Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ
V
orið er alltaf skemmti-
legur og annasamur tími
hjá okkur og reyndar
hefst undirbúningurinn
fyrir fermingarnar strax
í febrúar,“ segir Sigrún Ægisdótt-
ir, hárgreiðslumeistari og eigandi
Hársögu á Hótel Sögu. „Þá byrj-
um við fagfólkið að leggja línurnar
í fermingarhártískunni, kynnum
okkur hvað er nýtt og spennandi
og tökum auðvitað alltaf mið af
helstu tískustraumum erlendis.“
Hún segir nauðsynlegt fyrir
fermingarbörnin að hafa vaðið fyr-
ir neðan sig og bóka tíma í klipp-
ingu og hárgreiðslu með góðum
fyrirvara. „Á haustin, þegar
krakkarnir eru búnir að velja
fermingardaginn, panta þeir lang-
oftast um leið tíma hjá okkur í
fermingarklippingu og -greiðslu,
enda veitir svo sannarlega ekki
af.“
Meðvituð um tísku
Þegar styttist í fermingarnar
byrjar svo fjörið fyrir alvöru á
Hársögu, að sögn Sigrúnar. „Hálf-
um mánuði fyrir fermingu, eða um
það bil, koma stelpurnar til okkar
í prufugreiðslu. Það er nauðsyn-
legt fyrir þær, bæði til að fá góð
ráð og sjá útkomuna, og mik-
ilvægt fyrir okkur starfsfólkið að
prófa greiðslurnar því það flýtir
mjög fyrir þegar stóri dagurinn
rennur loks upp.“
Aðspurð segir hún ferming-
arbörnin yfirleitt hafa mjög
ákveðnar skoðanir á ferming-
arklippingunni og -greiðslunni.
„Mér finnst þau almennt vera opin
og meðvituð um tísku og þau vita
langoftast mjög vel hvað þau vilja,
það á jafnt við um stráka og stelp-
ur. Það er ákaflega gaman að
vinna þetta með þeim, ræða málin,
spá og spekúlera.“
Sítt eftir fermingu
Einkennandi fyrir fermingar-
hártískuna hjá stúlkunum í ár eru
mjög grófir liðir, þykkari og
stærri fléttur en áður og vafn-
ingar, að sögn Sigrúnar. „Hártísk-
an hjá stelpunum er að vissu leyti
undir áhrifum frá hippatímabilinu.
Hárskraut er vinsælt eins og áður;
lifandi blóm, blómakransar og fín-
gerðar perluspangir. Hjá strákun-
um eru skýrar línur. Hárið er
klippt snöggt í hliðum og ýmist
greitt beint upp með lyftingu eða
tekið vel til hliðar með geli.“
Hún segir fermingarstúlkurnar
nær allar skarta síðu hári og
þannig hafi það raunar verið lengi.
„Það heyrir til undantekninga ef
fermingarstelpa með sítt hár sest í
stólinn og biður um að vera klippt
stutt. Ég held þá að mér hafi mis-
heyrst. Stelpurnar safna hári fram
að fermingu, það er ekkert nýtt.
Það sem hefur breyst er að hér
áður fyrr létu þær síða hárið oft
fjúka eftir ferminguna en núna
halda þær miklu frekar síða
hárinu, eða þannig hefur það að
minnsta kosti verið síðustu árin.“
Sportlegt í sumar
Spurð nánar út í vor- og sum-
arhártískuna, bæði hjá konum og
körlum, segir Sigrún línur og liti
lofa góðu. „Öll vörumerki í
hársnyrtigeiranum kynna sína
sumarlínu í mars eða apríl og það
er alltaf mikið tilhlökkunarefni að
sjá það nýjasta frá þeim.
Kvenhártískan í sumar er afar
spennandi. Stutt hár og sportlegt
verður mjög áberandi og nátt-
úrulegt útlit allsráðandi. Margar
stórstjörnur hafa ákveðið að fórna
síðu lokkunum og skarta stuttu
hári, þar á meðal söngkonan
Beyoncé. Stjörnurnar hafa mikil
áhrif í tískuheiminum og ef þær
þora að láta klippa hárið stutt þá
þora fleiri að stíga það stóra
skref.
Bob-línan verður áfram en nú
er hárið styttra í hnakkann og síð-
ara að framan og skipt í miðju;
annars verða toppar líka áberandi
í sumartískunni. Sea Salt-sprey er
vinsælt í sumar, það er notað til
að ýfa upp hárið og gefur sport-
legt útlit og er nú fáanlegt í öllum
helstu hártískumerkjum.
Áhrif frá Mílanó
Herratískan í sumar er sömu-
leiðis fjölbreytt. Skarpar línur
verða áberandi, þar sem hárið er
rakað í hliðum og létt að ofan
þannig að það lyftist vel upp.
Jafnframt verður vinsælt að halda
hárinu síðara í hliðum og leyfa því
að lyftast vel upp frá enni með
geli.“
Sigrún sækir að sögn hártísku-
sýningar og námskeið hér heima
og erlendis, bæði á vorin og haust-
in. „Ég horfi fyrst og fremst til
Mílanó þar sem helstu tískuhönn-
uðir eru starfandi. Það er nauð-
synlegt fyrir mig að fylgjast vel
með því sem er að gerast úti í
heimi, sækja spennandi námskeið,
fá hugmyndir og útfæra minn eig-
in stíl.“
Hármódel
Herraskyrtur: SKYRTA
Kjólar: Öxney
Blóm: Blómagallerí
Förðun: Eik Gísladóttir
beggo@mbl.is
Perlur og blóm
Liðaðir lokkar, grófar flétt-
ur, vafningar og fínlegt
skraut einkenna hártísk-
una hjá fermingar-
stúlkunum en drengirnir
kjósa langflestir stutt-
klippt hár og stílhreint, að
sögn Sigrúnar Ægisdóttur,
hárgreiðslumeistara og
eiganda Hársögu.
Morgunblaðið/Golli
Tískustraumar Sigrún Ægisdóttir, eigandi Hársögu, t.h., ásamt Eik Gísladóttur förðunarfræðingi og fermingarbörnum.
’Það heyrir til undantekningaef fermingarstelpa meðsítt hár sest í stólinn og biður um að vera
klippt stutt.