Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar hafa lagt fram kaup- tilboð í Setbergslandið á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Landið er vestur af Urriðaholti á eftirsóttum stað og er ljóst að kaupverðið hleypur á milljörðum króna. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, á byggingarlóð- irnar og hafa fjárfestar lagt fram kauptilboð með fyrirvara um fjármögnun. Samkvæmt heim- ildum blaðsins úr byggingargeir- anum er Franz Jazorski í farar- broddi þessara fjárfesta. Ekki náð- ist í Franz í gær. Fram kom í samtali Morgun- blaðsins við Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ, í nóvember að einkaaðilar hefðu hugmyndir um að byggja allt að 630 íbúðaeiningar í Setbergslandinu. Áætlaði skipu- lagsdeild sveitarfélagsins að þar gætu búið um 2 þúsund manns. Verktaki sem Morgunblaðið ræddi við áætlaði að lóðaverð í Set- bergslandi yrði 5 milljónir króna á íbúð, eða svipað og í Urriðaholti. Staðsetningin mjög góð Samkvæmt því er verðmæti byggingarlóða á svæðinu 3,2 millj- arðar króna. Annar heimildamaður í byggingargeiranum taldi það verulega vanáætlað. Hér til hliðar má sjá deiliskipu- lagstillögu sem bar sigur úr býtum í samkeppni um skipulag svæðisins árið 2006. Þetta er því ekki sam- þykkt skipulag og gæti byggðin því tekið breytingum. Hannes F. Sigurðsson, verk- efnastjóri hjá Hömlum, segir nokkra aðila hafa sýnt svæðinu áhuga. Það komi ekki á óvart enda sé staðsetningin mjög góð. Hann segir tímasetninguna ágæta. Byrjað sé að byggja skóla í Urriðaholti sem muni nýtast fyrir nemendur í Setbergslandi. Eins og kortið hér á síðunni sýnir markast svæðið af Reykjanesbraut, Urriðakotsvatni, Elliðavatnsvegi og Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Það liggur vel við samgöngum og stutt er í þjónustu. Óvíst um golfvöllinn Golfklúbburinn Setberg er með aðstöðu á svæðinu og er óvíst hvort völlurinn mun víkja. Norður af Set- bergslandinu er íþróttasvæði Kaplakrika. „Við höfum unnið með þá hugmynd að golfvöllurinn fengi að halda sér við vatnið og hraunjað- arinn. Það yrði þá 9 holu völlur. Það er hins vegar ekki ljóst hvaða hugmyndir nýir fjárfestar hafa,“ segir Hannes um framtíð vallarins. Lagt var til í deiliskipulaginu 2006 að Urriðavatn, hrauntanginn og votlendið umhverfis vatnið verði friðlýst sem friðland. Fasteignasali sem Morgunblaðið ræddi við sagði Setbergslandið eitt fárra byggingarsvæða sem eftir væru í Garðabæ. Með hliðsjón af nálægum hverfum væri viðbúið að hverfið yrði í dýrari kantinum. Fjárfestar kaupa Setbergslandið  Hafa lagt fram kauptilboð með fyrirvara um fjármögnun  Kaupverðið hleypur á milljörðum  Hugmyndir um að byggja 630 íbúðaeiningar á svæðinu  Söluverð lóða áætlað á fjórða milljarð Ljósmynd/Greinargerð að tillögu að deiliskipulagi í október 2006 Í pípunum Rauða línan sýnir fyrirhugað byggingarsvæði í Setbergslandi. Setbergsland Re yk ja ne sb ra ut Elliðavatnsvegur Urriðakotsvatn Hrauntangi Hannes Frímann Sigurðsson Fyrirhuguð byggingarsvæði í Garðabæ Urriðaholt Svæði norðan Akrahverfis Garðaholt Setbergsland Álftanes A) Breiðumýri B) Kirkjubrú C) Sveinskoti Friggjarreitur/ Lyngás Hnoðraholt Baldur Arnarson baldura@mbl.is Viðskiptafélagarnir Edward Mac Gillivray Schmidt og Jónas Hagan Guðmundsson keyptu þrjár efstu hæðirnar á Lindargötu 37, ellefu hæða íbúðaturni í Skuggahverfinu í Reykjavík. Félagarnir eru búsettir í Genf og nota allar fjórar íbúðirnar á efstu hæðunum sem orlofsíbúðir. Kaupin sæta tíðindum á íslensk- um fasteignamarkaði því með íbúð- unum er sett nýtt viðmið fyrir íburð í fjölbýlishúsum. Þannig hefur Morg- unblaðið heimildir fyrir því að fé- lagarnir hafi sett minnst á annað hundrað milljónir í húsbúnað og hönnun og kemur það til viðbótar einu hæsta fermetraverði landsins. Annars vegar keypti Schmidt íbúðir 901 og 902 en þær eru 183,3 og 173,2 fermetrar, alls 356,2 fer- metrar. Veitti byggingarfulltrúi