Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi | Opið virka daga 10-18, laugard. 11-15
Fermingar 2015
É
g fermist 29. maí með skóla-
systkinum mínum úr Kópa-
vogsskóla og krökkum úr
Álfhólsskóla,“ segir Ari Elí-
as Arnalds fermingarbarn.
Hvernig hefur fermingarfræðslan
gengið?
„Hún er mjög fín. Prestarnir eru
báðir góðir og skemmtilegir og
fermingarbókin er mjög skemmti-
leg með allskonar verkefnum. Svo
hef ég farið í messur með þeim
krökkum sem ég fermist með.
Flestallt í messunum er frekar eft-
irminnilegt. Fyrirgefningin er
merkileg, um hana er ýmislegt sagt
í fermingarbókinni. Boðskapurinn
er góður. Dæmisögurnar hafa dálít-
il áhrif á mann, allavega mig.“
Ertu trúaður?
„Já, ég er frekar trúaður. Ekki
samt með neina ofsatrú. Ég bið
stundum bænir, en ekki á hverju
kvöldi. Ég hef heldur ekki lent í
neinu slæmu af því ég er svo ungur
og hef því ekki þurft á bænum til
Guðs að halda sérstaklega.“
Hvaða hugmyndir gerir þú þér
um fermingardaginn?
„Ég hlakka til fermingardagsins,
ég held samt að dagurinn verði svo-
lítið skrítinn. Ég verð í fyrsta skipti
frá því ég man eftir mér sjálfur
með stóra veislu. Þetta verður fín
veisla. En ég er samt ekki að fara
að bjóða mjög mörgum,“ segir Ari.
Veislan verður heima
Hvernig ætlar þú að hafa
veisluna?
„Ég ætla að hafa hana heima hjá
mér og bjóða aðallega ættingjum.
Mjög nánum ættingjum, mest
frændum og frænkum. Ég á mjög
stóra fjölskyldu, systkinabörn við
mig eru fjórtán og þau koma öll
nema ein frænka sem er í útlönd-
um. Svo koma systkini mömmu sem
eru fimm og stjúpföður míns,
Styrmis Gunnarssonar. Þau eru
ekki eins mörg. Líklega verða í
veislunni milli fjörutíu og sextíu
manns.“
Og hvað hefur þú hugsað þér að
bjóða upp á?
„Það verður mikill matur en það
er eftir að skipuleggja betur mat-
seðilinn. Svo ætlum við stjúppabbi
minn að spila Fifa-leik, sem er
tölvuleikur. Það gerum við oft og þá
er mikil keppni. Systir mín Guðrún
Sigríður ætlar að spila á píanó fyrir
gestina, ég held að hún verði með
dálítið erfið lög. Ég býst líka við að
einhver haldi ræðu. Ég þekki engan
sérstaklega náinn sem hefur nýlega
fermst nema Flóka Sigurjónsson
frænda minn, sem fermdist borg-
aralegri fermingu fyrir tveimur ár-
um. Hann hélt líka veislu heima hjá
sér. Á næstu þremur árum verða
fermingar í fjölskyldunni, næst
fermist Einar Benedikt Guð-
laugsson og svo Gunna systir og
Helgi Hrafnsson árið þar á eftir.“
Ertu búinn að fá þér
fermingarföt?
„Ég keypti mér flott vesti og blá-
an jakka og svo keypti ég mér kakí-
buxur grágular. Ég keypti mér loks
strigaskó sem heita Vans og eru
mjög flottir, dálítið í stíl við jakk-
ann.“
Hvernig eru föt vina þinna sem
fermast með þér?
„Þeir ætla flestir að vera í jakka-
fötum. Ég veit ekkert um hverju
stelpurnar ætla að vera í. En ég
veit að þær eru mjög spenntar að
kaupa fermingarföt. Ég hef heyrt
þær tala um það.“
Ferðir til útlanda í tísku
Hvað með gjafir?
„Ég vil helst fá peninga. Það vilja
held ég flestir. Einnig eru ferðir til
útlanda í tísku núna. Ég fer með
pabba mínum Eyþóri Arnalds til
Manchester á fótboltaleik, það er
fermingargjöfin frá honum og fjöl-
skyldu hans.“
Finnst þér fermingin breyta
miklu í lífi þínu?
„Nei, mér finnst ég ekkert endi-
lega verða fullorðnari. Ég held að
maður verði bara hægt og rólega
fullorðinn, það gerist ekki strax.
Margir sem fermast halda að þeir
fullorðnist bara út af fermingunni,
það held ég ekki. Mér virðast ekki
allir sem fermast vera sérstaklega
kristnir. Þeir hafa aðrar „ástæður“
fyrir fermingunni held ég.“
Ferðu oft í kirkju?
„Ég fór mjög oft í kirkju með
Gunnu systur og mömmu minni,
hún heitir Móeiður Júníusdóttir og
er guðfræðingur, en núna fer ég
sjaldnar. Ég fer samt alltaf í þær
messur sem ég á að fara í. En ég
hef annars mikið að gera í skól-
anum og svo er ég að læra á píanó.
Ég er líka að læra jiu jitsu, sem
sjálfsvarnaríþrótt. Einnig á ég líka
marga vini og hitti frændur mína
oft. Lokaorð mín tengjast ekki
kristinni trú – ég er betri en Styrm-
ir stjúpfaðir minn í Fifa, þó hann
vinni mig stundum.“
gudrunsg@gmail.com
Ekki með
neina
ofsatrú
Fermingin hefur löngum verið stór stund í lífi unglinga.
Ari Elías Arnalds er einn úr fjölmennum hópi ferming-
arbarna séra Gunnars Sigurjónssonar og séra Magnúsar
Björns Björnssonar í Digraneskirkju.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fermingardagurinn „Ég hlakka til fermingardagsins, ég held samt að dagurinn verði svolítið skrítinn. Ég verð
í fyrsta skipti frá því ég man eftir mér sjálfur með stóra veislu,“ segir Ari Elías Arnalds.
’Margir sem fermasthalda að þeir full-orðnist bara út af ferm-ingunni, það held ég ekki.Mér virðast ekki allir sem
fermast vera sérstaklega
kristnir.
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift
- með morgunkaffinu