu sinni sem oftar búið að vera með ólæti og amma greinilega búin að fá nóg. Greip í buxnastreng stráksa og lagði hann fagmannlega á gólfið í hjól- hýsinu með nettum hælkrók á vinstri og bað hann vinsamlegast að haga sér skikkanlega. Mátti þar glöggt sjá að þar fór kona sem var fyrir löngu orðin fullnuma og með margra ára reynslu í því að siða til og ala upp ólátabelgi. Þær aðstæður sem amma fæddist og ólst upp í snemma á 20. öldinni hafa eflaust átt mikinn þátt í að móta hana sem persónu. Hún var að mínu viti hörkutól andlega sem líkamlega og finnst mér eft- irfarandi orð úr ljóði Stephans G. Stephanssonar eiga vel við á kveðjustund: Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Elsku amma, takk fyrir sam- veruna og allar góðu minningarn- ar. Megi góður guð geyma þig. Björn Snær Atlason. Amma hefur kvatt, þessi agn- arsmáa og fíngerða kona sem var alltaf svo falleg og vel til höfð. Í litlum líkama hennar rúmaðist stórt hjarta sem var fullt af kær- leika og gleði til handa öllum sem henni þótti vænt um. Amma var glettin og skemmti- leg kona sem hló og gerði grín í hvert sinn er færi gafst. Í huga hennar var vinnusemi dyggð. Henni féll sjaldnast verk úr hendi og heimili þeirra afa bar þess merki. Amma var náttúrubarn. Daglega fór hún í langa göngu- túra, á veturna gekk hún á göngu- skíðum og á sumrin til fjalls. „Ég breytist bara í aumingja ef ég hætti að hreyfa mig,“ sagði hún gjarnan og hló. Þegar heilsan bauð ekki lengur upp á fjallgöngur tóku stigarnir á dvalarheimilinu við. Amma gætti hófs í öllu en kunni vel að meta það sem gott var. Lítið staup af góðu koníaki gerði oft gæfumuninn og kannski eins og ein rommkúla, en alls ekki meira en það. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í sama húsi og amma og afi fyrstu árin. Amma gætti mín á daginn á meðan mamma vann úti um tíma. Þá var nú glatt á hjalla því amma var alltaf tilbúin að Lilja Rögnvaldsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma Lilja, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið en við vitum að þér líður mjög vel og ert búin að hitta langafa. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn, leika með rauða boltann og fá nammi. Sigurður Ágúst Jónsson, Sóldís Lilja Jónsdóttir. ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 www.fylgd.is • fylgd@fylgd.is Þjónusta allan sólarhringinn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA CLAUSEN, lést á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. mars kl. 13. . Árni S. Kristjánsson, Sólveig E. Hólmarsdóttir, Ævar Agnarsson, Holger P. Clausen, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Kristján S. Árnason, Sigurlaug Erla Gunnarsdóttir, Ásdís Árnadóttir, Grettir Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, HELGA HAFSTEINSDÓTTIR, Þrúðsölum 10, Kópavogi, lést á líknardeild LSH í Kópavogi laugardaginn 21. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Sérstakar þakkir fá Friðbjörn læknir og Hjördís hjúkrunarfræðingur, sem og allt starfsfólk 11-B á LSH, Heimahlynningar og líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju í garð Helgu og fjölskyldu. . Dagbjartur Hilmarsson, Hilmar Hafsteinn Dagbjartsson, Darri Dagur Dagbjartsson. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ELSA ÞORVALDSDÓTTIR, Álfheimum 62, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 22. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 15. . Þorvaldur Sigurðsson, Herdís Ástráðsdóttir, Þóra Katla Bjarnadóttir, Þórður Sigurðsson, Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, Theódóra Þorvaldsdóttir, Jóhann K. Ragnarsson, Davíð Ingi Þorvaldsson, Hrefna María Jónsdóttir, Ágúst Atlason, Arnar Jónsson, Kristján Andri Jónsson og langömmubörn. Elsku hjartans pabbi minn, sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og sambýlismaður, UNNAR INGI HEIÐARSSON, Vallartúni 6, Akureyri, sem lést fimmtudaginn 19. febrúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning Benoný Inga sonar hans, 302-13-300328, kt. 280812-2690. . Benoný Ingi Unnarsson, Heiðar Rögnvaldsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Magnús Guðjónsson, Íris Huld Heiðarsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðrún Helga Heiðarsdóttir, Valur Oddgeir Bjarnason, Guðrún Helga Kjartansdóttir, Steinunn Ósk Eyþórsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LÝÐUR BAKKDAL BJÖRNSSON sagnfræðingur, Starhólma 4, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 25. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Guðbjörg Ósk Vídalín Óskarsdóttir, Valgerður Birna Lýðsdóttir, Haraldur Jónasson, Lýður Óskar Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.