Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Heilsa og hreyfing N ý rannsókn leiðir í ljós að mataræði sem samanstendur af grænmeti og einhverjum fiski sé besta leiðin til að koma í veg fyrir ákveðna tegund krabba- meina. Rannsóknin var birt í vikunni af vef Journal of the American Medical Association. Þar segir að grænmetisætur sem borði fisk séu í 43% minni hættu á því að fá ristilkrabbamein en þeir sem eru ekki grænmetisætur. Þetta er betri niðurstaða en hjá vegan-ætum en hjá þeim minnkaði hættan um 16%. Græn- metisætur sem borða líka mjólk og egg eru í 18% minni hættu. Þegar allt er tekið saman eru grænmetisætur af ýmsu tagi að meðaltali í 22% minni hættu á því að fá ristilkrabbamein en kjötæt- urnar. Að sögn vísindamanna eru áhrifin af fiskátinu jákvæð væntanlega vegna omega-3 fitusýra. Þeir taka fram að kjöt- æturnar í rannsókninni borði minna kjöt en Bandaríkjamenn gera að meðaltali. Ristilkrabbamein er næstbanvænasta krabbameinið í Bandaríkjunum á eftir lungnakrabbameini. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að mataræði sem byggist á kjöti, ekki síst unnum kjötvörum, getur aukið áhættuna á þessu krabbameini. Allt sjöunda dags aðventistar Höfundur nýju rannsóknarinnar er Mich- ael Orlich hjá Loma Linda-háskólanum í Kaliforníu. Teymi hans rann- sakaði mataræði og læknaskýrslur tæplega áttatíu þúsund mans á yfir sjö ára tímabili. Fólkið er allt sjöunda dags aðventistar. Það var að hluta til valið vegna þess að trú þess hvetur það til heilbrigðra lifn- aðarhátta. Fyrri rannsóknir á þessum hópi hafa leitt í ljós að mataræði fólks- ins er tengt minnkaðri áhættu á offitu, sykursýki og of háum blóðþrýstingi. Að sögn vísindamannanna eru græn- metisætur í minni áhættu á að fá rist- ilkrabbamein, ekki aðeins af því að þær borði ekki kjöt heldur af því að þær borði meira af grænmeti en aðrir. „Trefjaríkt mataræði tengist minni áhættu og trefjar koma úr heilu grænmeti og þetta gæti verið stór þáttur í þessari minnkuðu áhættu,“ sagði dr. Orlich. MATARÆÐI SEM MINNKAR HÆTTU Á RISTILKRABBAMEINI Meira grænmeti er gott fyrir ristilinn FÆÐI SEM SAMANSTENDUR AF GRÆNMETI OG FISKI MINNKAR HÆTTUNA Á RISTILKRABBAMEINI, SAMKVÆMT NÝRRI RANNSÓKN. OMEGA-3 FITUSÝR- UR HAFA JÁKVÆÐ ÁHRIF OG SÖMULEIÐIS PLÖNTUTREFJARNAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Omega-3 fitusýrur er að finna í laxi. Fólk hefur ef til vill heyrt um kaffi með kókosolíu og smjöri (um matskeið af hvoru) en það nýjasta nýtt er að fara að ráðum næringarþerapistans Þorbjargar Hafsteinsdóttur og bæta stykki af kakósmjöri út í kaffið. Mikilvægt er að smjörið sé ósaltað og einnig lífrænt sé þess nokkur kostur. Öllu er blandað saman í blandara í nokkrar sekúndur þangað til það freyðir. Kaffi með kókosolíu og kakósmjöri þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Búningar í Freestyle-keppninni hafa verið með ýmsum hætti og í gegn- um árin hefur mátt greina ákveðna tísku. Hér að ofan má sjá Íslands- meistarana í hópnum Blitz dansa sigurdansinn árið 1987. Hópurinn var frá Jazzballetskóla Báru. Hann skipuðu Elma Lísa Gunnarsdóttir, Sara Stefánsdóttir, Þórunn Birna Guðmundsdóttir og Ásgerður Kjartansdóttir. Elma Lísa, sem nú er þekkt leikkona, var ennfremur sigurvegari einstaklingskeppninnar þetta ár. Í öðru sæti árið 1987 var Cleó frá Djazzneistanum í Garðabæ og Veirurnar frá Dansnýjung í Reykja- vík hrepptu þriðja sætið. Selma Björnsdóttir, söng- og leikkona, dansari, leikstjóri og danshönnuður dansaði til sigurs ár- ið 1990 eins og sést hér að ofan. Freestyle-keppnin í Tónabæ Hér dansa Íslandsmeistararnir í Blitz sigurdansinn árið 1987 í hópariðli en hópurinn var frá Jazzballetskóla Báru. Morgunblaðið/ Þorkell Stelpurnar í hópnum HANS taka á móti verðlaununum árið 1990. Morgunblaðið/Árni Sæberg Embætti landlæknis ráðleggur nú aukna neyslu á jurtaafurðum og minni neyslu dýraafurða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.