í Reykjavík samþykki fyrir því að íbúðirnar yrðu sameinaðar. Verðið líklega yfir 500 milljónir Hins vegar keypti Jónas Hagan tvær efstu íbúðirnar á 10. og 11. hæð en þær eru 209,6 og 253 fermetrar, samtals 462,6 fermetrar. Félagið Main ehf. keypti íbúð- irnar fyrir hönd Jónasar Hagan en það er í 100% eigu Principal Hold- ings ehf. en hlutur Jónasar Hagan í því er 64,26% og á félagið Respect ehf. 35,74% hlut, samkvæmt fyrir- tækjaskrá Creditinfo. Samanlagt eru efstu þrjár hæð- irnar 819,1 fermetri og herma heim- ildir blaðsins að reikna megi með að fermetrinn kosti 700 þúsund krónur. Samkvæmt því er kaupverðið yfir 570 milljónir. Fyrir þá upphæð mætti kaupa 28 níutíu fermetra íbúðir í Árbænum, svo dæmi sé tekið út frá dæmigerðu meðalverði seldra eigna í hverfinu. Þetta kann að vera varlega áætlað enda hafði Morgunblaðið eftir fast- eignasala að fermetraverð á efstu hæðum í nýjustu turnum Skugga- hverfisins væri allt að milljón króna. Að viðbættum kostnaði við hönn- un og húsbúnað má því ætla að kostnaður við íbúðirnar fjórar sé um og yfir 700 milljónir króna. Það undirstrikar náin tengsl Schmidt og Jónasar Hagan að sá síð- arnefndi skrifaði undir báða kaup- samninga sem kaupandi. Félagið Strendur ehf. var seljandi íbúðanna. Kaupverðinu haldið leyndu Hjá Sýslumanninum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að sjá kaupverð eignanna, enda kæmi kaupverðið ekki fram í viðaukum við kaupsamning. Það er ekki skylt að þinglýsa viðaukum og eru þeir því trúnaðargögn. Slíkt er langt í frá einsdæmi en fasteignasali sem rætt var við sagði algengt að dýrustu einbýlishús væru ekki auglýst heldur væri líklegra kaupenda leitað í röðum efnafólks. Móðir Jónasar býr í annarri efstu íbúðinni og var útbúinn hringstigi á milli 10. og 11. hæðar. Íbúðirnar eru annars eins konar orlofsíbúðir eig- enda sem eiga aðalheimili í Genf. Þeir félagar Schmidt og Jónas Sagan voru í hópi fjárfesta sem fengu í haust heimild frá Fjármála- eftirlitinu til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingar- banka. Jónas Hagan er forstjóri Taxfree Worldwide en Schmidt er stjórnarformaður Steinhaufen Hold- ing ehf. Var félagið hluti af kaup- endahópnum í Straumi. Það félag er með sama heimilis- fang og Principal Holdings, félag Jónasar Hagan. Láta innrétta dýrustu íbúðir Íslandssögunnar  Viðskiptafélagar kaupa þrjár efstu hæðirnar í turnhýsi Morgunblaðið/Styrmir Kári Lindargata 37 Þar er að finna dýr- ustu íbúðir Íslandssögunnar. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Landsmenn bera mest traust til Landhelgisgæslunnar af helstu stofnunum landsins, samkvæmt nið- urstöðum í nýjum Þjóðarpúls Gall- up. Samtals treystir 81% Gæslunni. Minnst traust bera landsmenn til bankakerfisins eða 12% og næst- minnst til Alþingis eða 18% en þess má geta að það er 6 prósentustigum minna en á sama tíma í fyrra. HÍ og lögreglan ofarlega Fjármálaeftirlitið er í þriðja sæti neðan frá en 21% treystir því og er embætti Umboðsmanns skuldara í því fjórða með 28%. Þær þrjár stofnanir sem skipuðu efstu sætin eru þær sömu og hafa verið þar síð- ustu ár en á eftir Landhelgisgæsl- unni kemur lögreglan með 77% traust og þá Háskóli Íslands með 72%. Í frétt frá Gallup kemur fram að þó að Landhelgisgæslan skipi efsta sætið þá mælist traustið átta pró- sentustigum minna en síðasta ár. Sex af hverjum tíu bera mikið traust til heilbrigðiskerfisins, um 43% bera mikið traust til embættis forseta Íslands og sama hlutfall til dómskerfisins. Mesta hækkun á milli ára má sjá hjá ríkissáttasemjara en traust til hans hækkar upp í 51% eða um þrettán prósentustig. Þátttökuhlut- fall var 58,0% og úrtaksstærð 2.900 einstaklingar. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Traustið á þinginu minnkaði um 6 prósentustig milli ára. Aðeins 18% bera traust til Alþingis  Flestir treysta Landhelgisgæslunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.