Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Page 34
MISMUNANDI BORÐHALD Evrópskir borðsiðir EINHVER GÆTI HALDIÐ AÐ ÞAÐ SKIPTI ENGU MÁLI HVAR Í EVRÓPU ÞÚ VÆRIR, BORÐSIÐIR VÆRU NOKKURN VEGINN EINS. MARGT ER VISSULEGA SVIPAÐ EN EKKI ALLT. Í ÞAÐ MINNSTA ER MISMIKIL ÁHERSLA LÖGÐ Á ÁKVEÐIN ATRIÐI. EVRÓPULÖNDIN EIGA ÞAÐ ÞÓ FLEST SAMEIG- INLEGT AÐ GESTGJAFINN BÝÐUR FYRSTU SKÁL OG ENGINN SEST FYRR EN BOÐIÐ ER TIL SÆTIS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Borðsiðir eru nokkuð mismun- andi í Evrópu eftir því hvaða þjóð á í hlut. Í spænsku eld- húsi myndi í máltíð sem þessari allur matur og meðlætið alltaf vera rétt á milli gesta frá hægri til vinstri en ekki þvers og kurs yfir borðið eins og til dæmis hérlendis. Getty Images/iStockphoto Nokkrir borðsiðir virðast ekki hafa rutt sér til rúms í Evr- ópu sem eru til dæmis mikilvægar hefðir hjá mjög mörgum As- íuþjóðum. Má þar nefna að það er mikilvægt að brosa við borðhaldið og sýna þannig ánægju sína með matinn. Einnig skal alltaf passa að eldra fólkið setjist fyrst, fái fyrst á diskinn og því sé þjónað umfram aðra. Þá skal borða mjög mikið og fá sér oft á diskinn og það má borða mun fleiri fæðutegundir með hönd- unum. Í Finnlandi er allt borðað með hníf og gaffli, líka ávextir. Að rífa alls kyns ost yfir pastarétti er vissulega gott, sér- staklega parmesanost, en Ítalir láta sér ekki detta í hug að rífa ost yfir pasta sem inniheldur sjávarrétti, þyk- ir það fáránleg hugmynd. Að skála í léttvíni er þjóðaríþrótt Frakka og kunna þeir þessa list öðrum fremur. Og hér er regla númer eitt: Aldrei skála í bjór. Þjóðverjar eru mun slakari á þessu með sínar bjórkrúsir en Frökkum dytti slíkt ekki í hug. Ýmislegt er sameiginlegt með flestum þjóðum Evrópu í borð- siðum og má þar nefna að yfirleitt þykir ekki við hæfi að byrja að skera í matinn og snæða hann fyrr en gestgjafinn er búinn að kyngja fyrsta bitanum. Nema kannski á Íslandi. „Abendbrot“ kallast hefðbundin kvöldmáltíð í Þýskalandi þar sem heitur matur er yfirleitt snæddur í hádeginu. Það ætti því enginn að móðgast þótt hann sé boðinn til kvöldverðar í Þýska- landi og fái brauð og álegg. Ólíkt mörgum öðrum stöðum setja Þjóðverjar servíettuna vinstra megin við diskinn að lok- inni máltíð en alls ekki ofan á matardiskinn sjálfan. Þeir eru ein öflugasta endurvinnsluþjóð Evrópu og fara með munnþurrkuna rakleiðis í endurvinnsluna eftir að þú ert farinn heim. Einmitt svona áttu að borða súpu samkvæmt Bret- um. Aldrei snúa skeiðinni beint að þér heldur bera hana að munninum þannig að hún snúi á hlið. Þá er fingrasetningin líka nákvæmlega svona, þumallinn á rétt- um stað og skeiðin skal hvíla mjúklega á löngutöng. Þetta er mjög mikilvægt í breskri súpumáltíð. 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Matur og drykkir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.