Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er bara búið að vera mjög skemmtilegur tími. Það hefur verið gaman að undirbúa ferminguna,“ segir Sólveig Halla Eiríksdóttir ferming- arbarn. Hún er elst þriggja barna Eiríks Gunnsteinssonar hæstaréttarlög- manns og konu hans Sigurlaugar Bjargar Stefánsdóttur, verk- efnastjóra hjá Ríkiskaupum. „Þetta er fyrsta fermingin hjá okkur hérna heima,“ segir Sólveig Halla. „Við erum búin að velta því heilmikið fyrir okkur hvernig við ætlum að hafa allt í kringum ferm- inguna.“ Hvað er þér eftirminnilegt úr und- irbúningnum? „Allt eiginlega. Skemmtilegast var að kaupa fötin og undirbúa veisl- una.“ Hvernig föt keyptir þú? „Ég er bara búin að kaupa hvítan kjól sem nær niður á hné og er með búndu að ofan og síðerma. Ekta fermingarkjóll. Ég á eftir að kaupa skó. Ég ætla að hafa frekar einfalda hárgreiðslu, slegið hár með svolitlum liðum, en tveir fremstu lokkarnir verða festir saman aftan á höfðinu. Ég hef prófað mig áfram með greiðsluna og mamma hefur hjálpað mér.“ Er þetta í takt við það sem er í tísku hjá stelpum núna? „Já, margar ætla að vera með krullur og einfalda greiðslu. Lang- flestar verða í hvítum kjól, sumar þó öðrum litum. Við erum nokkrar vin- konur sem fermumst saman en sum- ar fermast á öðrum tímum en ég.“ Vinkonurnar hafa talað mikið saman um ferminguna Hafi þið haft samráð um hvernig þið viljið hafa ferminguna? „Já, við erum búnar að tala mjög mikið um ferminguna. Við erum allar að skipuleggja veislurnar okkar og segjum hver annarri hvernig við ætl- um að hafa þetta. Við höfum líka rætt um fermingarfötin og hvernig við ætlum að vera á fermingardaginn.“ Mála stelpur sig núna fyrir ferm- inguna? „Já, en ekki allar. Flestar gera það samt held ég. Ég ætla mála mig smávegis.“ Hvernig hefur fermingarfræðslan gengið? „Frekar vel. Það hefur verið gam- an. Við vorum á námskeiði í sumar og svo fórum við í Vatnaskóg fyrir skömmu. Við gistum eina nótt, vor- um í fræðslutímum og fórum í leiki. Prestarnir í Neskirkju eru tveir og ferma okkur saman. Þeir séra Skúli S. Ólafsson og séra Sigurvin Jóns- son, æskulýðsprestur Neskirkju.“ Ertu trúuð? „Já, svona nokkurn veginn. Ég bið þó ekki bænir nema þegar ég fer í messu. Ég hef farið í kirkju en ekki oft nema núna fyrir ferminguna. Sóknarkirkjan mín er Neskirkja og þangað hef ég farið í messur.“ Hvað finnst þér merkilegast í boð- skap kristninnar? „Ég held að vera góð manneskja. Kristin trú er um það að vera góð manneskja. Ég get alveg fyrirgefið fólki. Við höfum heyrt svo mikið og margt í fermingarfræðslunni – en þetta stendur upp úr.“ Ætlar að segja nokkur orð við gestina Ætlar þú að halda veislu? „Já, hún verður heima hjá okkur. Það verður boðið um sjötíu til áttatíu manns. Ættingjar og vinir koma. Það verða margir smáréttir á boð- stólum og svo nokkrar kökur og kaffi.“ Hefur þú sjálf farið í margar fermingarveislur? „Já, nokkrar. Flestar hjá ætt- ingjum, þær hafa verið skemmti- legar. Ég ætla að segja nokkur orð við gestina mína en ekki halda langa ræðu.“ Hvað viltu segja um gjafir? „Mig langar helst að fá peninga. Ég er annars ekki mjög mikið að pæla í gjöfum. Frændfólk mitt kem- ur frá útlöndum, það er góð gjöf að fá þau í veisluna – persónuleg gjöf. Við heima erum að fara að bera út boðskort á næstunni. Það er skemmtilegt að undirbúa þetta allt saman.“ Hafa foreldrar þínir sagt þér frá sinni fermingu? „Já, þau hafa sagt mér frekar mikið frá því þegar þau fermdust. Fermingin mín verður held ég nokk- uð svipuð og það sem þau hafa sagt mér frá.“ gudrunsg@gmail.com Morgunblaðið/Eggert Kristin trú er að vera góð manneskja Mikill undirbúningur fylgir gjarnan fermingum. Sólveig Halla Eiríksdóttir fermist 28. mars næstkomandi frá Nes- kirkju. Hún hlakkar að eigin sögn mjög til að fermast. Sólveig Halla: „Ég get alveg fyrirgefið fólki. Við höfum heyrt svo mikið og margt í fermingarfræðslunni – en þetta stendur upp úr.“ Fjölskyldan Sólveigu Höllu Eiríksdóttur hefur þótt gaman að undirbúa ferminguna með fjölskyldu og vinum. Fyrirmynd Sólveig Halla með tveimur yngri systrum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.