Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ | 67 Þetta er önnur útgáfa af fylltu brauði en fyllingin er aðeins meira „grand“ en í mínum fyrri uppástungum. Þetta brauð er ofureinfalt að baka þar sem það byggist bara á einföldum hvítum brauðhleif sem er svo fylltur. Það er gaman að bera þetta brauð fram og sérstaklega spennandi að skera fyrstu sneiðina og sjá hvernig osturinn rennur út eins og skriða fram á brettið. Það er í góðu lagi að það ger- ist. Þá smyr maður bara ostinum á hinar sneiðarnar – sem líka eru gegn- blautar af osti. Það er gott að bera þetta brauð fram með hvers lags súpu. Fyrir eitt brauð 500 g hveiti, 300 ml vatn, 3 msk. jómfrúarolía, 12 g þurrger, 1 msk. sykur, 2 tsk. salt, 3-4 msk. hunangssinnep, 10 basillauf, 150 g parmaskinka, 500 g hvítmygluostur að eigin vali 1. Vekið gerið í ylvolgu (um það bil 38°C) vatni með sykrinum. 2. Setjið hveiti í skál og blandið salti saman við. Hellið jómfrúarolíu út í hveitið. 3. Hellið svo gervatninu yfir og hnoðið vandlega saman í fimm til tíu mínútur í hrærivél. 4. Látið hefast í klukkustund. 5. Sláið loftið úr deiginu og fletjið út. 6. Setjið fyrri umferð innihaldsins á deigið. Smyrjið fyrst hluta af hun- angssinnepinu á botninn, rífið svo helminginn af skinkunni yfir, því næst basillauf og loks ostinn. 7. Smyrjið meira af hunangs- sinnepinu á ostinn, dreifið basil- laufum yfir og að lokum öðru lagi af skinku. 8. Lokið deiginu vandlega, snúið því við og pakkið undir ostinn þannig að þyngdin af fyllingunni þétti sam- skeytin. Fyllt brauð með hunangssinnepi, parmaskinku og heilum hvítmygluosti 3. Skolið og þerrið klettasalatið og veltið því svo upp úr nokkrum drop- um af jómfrúarolíu. Vöðlið klettasal- atinu saman og tyllið ofan á snittuna. 4. Notið svo sólþurrkaða tómatinn sem lóð ofan á salatið. Festið með tannstöngli. Og svo ein að lokum með dásamlegri laxamús Þetta er afar fljótleg laxamús til að „henda í“ þegar von er á gestum. Ég lærði að gera hana af systur út- gefanda míns sem heimsótti Svíþjóð undir vorið. Músin var svo ljúffeng að ég varð að stela uppskriftinni. Auðvitað er það samt svo að þegar uppskrift fer á milli manna tekur hún einhverjum breytingum. Ég jók aðeins við hvítlauksmagnið og smjörið en að öðru leyti er þetta upp- skriftin hennar. Það er líka hægt að breyta þessari uppskrift á þann hátt að hafa soðinn lax í staðinn fyrir reyktan vilji maður mýkja reykbragðið. Eða gera þver- öfugt og magna bragðið með því að nota taðreyktan lax – slíkt væri án efa kynngimagnað. Eins og ég nefndi er þetta fljótlegt – það er hægt að ljúka við að útbúa þetta á sama tíma og verið er að steikja og kæla brauðið! Fyrir 30 snittur 300 g reyktur lax, 3 litlir vorlaukar, 2 hvítlauksrif, 2 msk. mjúkt smjör, 4 msk. þeyttur rjómi, safi úr hálfri sítrónu, salt og pipar, graslaukur og vorlaukstoppar til skreytingar, 1 baguetta, hvítlauksolía og smjör til steikingar 1. Skerið niður laxinn, setjið í mat- vinnsluvél og tætið vel. Færið í skál. 2. Setjið vorlauk og hvítlauk sam- an í matvinnsluvélina og maukið. Blandið svo við laxinn. 3. Hrærið smjörinu saman við lax- inn, hálfþeytið rjómann og blandið honum við. Saltið og piprið. 4. Smakkið til með sítrónusafa. 5. Skerið baguettuna í þunnar sneiðar og steikið á heitri pönnu upp úr hvítlauksolíu og smjöri þangað til þær eru fallega gullinbrúnar. 6. Smyrjið laxamúsinni ofan á brauðið og skreytið með vorlauks- toppum og graslauk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.