Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Þorfinnur Skúlason er vefstjóri hjá lyfjafyrirtækinu Alvogenen hann hefur starfað í þessum geira frá 1998. Þorfinnur eríslenskufræðingur að mennt og gaf út skemmtileg og áhuga- verð rit á sínum tíma. „Ég hef minni tíma fyrir það núna en þetta voru mest rit frá 18. öld. Ég gaf út ritsafn með Víkingi Kristjánssyni leikara sem heitir Upplýsingaröldin og með Erni Hrafnkelssyni gaf ég út nokkur rit eins og Brúðkaupssiðabók Eggerts Ólafsonar og Leiðarvísi í ástarmálum og einnig uppeldisbók frá 18. öld. Þar eru ýmis heilræði eins og að það eigi ekki að gefa ungbörnum brennivín, en það virðist hafa verið gert á þessum tíma til að róa þau.“ Þorfinnur er núna að byggja upp vefi fyrir Asíuhluta Alvogen. „Við erum komin langt með vef fyrir Taívan og svo erum við að setja upp vef fyrir S-Kóreu. Það eru stærstu verkefnin í augnablik- inu, en starfsemi fyrirtækisins er í 34 löndum og jafnt og þétt erum við að byggja upp vefi fyrir starfsemina. Utan vinnu þá er það helst að maður lesi góðar bækur, ég hef gaman af að elda og hef verið í brauðbakstri. Svo hleyp ég svolítið, tók þátt í Amsterdam-hálfmaraþoni síðasta október og spila golf yf- ir sumarið og er alltaf í fótbolta svo það er heilmikið sem maður er að djöflast í. Ég tók síðan rispu 2013 í teikningum, setti nýársheit þá um að teikna eina mynd á dag og náði að uppfylla það í hálft ár.“ Eiginkona Þorfinns er Kristrún Halla Helgadóttir og börn þeirra eru Embla 17 ára, Kristín 10 ára og Magnea 9 ára. Þorfinnur Skúlason er 44 ára í dag Hjónin Þorfinnur og Kristrún Halla, sagnfræðingur og vinnur við Ís- lendingabók en Þorfinnur vann einnig við það verkefni í byrjun þess. Upplýsingarmaður í nútíma og fortíð Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Patrik Máni Alexanders- son fæddist 3. apríl 2014. Hann vó 4.048 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Al- exander Ingi Krist- jánsson og Aníka Rut Halldórsdóttir. Nýr borgari F Kristín Jóhannesdóttir er fædd á Siglufirði 21. mars 1975 en ólst upp í Örebro í Svíþjóð til 9 ára aldurs þar sem for- eldrar hennar voru við nám. Hún flutti þá í Garðabæinn og gekk í Flataskóla og Garðaskóla í Garðabæ. „Fyrsta sumarvinnan var á Hvera- bakka á Flúðum, þar sem ég starfaði í fjögur sumur á garðyrkjubúi hjá Sigurði Tómassyni og Svövu Svein- björnsdóttur. Næstu tíu sumur eftir það var ég í Mývatnssveit, fyrst sex sumur á Hótel Reynihlíð og síðan tvö sumur hjá Mýflugi. Loks tóku við tvö sumur þar sem ég aðstoðaði unnust- ann við rekstur hestaleigu í sveitinni. Eftir grunnskólann lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem draumurinn hafði alltaf verið að komast í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, og útskrifaðist sem stúd- ent af náttúrufræðibraut vorið 1995.“ Búið á Akureyri frá 1996 Í janúar 1996 flutti Kristín norður til Akureyrar, þar sem hún fór að vinna í leik- og grunnskóla í nokkra mánuði áður en hún byrjaði í grunn- skólakennaranámi við Háskólann á Akureyri. Ég lauk B.Ed. prófi frá HA sumarið 1999, en þá fæddist frumburðurinn. Eftir stutt fæðing- arorlof fór ég að kenna, fyrst við af- leysingar í Brekkuskóla. Haustið 2000 byrjaði ég að kenna í Lundar- skóla, þar sem ég starfaði til sumars 2012, lengst af í kennslu, en síðustu tvö árin sem deildarstjóri. Haustið 2012 var ég ráðin skólastjóri við Odd- eyrarskóla á Akureyri og er því á Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri við Oddeyrarskóla – 40 ára Hjónin Kristín og Erlingur við útreiðar við Kotvöll á Suðurlandi þar sem þau dvelja gjarnan á sumrin. Tónlistin alltaf verið helsta áhugamálið Afmælisbarnið Kristín. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.