Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 50

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 50
50 | MORGUNBLAÐIÐ Þ egar kemur að vali á ferm- ingargjöf þá er besta gjöf- in oft sú sem kennir og þroskar og ferming- arbarnið býr lengi að. Hljóðfæri er slík gjöf og segir Sindri Heimisson, framkvæmda- stjóri Hljóðfærahússins, að margir leggi leið sína í verslunina í leit að gítar, trompet eða trommusetti í fermingarpakkann. Fyrsta „alvöru“ hljóðfærið „Vinsælust eru hljóðfæri á borð við kassagítar og rafmagnsgítar og blásturshljóðfæri s.s. trompetar og flautur. Þá selst ýmiskonar tækja- búnaður til upptöku og tónsmíða. Í sumum tilvikum er verið að kaupa gjöfina handa barni sem er að læra á hljóðfærið í fyrsta skipti, en í öðrum verið að fjárfesta í „alvöru“ hljóðfæri fyrir þá sem eru lengra komnir, t.d. í blásturshljóðfærunum og farið að vanta fullorðinshljóðfæri.“ Sumir fá hljóðfæri eða upp- tökutæki að gjöf, en aðrir koma í búðina eftir fermingarveisluna og nota fermingarpeninginn til að fjár- festa í hljóðfæri. „Krakkarnir í síð- arnefnda hópnum virðast gjarnari á að kaupa sér dýrari vöru og vita mjög greinilega hvað þeir vilja.“ Sindri segir það mikinn misskiln- ing að of seint sé í rassinn gripið að hefja tónlistarnám þegar komið er á unglingsár. Þó sannað sé að tónlist- arnám sé þroskandi og styðji við annað nám má ekki líta svo á að þeir sem ekki hófu námið á barnsaldri séu þar með úr leik. „Sú rang- hugmynd er sem betur fer á und- anhaldi að ef tónlistarnámið hefst ekki á fyrstu árum grunnskólagöng- unnar þá sé barnið búið að missa af lestinni. Er löngu búið að afsanna þessa mýtu og má finna fjölmörg dæmi í tónlistinni um fólk í allra fremstu röð sem byrjaði ekki að spila fyrr en um fermingu og jafnvel seinna.“ Stelpurnar sækja á í tónsmíðum Greina má kynjaskiptingu í hljóð- færavalinu. „Því miður eru strák- arnir enn nánast einráðir í gítörum og trommum en stelpurnar virðast leita meira í klassísku hljóðfærin; blástur og strengi. Eru stelpurnar í seinni tíð að koma sterkari inn í stúd- íóbúnaðinn og nota tölvuna til jafns við strákana til að búa til alls konar tónlist og brjótast þar inn í heim sem lengi hefur verið mikið karlaveldi.“ Að sögn Sindra er unglingurinn yfirleitt hafður með í ráðum við hljóðfærakaupin og sárasjaldgæft að gjöfinni sé skilað. Finna má vönduð hljóðfæri í öllum verðflokkum og spannar þannig kassagítarsúrvalið frá u.þ.b. 20.000 kr. upp í 300.000 kr. „Ef valið er hljóðfæri frá virtum framleiðanda má stóla á að sama hvaða verðflokkur verður fyrir val- inu er barnið að eignast vandaðan hlut sem nýtist því um langt skeið.“ Er þannig hægt að finna hljóðfæri sem fellur vel innan eðlilegra verð- marka fyrir fermingargjöf en fyrir stærri og dýrari hljóðfæri eru fjár- mögnunarmöguleikar í boði. „Korta- lánin létta mörgum kaupin og síðan eru tveir aðilar á lánamarkaði sem bjóða upp á hljóðfærakaupalán til allt að fimm ára.“ Sindri segir gott að halda sig við Undur Í versluninni er að finna úrval hljóðfæra. Gjöf sem stækkar sjóndeildar- hringinn Hljóðfæri frá virtum framleiðanda er gjöf sem heldur verðgildi sínu vel og skapar verðmæt þroskatækifæri. Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Fermingagjafir á frábæru verði Líttu við og skoðaðu úrva lið Verð 6.950,-Verð 4.700,- Verð 5.800,- Verð 6.700,-Verð 11.500,- Verð 17.900,- Verð 8.200,- Verð 5.900,-Verð 5.900,- Verð 7.500,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.