Morgunblaðið - 28.02.2015, Síða 54

Morgunblaðið - 28.02.2015, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Fjöltengi nefnist samsýning sem verður opnuð í Ekkisens í kvöld kl. 20. Tíu listamenn eiga verk á sýningunni, en allir eiga þeir það sameiginlegt að „vinna eftir innsæi sem og meta sköpunarferlið til jafns við útkomuna á verkum sín- um,“ eins og segir í tilkynningu. Sýnendur eru Andrea Ágústa Að- alsteinsdóttir, Andri Björgvinsson, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Myrra Leifsdóttir, Heiðrún G. Vikt- orsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Sara Ósk Rúnarsdóttir, Sigríður Þóra Óðinsdóttir, Steingrímur Gauti og Ylva Frick. Sýningin stendur til 6. mars. Unnið með innsæ- ið að leiðarljósi Fjöltengi Eitt verkanna. Helgin verður viðburðarík í menningarhús- inu Mengi. Í kvöld kl. 21 býð- ur Reykjavík Dance Festival völdum danshöf- undum að takast á við að skapa sóló þar sem orð og texti eru eini miðillinn, undir yfirskriftinni Speaking Solos. Annað kvöld kl. 21 munu svo tónlistarmennirnir Clau- dio Puntin og Skúli Sverrisson halda tónleika, spila nýtt efni og spuna fyrir klarinett og bassa. Tón- leikarnir eru á dagskrá Berlin X Reykjavík tónlistarhátíðarinnar. Sólóar, Skúli og Claudio Puntin Claudio Puntin Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Fyrra verkið fylgdi okkur í tíu ár með hléum og á þeim tíma veltum við Sigursveinn iðulega fyrir okkur hvert hefði orðið framhaldið á lífi tenórsins eftir þeirra samvistir og á endanum settist ég niður við skrift- ir,“ segir Guðmund Ólafsson höf- undur leikritsins Annar tenór sem frumsýnt verður í Iðnó í kvöld kl. 20. Um er að ræða framhald á leiksýn- ingunni Tenórinn sem Guðmundur lék í ásamt píanóleikaranum Sig- ursveini Magnússyni og sýnt var rúmlega 70 sinnum víðs vegar um landið í framhaldið af frumsýningu verksins í Iðnó árið 2003. Tenórinn gerðist í búningsher- bergi tónlistarhúss örstuttu fyrir tónleika tenórsöngvara sem verið hafði langdvölum í útlöndum, en sýn- ingunni lauk með því að tenórinn var á leið inn á svið að syngja tónleikana. „Tenórinn var ekki í besta standi undir lok verksins þegar skilið var við hann. Bæði var orðið ljóst að röddin hefði eitthvað verið að svíkja hann stundum auk þess sem ljóst var að hjónaband hans var allt upp í loft vegna þess að hann hafði greini- lega misstigið sig í samskiptum sín- um við hitt kynið. Ég fór því að velta fyrir mér hvernig farið hefði fyrir tenórnum og hver væri staða hans í dag. Það má segja að niðurstaðan hafi orðið, án þess að maður segi of mikið, að hann flutti einn heim til Ís- lands og hefur búið og starfað við kennslu á Austurlandi í nokkur ár,“ segir Guðmundur og tekur fram að forvitnilegt sé að skoða hvernig það fari í mann sem hafi áður verið að syngja í stórum óperuhúsum að vera kominn í íslenskan hversdagsleika. „Egóið er svolítið að þvælast fyrir honum.“ Aðspurður hvort tenórinn eigi sér fyrirmynd í íslenskum veruleika svarar Guðmundur því neitandi. „Tenórar eru dálítið sérstök mann- gerð. Þeir verða að vera það. Sjálfs- traust þeirra verður að vera til stað- ar og þeir þurfa að þenja brjóst- kassann svolítið vel. En ég hugsaði tenórinn minn almennt út frá lista- mönnum. Við erum voðalega oft svo- lítið beiskir og bitrir, finnst aðrir fá meiri og betri tækifæri og skiptir þá engu hvort þeir fá í reynd góð tæki- færi. Menn eru aldrei fullkomlega ánægðir. Þetta var það sem kveikti þessa hugmynd upprunalega, að fjalla um svoleiðis manneskju,“ segir Guðmundur og viðurkennir fúslega að hann hafi allnokkra samúð með tenórnum sínum og skilji hann vel. Leitar undirleikarann uppi Að sögn Guðmundar á tenórinn í nýja verkinu erindi í höfuðborgina þar sem hann leitar uppi undirleik- ara sinn frá fyrra verki. „Þeir hafa ekkert sést síðan þessi konsert var haldinn sem þeir voru að undirbúa í fyrra verkinu og það eru liðin ná- kvæmlega, eins og núna, ellefu og hálft ár síðan. Í seinna verkinu hitt- ast þeir á sviðinu í Iðnó þar sem und- irleikarinn er að undirbúa sig fyrir tónleika kvöldsins þar sem ungur og efnilegur tenórsöngvari ætlar