Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 56
56 | MORGUNBLAÐIÐ
Strákarnir láta ekki sitt eftir liggja
þegar kemur að því að klæða sig upp á
fermingardaginn enda tilefnið til betri
fata ærið. Við fengum Róbert Róberts-
son, verslunarstjóra hjá Selected í
Smáralind, til að stilla upp þremur
mismunandi herrasamsetningum
sem hver einasti fermingardrengur
væri fullsæmdur af.
V
or- og sumartískan hjá okkur er mjög
mikið með alls konar munstur á flíkunum. Blóma-,
randa-, galla- og doppumynstur eru mjög áber-
andi,“ segir Róbert þegar hann er inntur eftir ein-
kennum línunnar fyrir sumarið hjá Selected.
„Sniðin eru farin að vera þrengri. Skinny-fit-buxur og
aðsniðnar flíkur eru einkennandi í vor. Litir sem eru mjög
áberandi eru ljósblár, pastel-rauður, hvítur og ljósgrár og
svo loks indigo-blár.“
Indigo-blár er málið í sumar
Róbert bætir því við að vor/sumarlínan sæki innblástur
aðallega í téðan gallabuxnalit – hinn djúpbláa indigo. „Lín-
an inniheldur nefnilega mikið af flíkum sem hægt er klæða
við gallabuxur og þennan „casual“ stíl sem höfðar til
flestra. Það má segja að línan hverfist um þennan dökkbláa
indigo-lit og gangi í aðalatriðum út á hluti sem fara vel með
gallabuxum og liti sem passa með indigo-bláum. Línan er
því bæði stílhrein og afslöppuð í senn.“
Að venju er jakkinn þungamiðja spariklæðnaðarins hjá
herrunum. Eina spurningin er – hvort er hann vinsælli sem
stakur jakki á móti annars konar buxum eða sem helmingur
af jakkafötum?
„Jakkafötin virðast vera vinsælli þetta árið,“ segir Ró-
bert. „Sniðin eru farin að vera þrengri og aðsniðnari hjá
okkur, sem er einmitt það sem klæðir þennan aldur svo vel.
Stakur blazer-jakki, hvít skyrta og svartar þröngar galla-
buxur er líka samsetning sem þeir eru mjög spenntir fyr-
ir.“
Og punkturinn yfir i-ið?
„Slaufur eru vinsælastar í ár sem fullkomna stílinn
með jakkafötum eða stökum blazer og skyrtu.“
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Fermingarfötin
fyrir hann