Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 56
56 | MORGUNBLAÐIÐ Strákarnir láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að klæða sig upp á fermingardaginn enda tilefnið til betri fata ærið. Við fengum Róbert Róberts- son, verslunarstjóra hjá Selected í Smáralind, til að stilla upp þremur mismunandi herrasamsetningum sem hver einasti fermingardrengur væri fullsæmdur af. V or- og sumartískan hjá okkur er mjög mikið með alls konar munstur á flíkunum. Blóma-, randa-, galla- og doppumynstur eru mjög áber- andi,“ segir Róbert þegar hann er inntur eftir ein- kennum línunnar fyrir sumarið hjá Selected. „Sniðin eru farin að vera þrengri. Skinny-fit-buxur og aðsniðnar flíkur eru einkennandi í vor. Litir sem eru mjög áberandi eru ljósblár, pastel-rauður, hvítur og ljósgrár og svo loks indigo-blár.“ Indigo-blár er málið í sumar Róbert bætir því við að vor/sumarlínan sæki innblástur aðallega í téðan gallabuxnalit – hinn djúpbláa indigo. „Lín- an inniheldur nefnilega mikið af flíkum sem hægt er klæða við gallabuxur og þennan „casual“ stíl sem höfðar til flestra. Það má segja að línan hverfist um þennan dökkbláa indigo-lit og gangi í aðalatriðum út á hluti sem fara vel með gallabuxum og liti sem passa með indigo-bláum. Línan er því bæði stílhrein og afslöppuð í senn.“ Að venju er jakkinn þungamiðja spariklæðnaðarins hjá herrunum. Eina spurningin er – hvort er hann vinsælli sem stakur jakki á móti annars konar buxum eða sem helmingur af jakkafötum? „Jakkafötin virðast vera vinsælli þetta árið,“ segir Ró- bert. „Sniðin eru farin að vera þrengri og aðsniðnari hjá okkur, sem er einmitt það sem klæðir þennan aldur svo vel. Stakur blazer-jakki, hvít skyrta og svartar þröngar galla- buxur er líka samsetning sem þeir eru mjög spenntir fyr- ir.“ Og punkturinn yfir i-ið? „Slaufur eru vinsælastar í ár sem fullkomna stílinn með jakkafötum eða stökum blazer og skyrtu.“ jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fermingarfötin fyrir hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.