að spreyta sig. Sú staðreynd hrærir talsvert upp í tilfinningalífi söngv- arans,“ segir Guðmundur og tekur fram að verkið varpi ljósi á hvernig líf beggja mannanna sé í dag. „Inn í atburðarásina fléttast síðan ung kona, sem sér um tæknimál hússins. Alheimssöngvaranum finnst hún aðallega vera að þvælast fyrir, en hún er afskaplega góð stúlka sem vill allt fyrir alla gera sem fer stundum í taugarnar á okkar manni,“ segir Guðmundur sem líkt og í fyrri sýningunni fer með hlut- verk tenórsins. Sem fyrr er Sig- ursveinn í hlutverki undirleikarans, en með hlutverk ungu stúlkunnar fer Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. Leik- stjóri uppfærslunnar er María Sig- urðardóttir. Sýningin stútfull af tónlist Líkt og í fyrri sýningunni er tón- listin áberandi í uppsetningunni nú. „Sýningin er stútfull af tónlist, allt frá dægurlögum til óperuaría,“ segir Guðmundur og tekur fram að tónlist tali ávallt sterkt til áheyrenda. „Leikhúsgestir skemmtu sér ákaf- lega vel á fyrri sýningunni og von- andi gildir það líka um þessa seinni sýningu,“ segir Guðmundur og tekur fram að hann læði tónlistinni ávallt áreynslulaust inn í verkið til að hún styðji við framvinduna. Spurður hvort leikhúsgestir megi eiga von á frekari ævintýrum tenórsins í fram- tíðinni svarar Guðmundur því neit- andi. „Ég held að þetta verði bara leikhústvenna. Tenórinn á að vísu óuppgerðar sakir á Ítalíu, en besta leiðin til að gera því skil væri í kvik- mynd,“ segir Guðmundur og tekur fram að hann dreymi um að skutla Tenórnum aftur á svið þannig að hægt sé að sýna sýningarnar tvær samhliða. „Líkt og gilti með Ten- órinn er Annar tenór settur upp í einfaldri umgjörð sem gerir sýn- inguna mjög ferðavæna.“ Næstu sýningar verða 8., 12. og 20. mars. Miðasala á midi.is. „Egóið að þvælast fyrir“  Leikritið Annar tenór frumsýnt í Iðnó í kvöld kl. 20  Framhald á Tenórnum sem sýndur var 70 sinnum Ljósmynd/Sigfús Már Pétursson Söngdrama Sigursveinn Magnússon, Guðmundur Ólafsson og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir í hlutverkum sínum. Strengjakvartettar eftir Ludwig van Beethoven og Oliver Kentish munu hljóma á lokatónleikum vetrarins á vegum Kammermúsíkklúbbsins sem fram fara í Norðurljósasal Hörpu ann- að kvöld kl. 19.30. Flytjendur eru fiðluleikararnir Sig- rún Eðvaldsdóttir og Joaquin Páll Pa- lomares, Ásdís Valdimarsdóttir víólu- leikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. „Tónleikarnir eru helgaðir minn- ingu Einars B. Pálssonar verkfræð- ings, sem sat í stjórn Kammermúsík- klúbbsins í áratugi. Hann hafði mikið dálæti á strengjakvartettum Beethov- ens og því þykir stjórn Kammermúsík- klúbbsins við hæfi að minnast hans með flutningi á tveimur af kvartettum Beethovens og frumsömdum kvartetti Olivers Kentish tileinkuðum honum,“ segir m.a. í tilkynningu. Lokatónleikar vetrarins  Strengjakvartettar eftir Beethoven og Oliver Kentish Hljóðfæraleikararnir Joaquin Páll Palomares, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir leika í Hörpu annað kvöld. Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 1. mars kl. 14-16: Áttu forngrip? Sérfræðingar greina gripi almennings. Þriðjudagur 3. mars kl. 12: Fyrirlestur Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings um einsetulifnað á miðöldum Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Nála á Torginu Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna • Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 8. mars Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 GÖNGUFERÐ UM SLÓÐIR ÍSLENSKRA MYNDLISTARKVENNA, sunnudag kl. 14 frá Listasafni Íslands - Birna Þórðardóttir leiðir göngu um markverða staði í Rvík er tengjast sögu ísl. myndlistarkvenna. A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. 31.1–22.3.2015. ÞARFUR ARFUR OG HIRÐDRÁPUR - Þórarin Eldjárn les úr eigin verkum á sunnudag kl. 15 Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið sunnudaga kl. 14-17. Largo - presto Tumi Magnússon Neisti Hanna Davíðsson Síðasta sýningarhelgi Leiðsögn Sunnudag 1. mars kl. 15 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.