Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 50
50 | MORGUNBLAÐIÐ Þ egar kemur að vali á ferm- ingargjöf þá er besta gjöf- in oft sú sem kennir og þroskar og ferming- arbarnið býr lengi að. Hljóðfæri er slík gjöf og segir Sindri Heimisson, framkvæmda- stjóri Hljóðfærahússins, að margir leggi leið sína í verslunina í leit að gítar, trompet eða trommusetti í fermingarpakkann. Fyrsta „alvöru“ hljóðfærið „Vinsælust eru hljóðfæri á borð við kassagítar og rafmagnsgítar og blásturshljóðfæri s.s. trompetar og flautur. Þá selst ýmiskonar tækja- búnaður til upptöku og tónsmíða. Í sumum tilvikum er verið að kaupa gjöfina handa barni sem er að læra á hljóðfærið í fyrsta skipti, en í öðrum verið að fjárfesta í „alvöru“ hljóðfæri fyrir þá sem eru lengra komnir, t.d. í blásturshljóðfærunum og farið að vanta fullorðinshljóðfæri.“ Sumir fá hljóðfæri eða upp- tökutæki að gjöf, en aðrir koma í búðina eftir fermingarveisluna og nota fermingarpeninginn til að fjár- festa í hljóðfæri. „Krakkarnir í síð- arnefnda hópnum virðast gjarnari á að kaupa sér dýrari vöru og vita mjög greinilega hvað þeir vilja.“ Sindri segir það mikinn misskiln- ing að of seint sé í rassinn gripið að hefja tónlistarnám þegar komið er á unglingsár. Þó sannað sé að tónlist- arnám sé þroskandi og styðji við annað nám má ekki líta svo á að þeir sem ekki hófu námið á barnsaldri séu þar með úr leik. „Sú rang- hugmynd er sem betur fer á und- anhaldi að ef tónlistarnámið hefst ekki á fyrstu árum grunnskólagöng- unnar þá sé barnið búið að missa af lestinni. Er löngu búið að afsanna þessa mýtu og má finna fjölmörg dæmi í tónlistinni um fólk í allra fremstu röð sem byrjaði ekki að spila fyrr en um fermingu og jafnvel seinna.“ Stelpurnar sækja á í tónsmíðum Greina má kynjaskiptingu í hljóð- færavalinu. „Því miður eru strák- arnir enn nánast einráðir í gítörum og trommum en stelpurnar virðast leita meira í klassísku hljóðfærin; blástur og strengi. Eru stelpurnar í seinni tíð að koma sterkari inn í stúd- íóbúnaðinn og nota tölvuna til jafns við strákana til að búa til alls konar tónlist og brjótast þar inn í heim sem lengi hefur verið mikið karlaveldi.“ Að sögn Sindra er unglingurinn yfirleitt hafður með í ráðum við hljóðfærakaupin og sárasjaldgæft að gjöfinni sé skilað. Finna má vönduð hljóðfæri í öllum verðflokkum og spannar þannig kassagítarsúrvalið frá u.þ.b. 20.000 kr. upp í 300.000 kr. „Ef valið er hljóðfæri frá virtum framleiðanda má stóla á að sama hvaða verðflokkur verður fyrir val- inu er barnið að eignast vandaðan hlut sem nýtist því um langt skeið.“ Er þannig hægt að finna hljóðfæri sem fellur vel innan eðlilegra verð- marka fyrir fermingargjöf en fyrir stærri og dýrari hljóðfæri eru fjár- mögnunarmöguleikar í boði. „Korta- lánin létta mörgum kaupin og síðan eru tveir aðilar á lánamarkaði sem bjóða upp á hljóðfærakaupalán til allt að fimm ára.“ Sindri segir gott að halda sig við Undur Í versluninni er að finna úrval hljóðfæra. Gjöf sem stækkar sjóndeildar- hringinn Hljóðfæri frá virtum framleiðanda er gjöf sem heldur verðgildi sínu vel og skapar verðmæt þroskatækifæri. Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Fermingagjafir á frábæru verði Líttu við og skoðaðu úrva lið Verð 6.950,-Verð 4.700,- Verð 5.800,- Verð 6.700,-Verð 11.500,- Verð 17.900,- Verð 8.200,- Verð 5.900,-Verð 5.900,- Verð 7.500,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.