Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ | 77
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Fallegur fatnaður
fyrir fermingarnar
Str. 36-56
Slaufur hafa rutt sér til rúms svo um munar síðustu árin og því ekki seinna vænna að læra að hnýta
eina slíka. Vitaskuld er það valkostur að krækja eina forhnýtta um hálsinn en það fást alltaf nokkur
séntilmennskustig fyrir að hnýta hana sjálfur.
Margir eru hikandi við að spreyta sig á að hnýta slaufu en það er alger óþarfi að skelfast þetta
virðulega hálstau því í grunninn er slaufa hnýtt með nákvæmlega sama hætti og skór eru reimaðir.
Og lætur einhver ungur herramaður með sjálfsvirðingu – í fullorðinna manna tölu – slíka smámuni
vaxa sér í augum? Það held ég nú varla.
4 Þá er að sækja efri endann, sem lá áöxlinni, og leggja hann yfir neðri end-
ann sem lagður var saman í lykkju.
3 Með efri endann uppi á öxl, leggiðþann neðri saman, rétt eins og um
skóreimar væri að ræða.
2 Herðið lauslega og leggið efri endannúr vafningnum upp á öxl. Hann er þá
ekki að þvælast fyrir meðan lykkjan er
undirbúin.
1 Leggið slaufuendana í kross, rétt einsog gert er við skóreimar í upphafi þess
að skór eru hnýttir.
8 Lagið slaufuna til, jafnið lengd end-anna, rétt eins og þegar lykkjur og
endar á skóreimum eru lagaðar til. Þetta
er nákvæmlega sami hnúturinn.
7 Veiðið endann með fingrunum og tog-ið endann varlega í gegn. Nú er þetta
samasem komið.
6 Snúið efri endanum í sveig eða lykkju,eins og gert var við neðra endann á
mynd 3, og smeygið þeirri lykkju í gatið
sem sást á mynd 5
5 Togið efri endann sæmilega fast niðuryfir miðjuna á þeim neðri. Togið um
leið helmingana á neðri endanum fram.
Þá á að sjást gat sem er lykillinn að slauf-
unni.
Hnýtt
slaufa
9 Fullkomið! Gleymið ekki að sjarmiþess að vera með hnýtta slaufu felst
ekki síst í því að hún er aldrei 100% sam-
hverf um miðjuna, ólíkt kræktu tilbúnu
slaufunum. Það ljær henni karakter og
það er herranum til hróss að skarta
hnýttri slaufu.