Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ | 53 ERFERMINGÁDÖFINNI? Með Póstinum getur þú gert undirbúninginn einfaldari, skipulagðari og skemmtilegri. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5 -0 1 9 5 Póstlistinnminnheldur utan um heimilisföng boðsgestanna á þægilegan hátt. Hann er á postur.is og því alltaf hægt að breyta honum og bæta við. Einnig er hægt að fá útprentaða límmiða til að líma á umslögin. Kortinmín eru einföld og þægileg leið til þess að gera persónuleg og flott boðskort. Frímerkinmín eru svo punkturinn yfir i-ið. Sérhönnuð frímerki fyrir einstakan viðburð. Skeytinmínmeð ljósmynd eru persónuleg og skemmtileg leið til að senda fermingarbarninu hamingjuóskir. SKEYT I Elsku Þ orsteinn okkar Við sen dum þé r innileg ar ham ingjuós kirmeð ferming ardagin n. Megi þé r farnas t vel í fr amtíðin ni. Dóri og Lauga Ferming Þér/ykk ur er bo ðið í fermin guna m ína þan n 5. ma í 2015. Athöf- nin fer fram í Digran eskirkj u klukka n 11.00 . Að he nni lok inni verður boðið ti l veislu í safna ðarheim ilinu. Hlakka til að s já ykku r öll. Kíktu inn á postur.is/fermingar og skoðaðu hvað hentar þér Við fermingaraldur eru ungmenni tilbúin að axla meiri ábyrgð. Það er vel skiljanlegt að for- eldrar treysti sér ekki til að verða við ítrekuðum óskum um heim- ilishund meðan börnin eru ung, enda krakkarnir varla færir um að hjálpa til við dýrahaldið. En nú er kannski orðið óhætt að bæta við fjórfættum heimilismeðlimi með dillandi skott og blautt nef. Hví ekki að gefa hund í ferming- argjöf? Að hafa hund á heimilinu er af- skapalega gaman og gerir vistar- verurnar óneitanlega hlýlegri að eiga þar loðinn vin sem sníkir klór á bak við eyrun og þykir gaman að hlaupa á eftir bolta. En rannsóknir hafa líka sýnt fram á að hundar geta haft mjög jákvæð áhrif á andlega og líkam- lega heilsu eigandans. Í tilviki barna og unglinga hefur verið sýnt fram á að hundurinn bætir and- lega líðan og eflir sjálfstraustið. Enginn er einmana ef hann á hund, og stór og mjúk eyrun eru meira en tilbúin að hlusta á ung- linginn kvarta yfir raunum tán- ingsáranna, hvort sem krakkarnir í skólanum eru leiðinlegir eða illa gengur að fá sæta stelpu eða strák til að sýna áhuga. Agi og regla Svo kallar hundurinn á að það sé ögn meiri regla á heimilishaldinu, enda þarf voffi að komast út til að pissa, ryksuga þarf hárin reglu- lega og ekki sniðugt að hafa mat- arleifar eða smáhluti í reiðileysi hér og þar ef hundurinn getur náð til þeirra. Þessi agi og regla smitar vafalít- ið út frá sér til annarra þátta dag- legs lífs, og hver veit nema her- bergið verði allt í einu snyrtilegt, rúmið uppábúið og heimavinnan leyst af mikilli festu. Best af öllu er svo kannski að hundahaldið kallar á reglulega göngutúra. Með hund á heimilinu má toga unglinginn frá tölvuskján- um, svo hann storknar ekki alveg úr sólar- og hreyfingarleysi. Gang- an kemur blóðinu af stað og sólin gefur frísklegt útlit. Sniðugast er að finna heim- ilslausan hund, t.d. hjá Dýrahjálp, frekar en að eltast við sæta litla hvolpa. Fullorðnu hundarnir eru búnir að ganga í gegnum mest krefjandi æviskeiðið, venja sig af helstu ósiðunum og búnir að þroska persónuleikann. Nóg er af hundum í heimilisleit, af öllum stærðum og gerðum, og hægt að finna einmitt rétta vininn sem kallar á hreyfingu og félags- skap í samræmi við þarfir nýja eigandans. ai@mbl.is Er ekki kominn tími á hund? Morgunblaðið/Ómar Kríli Smáhundar kalla ekki á svo mikið umstang. Þrír sætir. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vinur Ómótstæðilegt augnaráð. Morgunblaðið/Styrmir Kári Uppeldi Að ættleiða fullorðinn hund hefur ótalmarga kosti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.