Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 58
58 | MORGUNBLAÐIÐ
Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur
Mikið úrval af gjafavöru
fyrir dömur og herra
· Töskur
· Hanskar
· Seðlaveski
· Ferðatöskur
· Tölvutöskur
· Belti
· Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Léttar
ferðatöskur
Kortaveski úr leðri
frá kr. 4.800. Nafngylling kr. 1100.
Tru virtu
ál kortahulstur.
Kr. 7200 Kemur í veg fyrir
skönnun á kortaupplýsingum.
Skartgripaskrín-
Lífstíðareign
Sjá ítarlegar
upplýsingar á
www.drangey.is
Í
dag er hann stór og stæðileg-
ur, eldklár lögfræðingur sem
kallar ekki allt ömmu sína, en
sú var tíð að Gísli Tryggvason
var feiminn fermingardrengur,
með minnimáttarkennd út af eyr-
unum og tönnunum.
„Fermingarmyndin sýnir vel
þessar fallegu tennur. Faðir minn
vildi endilega að ég brosti en sjálf-
um fannst mér þessi tanngarður
ekki eiga neitt erindi við almenn-
ing. Hann sagði mér að brosa og
ég hlýddi,“ segir Gísli.
Hann man ekki nema óljóst eftir
fermingardeginum, en er samt
með dagsetninguna á hreinu. At-
höfnin fór fram á pálmasunnudag,
27. mars 1983, í Akureyrarkirkju
og var það sr. Þórhallur Höskulds-
son heitinn sem fermdi. Gísli
minnist þessa aldurs sem spenn-
andi en líka undarlegs tímabils,
enda byrjun unglingsáranna tími
þar sem einstaklingurinn tekur út
mikinn þroska, byrjar að mótast
líkamlega, andlega og trúarlega,
öðlast þroskaðri sjálfsmynd, byrjar
að temja sér bæði góða ávana og
ósiði og leggja grunninn að fram-
tíðarnámi og störfum, að ógleymd-
um kynferðislega þroskanum.
Glæstur fjölmiðlaferill
Veðurfarið og veislan eru löngu
gleymd, en Gísli man hins vegar
vel að hann fékk forláta Olympus-
myndavél í fermingargjöf. „Ég
hafði farið á ljósmyndanámskeið
stuttu áður og fengið mikinn
áhuga á ljósmyndun. Eftir ferm-
inguna varð þetta mitt aðaláhuga-
mál og síðar að atvinnu. Ég byrj-
aði á að taka myndir fyrir
skólablöðin og var svo 15-16 ára
byrjaður að vinna á aðal-bæj-
arblaðinu, Degi sáluga, og varð
þar líka blaðamaður langt fram á
háskólaár.“
Eflaust hefur myndavélin þannig
átt mikinn þátt í að þroska Gísla
sem einstakling og í gegnum störf
sín á blaðinu komst hann í færi við
fólk sem hann annars hefði ekki
kynnst. Minnist hann t.d. hversu
gaman honum þótti sem
unglingi að mynda
Sverri Hermannsson
sem þá var ráð-
herra. „Ég á af
honum ansi
góða mynd
sem líklega er
tekin 1985.
Ljósmynd-
arastarfinu
fylgdi líka
að ég þurfti
að yfirstíga
eðlislæga
feimni mína
og trana mér
fram til að
geta tekið
betri myndir á
opinberum sam-
komum. Það kom
sér svo vel síðar
vegna þeirra starfa
sem ég hef gegnt þótt
ekki hafi ég orðið ópóli-
tískur atvinnuljósmyndari eins
og þá var draumurinn.“
Sannkristinn unglingur
Gísli segist hafa tekið ferm-
inguna mjög alvarlega og verið
trúaður ungur maður. Var hann
raunar svo samviskusamur og
prúður, kristinn ungur drengur að
hann sussaði á yngri bræður sína
þegar þeir blótuðu. Þar var Björg-
vin Jörgensson grunnskólakennari
mikill áhrifavaldur en hann kenndi
Gísla síðustu þrjú ár barnaskólans
og ræddi oft um trúmál við nem-
endurna.
Með aldrinum minnkaði trúar-
hitinn smám saman og segist Gísli
hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni þeg-
ar biskupsmálið svokallaða skók
samfélagið. „En ég skráði mig svo
aftur í kirkjuna, hvort það var
þegar ég kvæntist eða lét skíra
börnin, og hef reynt að miðla
kristilegu innræti til barnanna
minna.“
Stressaður en snyrtilegur
Fermingarmyndir þykja stund-
um vandræðalegar og tískufatn-
aðurinn sem fermingarbörnin
klæðast á myndunum eldist misvel.
Gísli virðist hafa sloppið nokkuð
vel, en fyrir valinu varð einfaldur
klæðnaður; svart vesti, hvít skyrta
og mjótt svart bindi.
Honum þótti vænt um að
presturinn kom í ferm-
ingarveisluna síðar
um daginn og segir
að séra Þórhallur
hafi lagt sig
fram um að
koma við í
ferming-
arboðum og
gefa ferm-
ingarbörn-
unum
sálmabæk-
ur. „En
hann var
greinilega
ekki heill
heilsu þenn-
an daginn og
ég vildi
spyrja hann
hvort nokkuð
amaði að. Ég
virðist hafa verið
stressaður og átt erf-
itt með að gera upp við
mig að spyrja hvort prest-
urinn væri óhress eða ekki frískur
og úr varð að ég spurði hvort hann
væri nokkuð ófrískur og skamm-
aðist mín óskaplega fyrir mis-
mælið.“
Virkari í þetta sinn
Búið er að ferma elsta barn
Gísla og það næstyngsta verður
fermt í vor. Gísli komst létt frá
síðustu fermingarveislu, bakaði
kanilsnúða og leysti vel af hendi
„en var þá líklega upptekinn af
eigin vandamálum og ekki mjög
virkur þátttakandi í þessum degi.
Fæ ég vonandi að bæta úr því
núna.“
ai@mbl.is
Á fermingardaginn eignaðist Gísli Tryggvason forláta
myndavél og það leiddi til þess að hann var á endanum
farinn að taka myndir fyrir bæjarblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Hæfileikar „Ég hafði farið á ljósmyndanámskeið stuttu áður og fengið mikinn áhuga á ljósmyndun. Eftir ferminguna varð þetta mitt aðaláhugamál og síðar að atvinnu,“ segir Gísli.
„Hann sagði mér að brosa og ég hlýddi“