Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Sýning á veflistaverkum Ásgerðar Búadóttur verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag. „Á sýningunni er m.a. síðasta vegg- klæðið sem Ásgerður gerði. Þetta er abstrakt-verk byggt á línum og formum ofið úr ull og hrosshárum en auk verksins eru sýndar skissur og vinnuteikningar af verkinu sem gefur einstaka sýn á vinnuferli listamannsins,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Ásgerður fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920. Hún stundaði fram- haldsnám við Konunglegu listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn árin 1946-49. „Ásgerður var án efa markverð- asti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Alls urðu einkasýningar Ás- gerðar 15 talsins og hún tók þátt í um 70 samsýningum hér á landi sem erlendis,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Ásgerður lést árið 2014. Sýn- ingin stendur til 12. apríl. Veflistaverk Ásgerðar Verk Ofið úr ull og hrosshári. Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hefst í Hörpu á sunnudagskvöld, en þetta er í 33. sinn sem keppnin er haldin. 39 hljómsveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni, tíu sveitir keppa sunudagskvöld frá kl. 19.30 og síðan verður keppninni haldið áfram á sama tíma næstkomandi mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöld, en úrslitin verða laugardaginn 28. mars kl. 17. Í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit en dómnefnd aðra. Dóm- nefndin er skipuð undirrituðum, Árna Matthíassyni, og þeim Agli Tómassyni, Ásu Dýradóttur, Gunn- ari Gunnarssyni, Hildi Guðnýju Þór- hallsdóttur, Kristjáni Kristjánssyni og Ragnheiði Eiríksdóttur. Tilraunirnar voru fyrst haldnar 1982 og í gegnum tíðina hafa helstu verðlaun verið hljóðverstímar. Fyrstu verðlaun í tilraununum að þessu sinni eru tuttugu hljóðvers- tímar í hljóðverinu Sundlauginni með hljóðmanni, en einnig fær sig- ursveitin 50.000 kr. peningagjöf frá Senu, gjafabréf frá Icelandair í Evr- ópuferð til að spila á vegum Stage Europe Network sem Hitt Húsið er aðili að, að spila á Iceland Airwaves og að koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður 2015, flug og gisting innifalið, tuttugu þúsund króna úttekt frá 12 Tónum og styrk úr Minningarsjóði Péturs Kristjáns- sonar. Sú hljómsveit sem lendir í öðru sæti fær líka hljóðverstíma, tuttugu tíma í Stúdíó Paradís ásamt hljóð- manni, fær að spila á Iceland Airwaves og fimmtán þúsund króna úttekt frá 12 Tónum. Verðlaun fyrir þriðja sæti eru tuttugu hljóðverstímar í Aldingarð- inum ásamt hljóðmanni og tíu þús- und króna úttekt frá 12 Tónum. Hljómsveit fólksins fær upp- tökutæki frá Tónastöðinni, tuttugu þúsund króna úttekt frá Smekk- leysu, plötubúð og að spila í beinni í Popplandi á Rás 2. Tónastöðin verðlaunar svo gítar- leikara, bassaleikara, hljómborðs- leikara og trommuleikara Músíktil- rauna 2015 með þrjátíu þúsund króna úttekt í versluninni. Rafheili Músíktilrauna fær líka þrjátíu þús- und króna úttekt frá Tónastöðinni og mix og masteringu frá Möller Re- cords. Söngvari Músíktilrauna fær SHURE Beta 58 hljóðnema frá Hljóðfærahúsinu. Forlagið veitir bókagjöf sem viðurkenningu fyrir textagerð á ís- lensku og árs áskrift að snara.is. Auk þeirra hljómsveita sem getið er hér til hliðar koma fram Elgar úr Reykjavík; Ívar Hannes Pétursson, Eiður Tjörvi Pálsson, Dagur Leó Pálsson og Danival Heide Sævars- son, Distort City úr Mosfellsbæ og víðar; Samúel Ásgeirsson, Axel Markús Ólafsson, Ögmundur Kára- son og Hreggviður Emil Eðvarðsson og Áhryf úr Kópavogi; Þorgeir Björnsson, Huginn Goði Kolbeins- son og Sindri Franz Pálsson. arnim@mbl.is Músíktilraunir 2015 Vára úr Kópavogi Sigurpáll Viggo Snorrason, Guðjón Sveinsson, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Bjarni Þorleifs- son og Dagur Reykdal Halldórsson. Deffice úr Kópavogi Patrekur Einar Sæmundsen, Sigursteinn Pálsson Enos, Halldór Pétur Gunnarsson, Greipur Garðarsson og Snorri Haraldur Hjálmarsson. Tramps úr Reykjavík Kristinn Godfrey Guðnason, Fannar Pálsson, Kristján Pétur Jónsson, Katrín Björg Hjálmarsdóttir og Alex Pétur Ólafsson. Par-Ðar af Suðurnesjum Arnar Ingólfsson, Kristjón Freyr Hjaltested, Viktor Atli Gunnarsson, Eyþór Eyjólfsson og Sævar Helgi Jóhannsson. Yolo af Akranesi Kristján Alexander Kristjánsson og Halldór Logi Sigurðarson. Epik úr Reykjavík Hljómsveitina skipa þau Friðgeir Óli Bjarnason, Aron Can Gultekin og Bríet Ísis Elfar. Gummi Hebb úr Reykjavík Eða bara Guðmundur Her- bertsson.  Hljómsveita- keppnin Músíktil- raunir hefst í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag Söfn • Setur • Sýningar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Íslenskir gullsmiðir - ný verk og skartgripahönnun á frímerkjum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 26. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. 31.1–22.3.2015. SUNNUDAGSDAGSKRÁ kl. 15: KVIKMYND um Íslandsferðir Johannesar Larsen & Dönsk og íslensk sönglög í flutningi Kristjönu Arngímsdóttur og Kristjáns Eldjárns Hjartarsonar. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið sunnudaga kl. 14-17. Largo - presto Tumi Magnússon Síðasta sýningarhelgi Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Ný sýning ÁMUNDI:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.