Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 65

Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ | 65 19.500 6.500 frá 5.500 frá 18.900 49.900 10.500 11.900 12.900 12.900 af flottum fermingargjöfum Troðfullt veislubrauð Þetta er brauð sem ég bjó einhvern tíma til í frumbernsku bloggsins míns. Ég bakaði það fyrir einhverja fjölskylduveisluna. Því miður féll þetta brauð síðan í gleymsku í nokkur ár og það var ekki fyrr en ég fór að undirbúa þessa bók að það rifjaðist upp fyrir mér hversu ljúfur og gómsætur hleifur þetta var. Og þetta er svona á mörkum þess að vera heitur réttur eða rúllað veislubrauð – nema hvað það er bara aðeins betra. Fyllingin sem ég gef upp í uppskriftinni er auðvitað bara viðmið. Auðvitað mætti fylla brauðið með hverju sem er; spínati og rjómaosti eða mozzarella, kirsuberjatómöt- um og basil eða jafnvel ofnbökuðu rótar- grænmeti og blámygluosti. Það er víst svo með matargerð að það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. 800 g hveiti 500 ml vatn 25 g ferskt ger 2 msk. sykur 1 msk. salt 4 msk. jómfrúarolía Fyrir fyllinguna 1 krukka gott pestó 10 skinkusneiðar 3 tómatar 200 g hvítmygluostur, 200 g rjómaostur 200 g cheddar-ostur 4 msk. hvítlauksolía salt og pipar 1. Byrjið á að vekja gerið í ylvolgu vatninu og bætið við sykrinum. Látið standa í 15 mínútur. 2. Blandið hveitinu, saltinu og jómfrúar- olíunni saman. 3. Því næst bætið þið gervatninu við og látið hnoðast í 15 mínútur. 4. Þá er deigið látið hefast í tvær klukku- stundir. 5. Færið deigið á hveitistráða borðplötu þegar það hefur þrefaldast að stærð. 6. Smyrjið pestóinu á botninn og raðið af- ganginum af hráefninu ofan á en geymið svolítið af cheddar-ostinum. 7. Reynið að hafa ostinn innst í brauðinu þar sem hann á eftir að bráðna og getur bleytt deigið. 8. Vefjið deiginu saman og látið þyngdina á fyllingunni hvíla á saumunum. 9. Penslið með eggjablöndu og raspið cheddar-ost yfir. 10. Bakið við 180 gráður í forhituðum ofni í þrjú kortér. 11. Takið brauðið úr ofninum og látið hvíla í 20 mínútur áður en það er skorið, þá nær innihaldið að setjast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.