Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ | 71
Anna Stefánsdóttir sér um
saumanámskeiðin í Föndru og getur
leiðbeint þeim sem ætla að kaupa
kjólaefni en mun meira er heima-
saumað á fermingarstúlkurnar,
mæður þeirra og ömmur, en ferm-
ingardrengina. „Við erum með öll
helstu sníðablöðin og svo dönsku
Onion-sniðin,“ en silkisatínið og
blúndan sem Föndra selur hentar
sérstaklega vel fyrir þau. Anna segir
ljósa blúndukjóla, vanalega off-
white og pastelliti, vinsælasta í
heimasaumuðum ferm-
ingarkjólum þetta árið.
Tími er oft af skorn-
um skammti í ferm-
ingarundirbún-
ingnum en þær Anna
og Björg segja það
ekki þurfa að taka
óþarflega langan
tíma að gera allt
sjálf(ur). „Það er
reyndar erfitt að
segja, eftir því
hvað á að gera og
fyrir hve stóra
veislu, en það
tekur vanalega
t.d. eina kvöld-
stund að gera boðskortin.
Saumaskapurinn getur tekið mis-
jafnan tíma eftir því hvað er verið að
sauma en við skulum gera ráð fyrir
svona tveimur kvöldstundum í ein-
faldan kjól.“ Þessar kvöldstundir
geta náttúrlega nýst betur ef fjöl-
skyldan hjálpast að og skemmtir sér
við hagnýtt föndur frekar en sjón-
varpsgláp og þannig er allt í senn
hægt að spara kostnað, eyða tíma
saman og búa til góðar minningar
við fermingarundirbúninginn, og af-
raksturinn verður einstakar og per-
sónulegar skreytingar og fatnaður
eftir höfði hvers og eins.
Þær segja þó að það sé meira um
að stúlkur taki þátt í að föndra eða
sauma fyrir ferminguna sína en
strákarnir hafi oft ákveðnar skoð-
anir á hvernig eigi að skreyta fyrir
veisluna og vilji vera með í ráðum.
Algengt sé að fjölskyldur komi sam-
an í verslunina til að skoða og velja
skreytiefni.
Skart, hár- og skóskraut
Þótt hægt sé að kaupa tilbúnar
skreyttar hárspangir og spennur
segir Björg mjög auðvelt að búa til
sitt eigið hárskraut með því að festa
blóm og perlur á spangir og spennur
sem Föndra hefur til sölu. Þá sé
mikið um að fólk búi til skartgripi
fyrir ferminguna, annaðhvort fyrir
fermingarbörnin til að bera við at-
höfnina eða til að gefa
sem gjöf.
„Það er hægt
að búa til
mjög fallega
skartgripi,
bæði úr stein-
um og perlum,
og oft er festur
málmkross við.
Einnig er vin-
sælt að mála tré-
perlur og búa til
hálsfestar úr
þeim.“
Og þá er enn
fremur orðið vin-
sælt að skreyta
fermingarskóna sér-
staklega og tryggja þannig að eng-
inn annar klæðist eins skóm, svona
fyrir þá sem vilja alls ekki fylgja
tískustraumum heldur skapa og
sýna sinn eigin stíl á fermingardag-
inn. „Já, við seljum sérstaka leð-
urmálningu sem hægt er að nota á
skó, og svo er mikið verið að líma
glimmer á skóna til að breyta þeim
aðeins.“
Það er því ljóst að með góðu
ímyndunarafli geta fermingarbarnið
og aðstandendur þess útbúið al-
gjörlega einstakan dag með per-
sónulegum blæ og dýrmætum minn-
ingum og minjagripum. Og
sennilega skemmt sér stórvel í leið-
inni við undirbúninginn, jafnvel upp-
götvað dulda listræna hæfileika!
ingibjorgrosa@gmail.com
Úrval Þeir sem vilja föndra sjálfir við boðskort og skreytingar geta fundið ýmislegt skemmtilegt í Föndru.
Eftirminnilegt Með góðu ímyndunarafli geta fermingarbarnið og aðstandendur þess útbúið einstakan dag
með persónulegum blæ og dýrmætum minningum og minjagripum.
fOrEldRaR mUNið
20% afsláttur
gegn framvísun
fermingarbréfsins
99999
Fallegar fermingarvörur
oPið Til 21 ölL kVölD