Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Page 30
Skinkusalat í eggjabikar 4 skinkusneiðar, smátt skornar 4 msk. smátt skorin rauð paprika ½ dós sýrður rjómi 2 msk. majónes 2 msk. rauðlaukur Blandið öllu saman í skál og skipt- ið í nokkra eggjabikara. Stingið litlu saltkexi ofan í hvern bikar eða berið fram með brauði. Getty Images/iStockphoto Páskaeggjahummus 5 egg 1 bolli hummus ½ bolli smátt skorin gúrka 2 msk. smátt skornar radísur 1 msk. ferskar kryddjurtir eftir smekk 3 msk vorlaukur Harðsjóðið egg, kælið og fjarlægið rauðurnar. Leggið á disk og fyllið í rauðunnar stað með hummus. Blandið saman gúrkunni, radísum, kryddjurt og vorlauk í glas. Skreytið með salati, gúrku- og radísusneiðum. ALLS KYNS LJÚFFENGT UM PÁSKANA Undirbúðu páska- morgunverðinn ÞAÐ STYTTIST Í PÁSKANA OG UM AÐ GERA AÐ TÍNA TIL SPENNANDI HUGMYNDIR AÐ HÁTÍÐLEGUM „BRUNCH“ FYRIR FJÖLSKYLDU EÐA VINI. HÉR ERU NOKKRAR HUGMYNDIR AÐ RÉTTUM ÞAR SEM EGG ERU AÐ SJÁLFSÖGÐU Í AÐALHLUTVERKI OG ERU RÉTTIRNIR BÆÐI LJÚFFENGIR EN EKKI SÍÐUR FAGRIR Á AÐ LÍTA. ÞETTA ERU FLESTALLT SMÁRÉTTIR OG HVER UPPSKRIFT MIÐAST VIÐ FJÓRA, NEMA KJÖTHLEIFURINN SEM DUGAR SEX MANNS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Bráðinn hátíðarmorg- unverður 2 mozzarellakúlur, skornar í bita 4 tómatar 4 egg oregano lúka fersk basilíka salt og pipar eftir smekk smjör Notið fjögur lítil eldföst form eða bolla sem mega fara inn í ofn. Smyrjið með smjöri og setjið ostinn, tómatana í sneiðum og brjótið eitt egg í lokin út í hvert mót. Kryddið. Stráið ferskri basilíku yfir þeg- ar tilbúið. Matur og drykkir Fyrir yngstu kynslóðina Getty Images/iStockphoto *Það þarf ekki mikið til að gleðja þau yngstu og allraskemmtilegast þykir þeim að sjá alls kyns fígúrur á borðum.Það má skreyta harðsoðin egg með grænmeti og búa tilkrúttsprengjur eins og þessa hænuunga. Hér er notast viðgræna og appelsínugula paprikubita og augun eru rúsínursem stungið er létt inn í hvítuna. Hægt er að leika sér meðeggin fram og til baka, leggja þau til dæmis ofan á brauð- sneiðar sem eru skornar út með piparkökumótum sem eru ekki of jólaleg. Páskaommeletta 3 egg 4 eggjahvítur 1 dl rjómi væn lúka ferskt spínat 5-6 beikonsneiðar smjör til steikingar 1 bolli rifinn ostur 1 tsk. oregano salt og pipar eftir smekk Hrærið egg, eggjahvítur, rjóma og krydd saman. Mýkið spínatið í smjöri. Hellið eggjablöndunni út á. Steikið á hvorri hlið þar til kakan er fallega gyllt. Sker- ið í 5-6 ræmur, rúllið þeim upp og vefjið beikoni utan um.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.